Tilkynningar

Matseðill Borðstofunnar í Hannesarholti dagana 14. júlí – 20. júlí

Borðstofan í Hannesarholti er opin daglega kl. 11-18. Við bjóðum upp á ljúffenga sérrétti hvers dags. Á fastamatseðlinum þá rétti sem hafa notið hylli hjá gestum okkar. Daglega eru einnig á boðstólum gómsætar kökur, tertur og vöfflur með ilmandi heitu kaffi og súkkulaði. ALLA DAGANA: Dögurður Borðstofunnar Kryddjurtabætt eggjakaka, reyktur lax, bakaður tómatur, ferskt salat, […]

meira

Fréttir

Vinir hússins vitja minninganna

Haukur Hávar Jónsson frá Saskatchewan og Vigdís Sigurðardóttir af Helga Guðbrandssonarætt.

Á dögunum fengum við heimsókn frá fólki sem kom á vit minninganna í Hannesarholt. Haukur Hávar Jónsson frá Regina í Saskatchewan,  og Vigdís Siguðardóttir. Þau höfðu frá mörgu að segja og voru ánægð með ástand hússins eins og það lítur út í dag. Systkinin Guðrún Mjöll og Gylfi Már Guðbergsbörn voru meðal þeirra sem ólust […]

meira

Glerlistasýningin verður áfram á risloftinu til 31. júlí.

Röndótt glerlist á loftinu

Ákveðið var að framlengja sýningartíma glerlistasýningarinnar sem sett var upp í tilefni af komu sænsku krónprinsessunnar og hennar ektamaka til landsins í lok júní. Um er að ræða glæsilegt úrval sænskrar glerlistar eftir samtímalistamenn, gefnir af örlæti þeirra til Íslendinga og afhent íslensku þjóðinni af Karli Gústaf Svíakonungi fyrir tíu árum síðan. Sjón er sögu ríkari. […]

meira

Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og Daníel eiginmaður hennar í heimsókn á Íslandi

IMG_0025

Munir úr Hönnunarsafni Íslands í Norræna húsinu og Hannesarholti  í júní Í tilefni af komu Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar og eiginmanns hennar Daníels prins til Íslands dagana 18. og 19. júní  næstkomandi verða valdir munir úr safneign Hönnunarsafn Íslands til sýnis frá 17. – 22. júní. Í Norræna húsinu og í Hannesarholti verða sýndir nokkrir munir […]

meira

17. júní

4935933380_fc775cc170_z

Við höfum opið hér í Hannesarholti á þjóðhátíðardaginn og bjóðum gestum og gangandi að líta inn og hvíla lúin bein. Starfsfólk Borðstofunnar tekur vel á móti ykkur. Þar má gæða sér á hinum rómaða dögurði, fá sér heita súpu eða nýbakaðar vöfflur og súkkulaði. Njótið dagsins!

meira

Njótum sólar um hvítasunnu.

Heimilisfólkið í Hannesarholti og Borðstofunni ákvað að taka stutt frí á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu til að sinna garðvinnu og njóta þess einstaka blíðviðris sem boðað er þessa daga. Við opnum upp á gátt á þriðjudag klukkan ellefu og tökum vel á móti öllum sem vilja heimsækja okkur í þetta fallega hús á Grundarstíg […]

meira
IMG_0015

Geislandi glerlist á risloftinu í sumarbirtunni

Frítt

Eins og fram hefur komið skartar risloftið hjá okkur í Hannesarholti geislandi glerlistaverkum þessa dagana, í tilefni af komu Victoriu krónprinsessu Svía og Daniel prinsi, sem heiðruðu Hannesarholt með sinni ljúfu nærveru. Þessi einstaki vasi nefnist „Vatnajökull“ og er gerður árið 2003 af Monicu Backström.  Sumarbirtan leikur við listaverkin, þar sem hún flæðir inn um […]

IMG_1206

Semball í Hannesarholti

Frítt

Á menningarnótt, 23. ágúst, leikur Árni Heimir Ingólfsson á sembal í Hannesarholti, Grundarstíg 10, kl. 14. Á tónleikunum verður flutt áheyrileg barokktónlist eftir höfunda frá ýmsum löndum – Ítalíu, Englandi, Frakklandi og Þýskalandi – m.a. eftir Girolamo Frescobaldi, William Byrd, Antoine Forqueray og J.S. Bach. Árni Heimir mun segja frá tónlistinni og hljóðfærinu, en hann […]

Borðstofan, nýtt veitingahús á fyrstu hæð Hannesarholts, er opið alla daga vikunnar kl. 11:00 - 18:00. Stundum lengur vegna viðburða í Hannesarholti.

Kynnið ykkur Borðstofuna á facebooksíðu Borðstofunnar.

Borðstofan býður upp á ævintýraferð bragðlaukanna undir handleiðslu meistarakokksins Sveins Kjartanssonar, sem jafnframt er eigandi veitingahússins og vakir yfir gæðum réttanna sem bornir eru fram.

Borðstofan býður upp á gómsætan hádegisverð, freistandi létta rétti allan daginn og kaffi með dýrindis meðlæti.

Réttir dagsins eru á boðstólnum alla virka daga, eldaðir sérstaklega fyrir hvern og einn gest.

Úrval ljúffengra smá- og brauðrétta á boðstólnum, ásamt úrvali af heimalöguðu sætmeti, allan daginn, sjö daga vikunnar.

Borðstofan býður upp á veisluþjónustu, hvort heldur sem er innan veggja Hannesarholts eða utan.

Nánari upplýsingar á www.facebook.com/Borðstofan