Tilkynningar

Haustdagskráin

Haustdagskráin okkar er komin út og við hlökkum mikið til menningarstarfsins í vetur sem býður uppá fjölbreytta viðburði og góða gesti.      

meira

Opið alla daga

Hannesarholt er opið alla virka daga frá kl. 8-17,  11-17 um helgar. Morgunverður frá kl.8 á virkum dögum , kaffi og dýrindis heimagert bakkelsi allan daginn.  Alla daga vikunnar er boðið uppá dýrindis jólaplatta í hádeginu. Borðapantanir í síma 511-1904.  

meira

Fréttir

Gjafabréf í helgarbrunch

12299115_951093404965217_6247516253106224020_n

Gjafabréf fyrir tvo í helgarbrunch í Hannesarholti er tilvalin jólagjöf fyrir þá sem eiga flest. Gjafabréfið er hægt að kaupa í veitingastofunum á opnunartíma hússins, frá 8-17 á virkum dögum og frá 11-17 um helgar. Verð kr. 6.000 (andvirði kr. 7.400)

meira

Dýpt & dulúð

Mynd_1524182 Þóra BJörk Schram

Þóra Björk Schram sýnir nú verk sín í veitingastofum Hannesarholts. Verk hennar hafa sterka skírskotun í íslenska náttúru sem er henni mjög hugleikin og hún vísar í veðurfar, landslag, birtu og liti til að ná fram stemmningu í hönnun sinni. Þóra vinnur verkin sín í mörgum lögum þannig að litirnir öðlast mikla dýpt og um […]

meira

Bókmenntaspjall – aðgangur ókeypis !

Mamuska1

Félag íslenskra fræða stendur fyrir bókmenntakvöldi miðvikudagskvöldið 25.nóvember klukkan 20.00 Aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Guðmundur Andri Thorsson og Halldór Guðmundsson munu spjalla um nýútkomnar bækur sínar, ævisöguleg skrif og hvaðeina sem kann að bera á góma. Bók Halldórs, Mamúska, fjallar um vináttu höfundar og Mamúsku sem hann kynntist á reglulegum ferðum sínum til […]

meira

MENNINGARVIÐBURÐIR VIKUNNAR

Fil 02-11-2015 13.43.57

23- 29 nóvember Að venju er fjöldi spennandi viðburða hjá okkur hér í Hannesarholti á næstu dögum. Jólaplattarnir okkar í hádeginu hafa slegið í gegn og við hvetjum ykkur til að panta borð fyrirfram ef þið hafið tök á. Á undan öllum kvöldviðburðum opna veitingastofurnar kl. 18.30 þar sem gestum gefst kostur á að gæða sér […]

meira

Syngjandi glöð allan sunnudaginn

IMG_0865_©Karólína_Thorarensen

Sönglistin á hug okkar allan á sunnudaginn 22.nóvember. Samsöngur kl.15 undir stjórn Kristínar Valsdóttur og Ragnheiðar Haraldsdóttur tónmenntakennara, þar sem kynslóðir sameinast og börn frá frítt inn. Nærandi samvera kl.17 með Guðrúnu Tómasdóttur, Bjarka Bjarnasyni, Diddú, Önnu Guðný Guðmundsdóttur og Sigurði Ingva Snorrasyni. Minningarbrunnur Guðrúnar er djúpur og tónlistin tengir þessa nánu vini úr Mosfellsdal.

meira
Ten Plays - cover

Leikskáldið við Íslendingafljót

1000

Kynning á tvímálaútgáfu Kind Publishing á Tíu leikritum Guttorms J. Guttormssonar.
Ritstjórar bókarinnar, Birna Bjarnadóttir og Gauti Kristmannsson, segja fáein orð um útgáfuna og síðan mun Þór Tulinius lesa úr bókinni.

Eg skapa_KapaBT

Bókmenntaspjall

1000

Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur segir frá nýútkominni bók sinni Ég skapa, þess vegna er ég. Um skrif Þórbergs Þórðarsonar. Áhugi á bókum Þórbergs Þórðarsonar hefur glæðst mikið á undanförnum árum, í kjölfar stofnunar Þórbergsseturs á Hala í Suðursveit og útgáfu bóka um ævi Þórbergs eftir Halldór Guðmundsson og Pétur Gunnarsson. Þá virðist sem skrif Þórbergs […]

image1

Jól í kallafjöllum

3.000

Sagan fjallar um jólasveina, Grýlu, Jesús og englana sem flytja guðdómlega tónlist fyrir gestina.
Guðrún Ásmundsdóttir segir söguna en Monica Abendorf og Alexandra Chernysova flytja fallega tónlist.

image1

Jól í kallafjöllum

3.000

Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona segir skemmtilega jólasögu í fylgd tveggja engla. Sagan fjallar um jólasveina, Grýlu, Jesús og englana sem flytja guðdómlega tónlist fyrir gestina. Þetta er falleg og skemmtileg jólastund fyrir unga sem aldna. Höfundur er Guðrún Ásmundsdóttir, með henni eru Monica Abendorf, hörpuleikari og Alexandra Chernysova sópransöngkona.

Sungið saman

1000

Þórunn Björnsdóttir tónmenntakennari og kórstjóri stjórnar almennum samsöng með undirleik í klukkustund. Textar birtast á skjá og allir taka undir. Hannesarholt vill leggja lóð á vogarskálar til að viðhalda sönghefð þjóðarinnar. Þess vegna er leitast við að bjóða uppá samsöng að jafnaði einu sinni í mánuði. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Veitingastofurnar á […]

Vegan Jólaplatti

HÁDEGISMATUR

Virka daga  11.00 – 14.30

Jólaplatti 

Jólasíld með lauk og kapers – Heit lifrarkæfa með sveppum og beikoni – Krabbasalat með maís og chili – Laxarós á rauðbeðublínis með piparrótarkremi – Rifjasteik með sveskjum og eplum – Gullostur með rauðlaukssultu – Heimabökuð randalína. kr. 3.900

Vegan Jólaplatti

Marínerað eggaldin í karrýsósu með lauk og kapers – Blómkáls-quinoa bollur með apríkósusósu – Kúrbítur með vegan-feta og granateplum – Gúrkurúllur með ætiþistlakremi – Hummus með bökuðum tómötum – Epla og rauðbeðusalat með rúsínum – Hrákaka. Kr. 3.900

Plokkfiskur  með íslensku rúgbrauði og smjöri kr. 1.950

Súpa dagsins kr. 1450

Grænmetisbaka með salat kr. 1.650

 

Allskyns heimabakaðar dásemdir bornar fram alla daga frá kl. 11-17