Tilkynningar

Opið alla daga

Hannesarholt er opið alla daga, virka daga frá 8-17 og um helgar frá 11-17. Fyrir kvöldviðburði er boðið uppá léttan kvöldverð, sem panta þarf fyrirfram. Netfang Hannesarholts er hannesarholt@hannesarholt.is og símanúmerið er að sjálfsögðu 511-1904.

meira

Fréttir

Dramalandið – Arngunnur Ýr sýnir málverk í Hannesarholti

Þvottá2015

Opnun kl.17 sunnudaginn 26.maí og listaspjall kl.18 Dramalandið er skapað af náttúrunni og pensilstrokum Arngunnar Ýrar Gylfadóttur. Draumalandið er fagurt og sérstakt, nýstárlegt, en þó afar kunnuglegt. Arngunnur Ýr er ein af okkar þekktari listmálurum og hafa verk hennar verið keypt bæði til opinberra aðila og einkaaðila víða um heim. Listin hríslast um fjölskyldutré Arngunnar […]

meira

Vatnið í náttúrunni – ljósmyndasýning

Skeldýr á þara

Jóhanna Pétursdóttir ljósmyndari og landgræðslufræðingur sýnir í Hannesarholti makró-ljósmyndir sem teknar eru á á árunum 2005 – 2015. Sköpunarverk vatns í náttúrunni er meginþema sýningarinnar; þarinn í sjónum, plöntur í ferskvatni, vatn í lífverum og kynjamyndir í frosnu vatni eða myndir af gróðri á hverasvæðum.  Jóhanna fangar að hið smáa sem alla jafna er okkur hulið.  […]

meira

List án landamæra á baðstofuloftinu

Trelistaverk_list an landamaera

Sýningin GENGIÐ UM stendur nú yfir á baðstofuloftinu. Sindri Leifsson (f.1988) og Matthías Már Einarsson (f.1995) hafa báðir verið að vinna verk í tré og sameina þeir nú krafta sína í sýningunni GENGIÐ UM. Ólíkar nálganir þeirra að efniviðnum gefa af sér hluti sem fela í sér keimlika virkni og fagurfræði og sýndir eru í […]

meira

Tónlistin bætir, hressir, kætir og gefur frískt útlit

NannaHlíf

Hvað er meira mannbætandi en að njóta góðrar tónlistar og taka þátt í að skapa tónlist? í Hannesarholti gefst hvort tveggja þessa vikuna. Laugardagskvöldið 30.apríl tekur jazzinn völdin og frábærir tónlistarmenn gæla við andann, Óskar, Eyþór og hinn Brasilíski Ife. Sunnudaginn 1.maí kl.15 býðst gestum að taka undir í fjöldasöng, með gleðigjöfunum Nönnu Hlíf og […]

meira

Barnamenningarhátíð – söngur og sögur

Hannes12ára

Hannesarholt fær góða gesti á Barnamenningarhátíð sem syngja með börnum og segja sögur. Gréta Salóme syngur með gestum kl.15 á sumardaginn fyrsta og Ólöfu Sverrisdóttir segir sögur af Sólu Grýludóttur kl.16. Þær endurtaka leikinn sunnudaginn 24.apríl. Laugardaginn 23.apríl mætir Áslaug Jónsdóttir kl.14 og 16 með skrýmslabækurnar sínar. Allir velkomnir, frítt inn í boði Barnamenningarhátíðar.

meira
frænkurnar fjórar

Arngunnur Ýr – opnun og listaspjall

Draumalandið nefnist málverkasýning Arngunnar Ýrar sem opnar í Hannesarholti sunnudaginn 26.maí kl.17. Í beinu framhaldi af opnuninni verður listaspjall, þar sem frænkur og systur deila með gestum sýn á listina, lífið og vináttuna. Arngunnur Ýr listmálari, Bryndís Halla sellóleikari, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir.    

Systkinatónleikar

Systkinatónleikar

2000

Systkinin Kristín og Guðfinnur Sveinsbörn blása nú til sinna annarra systkinatónleika. Annað árið í röð, þá myndu einhverjir segja að þetta væri orðin hefð. Þau ætla að flytja sönglög sem og óperuaríur úr ýmsum áttum, innlend sem erlend og að sjálfsögðu verða til viðbótar á dagskránni íslenskar dægurlagaperlur sem allir ættu að kannast við. Þetta eru fyrstu tónleikar Kristínar á íslandi síðan hún gekk til liðs við óperuakademíu La Scala í Mílanó.

Á tónleikunum verður frumfluttur dúett sem Petter Ekman semur við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, Fimm börn, sérstaklega fyrir þetta tækifæri. Hér er líka hefð í myndun, annað árið í röð fá systkinin til liðs við sig ungt tónskáld til að semja dúett fyrir tækifærið.

Meðleikari á tónleikunum er Hrönn Þráinsdóttir.

Fil 23-01-2016 23.41.43

Helgar brunch

Lau og Sun kl. 11-14.30

Brunch

Eggjahræra. Beikon. Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Gullostur með rauðlaukssultu.

Vegan brunch

Tofuhræra með sveppum, lauk og papriku. Veikon (eggaldin beikon). Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Vegan ostur með rauðlaukssultu.

 

Allskyns heimabakaðar dásemdir bornar fram til kl. 17