Tilkynningar

Jólahlaðborð

Veitingamennirnir í Hannesarholti eru í óðaönn að undirbúa jólahlaðborðið sem boðið verður uppá til jóla. Um er að ræða minna og stærra jólahlaðborð og er áhugasömum bent á að leita upplýsinga á skrifstofu Hannesarholts í síma 511-1904. Einnig stendur til boða jólaplatti í hádeginu. Hér má sjá matseðilinn að stærra jólahlaðborði.

meira

Aðalfundur

Aðalfundur Hannesarholts verður haldinn á Grundarstíg 10 þriðjudaginn 25.nóvember kl.16. Hefðbundin aðalfundarstörf. Áhugasamir vinsamlegast tilkynni komu sína fyrir 23.nóvember á hannesarholt@hannesarholt.is

meira

Fréttir

Vínglas með matnum

Fallegi föstudagurinn 14.nóvember færði Hannesarholti veitingaleyfi II, sem lengi hefur verið beðið eftir. Það merkir að hér með er hægt að njóta matarins með vín-eða ölglasi.

meira

Góðir gestir!

IMG_2022

Við fengum aldeilis flottan hóp í heimsókn til okkar í síðustu viku. Þetta voru eldri borgarar frá Seltjarnarnesi sem kunna svo sannarlega að njóta lífsins og eru endalaust áhugasöm um að kanna nýja staði og hitta nýtt fólk. Þau áttu hér ljúfa stund saman niðri í Hljóðbergi þar sem þau horfðu á stuttu heimildarmyndina um […]

meira

Tónlist af ýmsum toga

Helgin framundan býður býður tónlist af ýmsum toga. Dúó Stemma halda tvenna tónleika laugardaginn 1.nóvember, aðra fyrir börn og hina fyrir fullorðna. Búast má við fjöri og fögnuði hjá Dísu og Steef. Gestur þeirra á síðari tónleikunum verður Ingibjörg Guðjónsdóttir.

meira

Konsert með kaffinu

Á sunnudaginn 2.nóvember verður konsert með kaffinu í Hljóðbergi. Gestir njóta kaffiveitinga og heimabakaðs meðlætis um leið og þeir hverfa á vit söngsins með Önnu Jónsdóttur og Þóru Passauer á meðan Nína Grímsdóttir leikur með á flygilinn.

meira

Eitthvað fyrir alla í Hannesarholti um helgina.

IMG_0880_©Karólína_Thorarensen

Það er enginn skortur á viðburðum hér frekar en fyrri daginn og fjölbreytnin í fyrirrúmi. Á laugardaginn kl. 14:00 munu meðlimir Göngum saman fagna bleikum október með rífandi stemningu í Hannesarholti. Hin annálaða hlutavelta verður á sínum stað, bleik buff, bleik snyrtiveski, bleik gönguvesti, bleik gjafakort og fleira og fleira. Við hvetjum ykkur til að […]

meira
Hörn+Þyri

Hahn og Strauss – afmælistónleikar

2.500 kr.

Tónskáldin Reynaldo Hahn og Richard Strauss eiga bæði stórafmæli 2014 og af því tilefni ætla þær Hörn Hrafnsdóttir mezzosópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari að heiðra minningu þeirra með ljóðatónleikum.  Richard Strauss á 150 ára afmæli en hann fæddist árið 1864 og lést árið 1949. Hann var eitt af stóru Þýsku tónskáldunum og var sérstaklega vel þekktur fyrir […]

MunchIslandPlakat-5

Munch í myndum og tónum

2.500

Athugið að um tvenna tónleika er að ræða. Þeir fyrri eru kl. 17:00 og þá verður sönghópurinn FJÓRAR KLASSÍSKAR í stóru hlutverki. Seinni tónleikarnir eru kl. 20:00 og þá munu Norðmennirnir eiga sviðið. Miðar á hvora tónleika um sig kosta 2.500 kr. og verða seldir við innganginn.

Screen Shot 2014-02-02 at 10.31.04 PM

Syngjum saman

1000

Íslendingar hafa löngum ræktað sönghefðina á mannamótum og í rútubílum. Hannesarholt vill leggja sitt af mörkum til að hlúa að sönghefðinni og bjóða uppá samsöng fyrir alla, unga sem aldna, Íslendinga sem aðflutta, undir stjórn kunnáttufólks. Tónmenntakennararnir Ragnheiður Haraldsdóttir og Þórunn Björnsdóttir munu leiða sönginn í um klukkustund og textar birtast á skjá eins og […]

10628366_1509310782686905_2929076692356569920_n

Afríka, ást við aðra sýn

Stefán Jón Hafstein býður til kvöldvöku í Hannesarholti við Grundarstíg. Hann mun segja frá Afríku í tengslum við nýútkomna bók, Afríku – ást við aðra sýn, varpa upp ljósmyndum og myndböndum og segja frá áhugaverðu fólki, náttúruundrum og fleiru því sem kemur við sögu í bókinni. ,,Það hefur verið talsvert beðið um að ég komi […]

_MG_3514 Hallveig ný

Ljóðasöngur í Hannesarholti

2500

Hallveig Rúnarsdóttir syngur lög eftir Hugo Wolf, við texta eftir Eduard Mörike. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð sem Hannesarholt heldur í samvinnu við Gerrit Schuil, og mun ná yfir allan veturinn. Alls verða haldnir sex tónleikar í vetur í þessarri seríu. Þeir eru klukkustundarlangir og munu söngvararnir kynna dagskrána sjálfir.

10578068_10152459853740794_1187418021_n

Matseðill / Menu

Forréttur / Starter
Jarðskokka og kjúklingasúpa með brauði.
Jerusalem artichoke and chicken soup with bread
1.490.-kr

Aðalréttur / Main
Blálanga, bygg, hrásalat, hesilhnetu mulningur og eggjasósa.
Ling, barley, coleslaw, crushed hazelnuts and egg sauce.
2.890.-kr

Eftirréttur / dessert
Epli, eplaís hafrakex og rjómi
Apple, aplle parfait, oat biscuit and cream
1.490.-kr

Nýbakað brauð og hrært smjör.
Freshly baked bread and butter.
350.-kr

Nýbakað kruðerí og heitt kaffi á könnunni í allan dag.

Opnunartímar frá kl.11-17 alla daga,
heitur matur framreiddur frá kl.11:30-14:30.
Kaffi og kruðerí til kl.17.

Borðapantanir í síma 511-1904 frá kl.11-17.

Verið velkomin.