Tilkynningar

Matseðill Borðstofunnar í Hannesarholti dagana 15.-20. september

Borðstofan í Hannesarholti er opin daglega kl. 11-18. Við bjóðum upp á ljúffenga sérrétti hvers dags. Á fastamatseðlinum finnur þú þá rétti sem hafa notið hylli hjá gestum okkar. Daglega eru einnig á boðstólum gómsætar kökur, tertur og vöfflur með ilmandi heitu kaffi og súkkulaði. ALLA DAGANA: • Dögurður Borðstofunnar Kryddjurtabætt eggjakaka, reyktur lax, bakaður […]

meira

Fréttir

Fjalldrapinn boðinn velkominn í Hannesarholt

Fjalldrapi2

Það var mikill dýrðardagur í Hannesarholti laugardaginn 6.september, þegar listaverk Eggerts Péturssonar sem hann málaði undir áhrifum af Fjalldrapa Hannesar Hafstein var boðið velkomið í húsið. Eggert var svo hugfanginn af verkefninu að hann málaði annað, lítið verk, nokkurs konar fylgitungl fjalldrapans, og lét fylgja hinu stærra. Haustdagskrá Hannesarholts var kynnt við sama tilefni og […]

meira

Hannesarhyltingar í Höfða

Hannesarhyltingar í Höfða

Aðstandendur Hannesarholts kampakát í Höfða 25.ágúst eftir að hafa veitt viðtöku viðurkenningu úr hendi Dags B.Eggertssonar borgarstjóra fyrir vel heppnaðar endurbætur. Fulltrúar eigenda, hönnuða og þeirra sem unnu verkið svo vel að eftir er tekið. Hópurinn þakkar vel þegna viðurkenningu.  

meira

Haustdagskrá Hannesarholts

Screen Shot 2014-09-04 at 1.37.47 PM

7. september  Tónleikar Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir og og Anna Guðný Guðmunsdóttir 14. september  Gönguferð með Guðjóni Friðrikssyni 14. september  Samsöngur: Þórunn Björnsdóttir 16. september Heimspekispjall: „Stjórnar hugsunin heiminum?“ 21. september  Ljóðatónleikar: Gerrit Schuil og Elmar Gilbertsson 24. september  Tónleikar: verk eftir Áskel Másson. Ljóð í tónum, gítar, harpa og slagverk: Katie Buckley, Frank Aarnink, Kristinn […]

meira

Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2014 veittar í gær

viðurkenning 2014

Það var gleðidagur hér í Hannesarholti í gær þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti húsinu viðurkenningu fyrir vel heppnaðar endurbætur. Það er alltaf gaman þegar menn uppskera laun erfiðisins og sjá að það var til einhvers barist. Hér má lesa niðurstöður valnefndar sem í sátu Margrét Þormar, arkitekt og Drífa Kristín Þrastardóttir, sagnfræðingur . Við […]

meira

Landslag sálarinnar – ljósmyndir og vídeóverk sunnudag 24.ágúst kl.14-17 og mánudag – þriðjudag 26.-27.ágúst kl.17-18

TheIsland-for-website

Xárene Eskandar er hönnuður sem hefur rannsakað ný viðhorf gagnvart sjálfinu og  leitast við að breyta skynjun okkar á bæði tíma og rúmi í gegnum ljósmyndir og video-verk sín. Hún er handhafi MFA gráðu frá Kaliforníuháskóla í Los Angeles,. Hún heldur fyrirlestra og hefur sýnt verk sín við alþjóðlegar stofnanir og við ólík tækifæri. Sem […]

meira
HugsunPS

Heimspekispjall: „Stjórnar hugsunin heiminum?“

1000

Tilefni málþingsins eru tvær bækur sem nýlega hafa komið út eftir Pál Skúlason fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, Ríkið og rökvísi stjórnmála (2013) og Hugsunin stjórnar heiminum (2014). Sameiginlegt stef bókanna er að færa rök fyrir því hvers vegna við þurfum á heimspeki að halda. Hún skerpi þá sýn okkar á heiminn sem ræður athöfnum okkar […]

elmar.....

Ljóðasöngur í Hannesarholti – Elmar Gilbertsson

2500

Hannesarholt kynnir röð ljóðasöngstónleika í samvinnu við Gerrit Schuil, sem munu ná yfir allan veturinn. Alls verða haldnir sex tónleikar í vetur í þessarri seríu, þeir verða u.þ.b klukkustundar langir og munu söngvarar kynna tónleikana sjálfir. Elmar Gilbertsson flytur á  þessum fyrstu tónleikum lög eftir Robert Schumann, sem allir eru með texta eftir Heinrich Heine.

áskell másson

Ljóð í tónum – gítar, harpa og lýrískt slagverk

2.000

Duo harpverk - Katie Buckley hörpuleikari og Frank Aarnink slagverksleikari ásamt Kristni Árnasyni gítarleikara frumflytja verk eftir Áskel Másson. „Það er ávallt heiður að fá að vinna með fólki eins og þeim Katie, Frank og Kidda. Samstarf okkar að flestum þessum verkum má rekja minnst þrjú ár aftur í tímann. Hvert þessara verka hefur þó sínar […]

3 myndir saman

Auden, Britten og íslensk tónskáld

2.000

Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópransöngkona, Arnhildur Valgarðsdóttir, píanóleikari og Trausti Ólafsson, leiklistarfræðingur og þýðandi, efna til söng- og ljóðakvölds. Ingibjörg og Arnhildur frumflytja þýðingu Trausta á ljóðaflokknum On this Island eftir W. H. Auden við tónlist Benjamins Britten. Þær flytja einnig lög og texta eftir íslenska höfunda og Trausti les þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á ljóðinu Ferð til […]

Guðjón á Spítalastíg

Gönguferð með Guðjóni

2.000 kr.

Gönguferðir með Guðjóni Friðrikssyni hafa náð mikilli hylli og fjölmargir hafa slegist í för með honum á sunnudagsmorgnum. Það verður framhald á gönguferðum Guðjóns nú í haust og það er vissara að tryggja sér pláss með því að kaupa miða á www.midi.is.  Að þessu sinni verður gengið um Laufásveg sunnan Hellusunds. Að göngunni lokinni býðst […]

sveinnogjohanna

Borðstofan, veitingahúsið á fyrstu hæð Hannesarholts, er opið alla daga vikunnar kl. 11:00 – 18:00. Stundum lengur vegna viðburða í Hannesarholti.

Kynnið ykkur Borðstofuna á facebooksíðu Borðstofunnar eða á heimasíðunni www.bordstofan.is

Borðstofan býður upp á ævintýraferð bragðlaukanna undir handleiðslu meistarakokksins Sveins Kjartanssonar, sem jafnframt er eigandi veitingahússins og vakir yfir gæðum réttanna sem bornir eru fram.

fiskretturogrosir

Borðstofan býður upp á gómsætan hádegisverð, freistandi létta rétti allan daginn og kaffi með dýrindis meðlæti.

Réttir dagsins eru á boðstólnum alla virka daga, eldaðir sérstaklega fyrir hvern og einn gest.

Úrval ljúffengra smá- og brauðrétta á boðstólnum, ásamt úrvali af heimalöguðu sætmeti, allan daginn, sjö daga vikunnar.

Borðstofan býður upp á veisluþjónustu, hvort heldur sem er innan veggja Hannesarholts eða utan.

Nánari upplýsingar á www.facebook.com/Borðstofan og á www.bordstofan.is

ingveldur