Tilkynningar

Alltaf velkomin

Hannesarholt er opið sjö daga vikunnar frá 11-17, nema annað sé tekið fram. Kaffi og dýrindis heimagert bakkelsi allan daginn, heitur matur í hádegi fram til 14.30, ómótstæðilegur brunch um helgar.  Léttur kvöldverður á undan kvöldviðburðum, borðapantanir í síma 511-1904. Gestum stendur til boða að horfa á 12 mínútna heimildamynd um Hannes Hafstein og uppvaxtarár […]

meira

Fréttir

Kvöldstund með gestum og heimspekispjall

Framundan eru kvöldviðburðir þar sem hið talaða orð er í öndvegi. Föstudagskvöldið 17. apríl er Kvöldstund með Valgarði Egilssyni og fjölskyldu, þar sem hæfileg blanda af fróðleik og tónlist kallast á. Mánudagskvöldið 20.apríl er heimspekispjall í samvinnu við Siðfræðistofun Háskóla Íslands og Amnesty International, þar sem mannréttindi verða í brennidepli. Veitingastofur á 1.hæð opnar frá […]

meira

Syngjum saman á föstudegi, hlustum á söng á laugardegi

Spegill í veitingastofum

Föstudagskvöldið 10.apríl er fyrsta samsöngsstundin sem haldin er í Hannesarholti að kvöldi til, en hingað til hafa þær verið á sunnudagseftirmiðdegi. Allir syngja með sínu nefi, en tónlistafólkið og kennararnir Júlíana Indriðadóttir og Sigurkarl Stefánsson leiða stundina. Laugardaginn 11.apríl munu frænkurnar og tónlistarkonurnar Sólborg Valdimarsdóttir og Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir í fyrsta sinn koma fram saman […]

meira

Fjölbreytt vika framundan – menning og matur

IMG_0898_©Karólína_Thorarensen

Vikan eftir páskaleyfi verður viðburðarík í Hannesarholti. Miðvikudagskvöldið 8.apríl kl.20 verður í Hljóðbergi Kvöldstund með Helgu Þórarins. Helga deilir með gestum lífi sínu í tónlistinni og spilar uppáhaldstónlist af upptökum. Margt má af Helgu læra, sem heldur áfram ótrauð þrátt fyrir óvæntar áskoranir. Samsöngur tekur völdin föstudagskvöldið 10.apríl og munu Júlíana Indriðadóttir og Sigurkarl Stefánsson […]

meira

Kvennakór, dauðans alvara og ljóðasöngur

Dagskráin í Hannesarholti er þétt vikuna 23.-29.mars. „Í syngjandi faðmi“ nefnist söngdagskrá á vegum Margrétar Pálmadóttur og félaga, Vilborg Davíðsdóttir segir frá tilurð nýjustu bókar sinnar og  Mahler verður í brennidepli á ljóðatónleikum Hönnu Dóru Sturludóttur og Gerrits Schuil.

meira

Arkitektúr, lýðheilsa, strengir og jazz

Vikan 16.-22. mars er fjölbreytt í Hannesarholti. Mánudaginn 16.mars er fyrirlestur Richards Murphy arkitekts, sem lesa ná í fréttum hér fyrir neðan. Þriðjudagskvöldið 17.mars er fyrirlestur Arnórs Víkingssonar um langvinna verki í fyrirlestraröðinni „Hvernig heilsast þjóðinni?“ Á miðvikudagskvöldið 18.mars eru klassískir tónleikar Gunnars Kvaran og Elísabetar Waage. Miðar á báða viðburði eru seldir á midi.is. […]

meira
Dísa og Steef

Barnamenningarhátíð – Tónleikhús Dúó Stemmu

Dúó Stemma eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau spila, syngja og leika á ýmis hljóðfæri, hefðbundin og heimatilbúin. Nýjasta sagan þeirra heitir “ Heyrðu villuhrafninn mig” og er 39 mínútna hljóðsaga um Fíu frænku sem lendir í miklu ævintýri með besta vini sínum honum Dúdda. Villuhrafninn, […]

Dísa og Steef

Barnamenningarhátíð – Tónleikhús Dúó Stemmu

Dúó Stemma eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau spila, syngja og leika á ýmis hljóðfæri, hefðbundin og heimatilbúin. Nýjasta sagan þeirra heitir “ Heyrðu villuhrafninn mig” og er 39 mínútna hljóðsaga um Fíu frænku sem lendir í miklu ævintýri með besta vini sínum honum Dúdda. Villuhrafninn, […]

Vilborg_feb.2015

„Ástin, drekinn og dauðinn“

1000

Dagur bókarinnar í Hannesarholti Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur segir gestum í myndskreyttu erindi frá nýrri bók sinni, sem ber titilinn Ástin, drekinn og dauðinn. Þar lýsir hún vegferð sinni og Hennar heittelskaða með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Bókin veitir í […]

10854849_10155449401860257_2297170728921506512_o

Barnamenningarhátíð – Skissuævintýri

Frítt

Skissuævintýrið er spennandi teikninámskeið fyrir börn þar sem farið verður í sögulegt ferðalag um Hannesarholt.Farið verður aftur til áranna þegar Ísland var í þann veg að verða sjálfstæð þjóð. Börnin fá að heyra ljóð Hannesar Hafstein um storma, þorra, sjóinn og ástina á Íslandi.

imagesSU18P854 Þóra Einars

Ljóðasöngur í Hannesarholti

2.500 kr.

Þetta eru lokatónleikar þessarar glæsilegu tónleikaraðar sem Gerrit Shuil hefur skipulagt í samvinnu við Hannesarholt. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og kynna söngvararnir sjálfir efnisskrána. Þóra Einarsdóttir sópran syngur lög eftir Richard Strauss við undirleik Gerrit Schuil. Þegar hafa fimm söngvarar tekið þátt í þessarri tónleikaröð með Gerrit Schuil í vetur, þeir Elmar Gilbertsson, Ágúst Ólafsson, Hallveig […]

Helgarbrunch

Helgarbrunch

*Eggjahræra
*Grænmetisbaka með rauðlauksmarmelaði
*Ofnbakaðir kirsuberjatómatar
*Beikon
*Steiktar pylsur
*Hráskinka
*Heitreyktur lax með piparrótar/epla sósu
*Gullostur með heimalöguðu marmelaði
*Tindur með heimalöguðu marmelaði
*Hrámaríneraðir ávextir
*Heimahrært skyr með mulningi
*Smoothie
*French toast
*Frönsk súkkulaðikaka.

Brauð og smjör fylgir

5 stk kr. 2450, 7stk kr. 3150

Heitt á könnunni og allskyns heimagerðar freistingar í kökuborðinu.

Hannesarholt er opið frá 11-17 alla daga, jafnt helgar sem virka daga.

Borðapantanir í síma 511-1904 frá kl.11-17.

Verið velkomin.