Tilkynningar

Opnunartími og þjónusta

Veitingahúsið er opið alla daga frá kl. 11.30 til 17, nema fimmtudaga er opið fram á kvöld til kl.22.  Hægt er að leigja fundarherbergi fyrir stóra sem smáa fundi frá kl.08-23, fyrirlestra, tónleika, móttökur og veislur.  Fyrir menningarviðburði er gjarnan í boði léttur kvöldverður en bóka þarf borð fyrirfram.

meira

Hádegisseðill Hannesarholts / Lunch menu

Hádegisseðill / lunch menu Borinn fram milli kl. 11:30 og 14:00 alla virka daga Served between 11:30 and 14.00 Monday to Friday Ofnbakaður þorskhnakki með kartöflubátum, salati og sinnepsrjómasósu  Oven baked cod with potato wedges, salad and mustard sauce 2.450,- * Falafel með kartöflubátum, salati og hvítlaukssósu  Falafel with potato wedges, salad and garlic dressing […]

meira

Fréttir

Viðburðarík vika: jass, bókmenntir, leikhús, heimspeki, myndlist, Mozart og fjöldasöngur

Georgblóm

Viðburðaríkir dagar framundan í Hannesarholti. Jasstónleikar á miðvikudag, ævi og verk Virginíu Woolf á baðstofuloftinu á fimmtudag kl.17, Leiklestur á fyrsta verki Svövu Jakobs „Hvað er í blýhólknum?“ fimmtudag kl.20, Heimspekispjall um virði peninga á laugardag kl.13, leiðsögn um myndlistarsýninguna Gjúgg-í-blóm eða Peekaboo laugardag, Mozartsónötur sunnudag kl.12, fjöldasöngur sunnudag kl.14 og leiklestur endurtekinn kl.16 á […]

meira

Georg Douglas „Gjúgg í blóm“ myndlistarsýning „Peekaboo“

GeorgMynd

Georg Douglas hefur getið sér gott orð fyrir litrík málverk sín, sem hann tók til við að mála af fullum krafti eftir að hann fór á eftirlaun frá kennslustörfum í MH, þar sem hann var við kennslu í jarðvísindum í 36 ár. Georg er fæddur á Írlandi 1945 en varð Íslenskur ríkisborgari 1975. Hann tók […]

meira

Stútfullur sunnudagur tónlist, matur og menning

Sunnudagurinn 25.febrúar er stútfullur af af skemmtilegheitum viðburðum í Hannesarholti. Aðrir tónleikar í Mozartmaraþonröð Guðnýjar Guðmundsdóttur, sem leikur ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur kl.12.15. Fríða Kristín Gísladóttir verður með leiðsögn um málverkasýningu sína Niðurhal ljóssins frá 11.30-14. Pálmar Ólason og Magnea Tómasdóttir stjórna skátasöngstund kl.14 og leikritið Kvennaráð eftir Sellu Páls verður leiklesið kl.16 af leikkonum […]

meira

Ástarsögur í kjölfar Valentínusar og Skór á konudaginn

Svanaískónum

Hvað er betra en að orna sér í samveru við sögur og söngva í skammdeginu þegar myrkur og snjór umlykja dagana? Ekki sakar að láta uppí sig heimagert ljúfmeti úr eldhúsi Hannesarholts. Þessa vikuna ferðumst við með Jóni Thoroddsen á vegum ástarinnar, með Pilti og stúlku nokkurri og Manni og konu, í flutningi Katrínar Jakobsdóttur […]

meira

Frestað vegna slæmrar veðurspár – Opið hús á 5 ára afmæli Hannesarholts 11.febrúar

banner 5

Því miður er alvarleg veðurspá þess valdandi að við frestum opna húsinu til betri tíma. En þótt viðburðinum sé frestað er opið í Hannesarholti samkvæmt venju til kl.17.  

meira
Eyjamb (1)

Heimspekispjall – „Eru peningar raunverulegir?“

Eyja Margrét Brynjarsdóttir fjallar um frumspeki peninga í félagslegu samhengi og kynnir bók sína The Reality of Money: The Metaphysics of Financial Value sem væntanleg er í sumar.

gudnygerritplakat

Mozartmaraþon – Guðný Guðmundsdóttir og Gerrit Schuil

3000

Guðný Guðmundsdóttir og Gerrit Schuil flytja Sónötur eftir Mozart, í B-dúr, 6 tilbrigði um franskt lag í g-moll og Sónötu í Es-dúr.

snorri_33

Syngjum saman með Snorra Helgasyni

1000

Söngstundin í Hannesarholti verður í höndum Snorra Helgasonar tónlistarmanns sunnudaginn 25.mars kl.14. Hannesarholt vill með þessum söngstundum hlúa að söngarfi þjóðarinnar og þar er Snorri á heimavelli, enda ólst upp við tónlistariðkun föður síns í Ríó tríó. Sjálfur er hann farinn að sinna tónlistaruppeldi á sínu eigin heimili, með nýfæddan frumburðinn. Snorri hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin […]

SvavaBlýhólkur

Leiklestur – Hvað er í blýhólknum?

2500

Leikhúslistakonur 50+ leiklesa leikrit Svövu Jakobsdóttur í Hannesarholti í mars og apríl. Fyrst er leikritið „Hvað er í blýhólknum” undir stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Helstu leikendur eru: Anna Einarsdóttir, Arnar Jónsson, Guðbjörg Thoroddsen, Hanna María Karlsdóttir, Jón Magnús Arnarsson og Sigurður Skúlason. „Hvað er í blýhólknum?” er fyrsta leikrit Svövu Jakobsdóttur. Það var frumsýnt 1970 og sætti […]

VilborgDavíðsdóttir_2017_portrett

Kvöldstund með Vilborgu Davíðsdóttur

2500

Opið er í veitingastofum Hannesarholts til kl.22 eins og önnur fimmtudagskvöld. Gleðistund (happy hour) frá 17-19, lifandi tónlist frá 18.30, Pálmar Ólason leikur við píanóið á meðan gestir njóta kvöldverðar á undan Kvöldstund með Vilborgu. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is

Fil 23-01-2016 23.41.43

Helgar brunch

Lau og Sun kl. 11-14.30

Brunch

Eggjahræra. Beikon. Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Gullostur með rauðlaukssultu.

Vegan brunch

Tofuhræra með sveppum, lauk og papriku. Veikon (eggaldin beikon). Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Vegan ostur með rauðlaukssultu.

 

Allskyns heimabakaðar dásemdir bornar fram til kl. 17