Tilkynningar

Opnunartími og þjónusta

Veitingahúsið er opið alla daga frá kl. 11.30 til 17, nema fimmtudaga er opið fram á kvöld til kl.22.  Hægt er að leigja fundarherbergi fyrir stóra sem smáa fundi frá kl.08-23, fyrirlestra, tónleika, móttökur og veislur.  Fyrir menningarviðburði er gjarnan í boði léttur kvöldverður en bóka þarf borð fyrirfram.

meira

Fréttir

Gyðjan innra með þér – ljósmyndasýning

Goddess

Gyðjan innra með þér – er verkefni myndlistakonunnar Fríðu Kristínar Gísladóttur. Bókin fjallar um það hvernig við getum tengt okkur inn á við í gegnum hina ýmsu eiginleika eins og til dæmis gleði, þakklæti, örlæti og svo framvegis. Sú viska  sem flæðir fram í bókinni er viska alheimsins sem við höfum öll aðgang að og […]

meira

Síðustu sýningardagar Bryddingar – Dóra Emilsdóttir í Hannesarholti

DóraEmils

Dóra Emilsdóttir, myndlistarkona, sýnir ný verk í Hannesarholti 8.6. – 6.7. 2017. Sýningin ber nafnið Bryddingar. Dóra lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987, en hélt hún þaðan áfram til framhaldsnáms í Hollandi, þar er hún nam við Gerrit Rietvelt Academie í Amsterdam. Þaðan lauk Dóra MA prófi í sjónlistum. Sýningin sýnir nýjustu […]

meira

Litur: grænn – Myndlistarsýning

Grænn

Samsýning Hörpu Másdóttur og Hrafnhildar Gunnarsdóttur á ljósmyndum teknum 2016 á Íslandi og í Arizona. Sjónrænt samtal gefur þessum ólíku aðstæðum eigið tungumál þar sem litir, áferð og andstæður renna saman og segja sína eigin sögu. Samhliða ljósmyndunum sýnir Harpa verk sem hún vinnur með blandaðri tækni. Verkin eru unnin á viðarplötur og eru spunnin […]

meira

Síðustu dagar Myndlistarsýningar Hlyns Helgasonar – 12 rendur

Hlynur.Helgason.portrait.2015.1200x900 (1)

Nú stendur yfir í veitingastofunum myndlistarsýning Hlyns Helgasonar myndlistarmanns og listfræðings. Hlynur er fæddur 1961. Hann lauk prófi frá málaradeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands ári 1986, hlaut kennsluréttindi frá Háskóla Íslands árið 1991, lauk MA gráðu í myndlist frá Goldsmith’s College í London árið 1994 og doktorsprófi í heimspeki listmiðlunar frá European Graduate School í Sviss […]

meira

Barnamenningarhátíð í Hannesarholti helgina 29.-30.apríl

Sköpun er í algleymingi í húsi skáldsins á barnamenningarhátíð nú um helgina 29.-30. apríl. Hannesarholt býður uppá tvenna viðburði á barnamenningarhátíð, kennslu í rappi á laugardag kl.14, þar sem Kolbeinn Sveinsson og Daníel Óskar Jóhannesson smita áhorfendur af takti, rými og skapandi meðförum á texta. Á sunnudag kl.14 leiðir Þórdís Lilja Samsonardóttir spunaferð sem byggir […]

meira
8x10 copy-page-001 (1)

Matur og lifandi tónlist

Sumaropnun í Hannesarholti Opið verður í Veitingastofum Hannesarholts til 22:00 öll fimmtudagskvöld í sumar. Sumarmatseðill: grænmetisréttir, fiskisúpa, laxabaka o.fl. Vínveitingar á Happy Hour verðum milli kl. 18:00 og 20:00. Lifandi tónlist og ný atriði í hverri viku. Hlökkum til að sjá ykkur í Hannesarholti á fimmtudagskvöldum í sumar! Kærar kveðjur af Grundarstígnum,

Harmoníkutónleikar

Harmoníkutónleikar

2000

Ástu Soffíu, Mariusar og Kristinar í Hannesarholti. Lagavalið er fjölbreytt og stiklað er á stóru. Á efnisskránni eru sóló, dúó og tríóverk frá öllum áttum. Meðal annars verður hlið harmóníkunnar í þjóðlagatónlist Norðmanna kynnt. Einnig verður leikin barrokktónlist, rússnesk sígild harmóníkutónlist, argentískur tangó og nýlega skrifað skandinavískt tónverk ásamt fleiru. Með þessu munu þau miðla […]

AnnaGrétaogSölvi

Anna og Sölvi fara hringinn

2000

Frændsystkinin og dúóið Anna Gréta Sigurðardóttir og Sölvi Kolbeinsson leika frumsamda tónlist og útsetningar sem þau hafa unnið að síðustu mánuði. Tónlistin gæti flokkast sem melódískur djass undir þjóðlagaáhrifum þar sem spuninn er í fyrirrúmi. Anna og Sölvi hafa bæði hlotið titilinn „bjartasta vonin“ á íslensku tónlistarverðlaunum, Anna árið 2015 og Sölvi 2016. Prógrammið samanstendur […]

Fil 23-01-2016 23.41.43

Helgar brunch

Lau og Sun kl. 11-14.30

Brunch

Eggjahræra. Beikon. Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Gullostur með rauðlaukssultu.

Vegan brunch

Tofuhræra með sveppum, lauk og papriku. Veikon (eggaldin beikon). Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Vegan ostur með rauðlaukssultu.

 

Allskyns heimabakaðar dásemdir bornar fram til kl. 17