Tilkynningar

Alltaf velkomin

Hannesarholt er opið sjö daga vikunnar frá 11-17. Réttir dagsins og súpa með heimabökuðu brauði í hádegi og fram til 14.30, ómótstæðilegur brunch um helgar. Kaffi og dýrindis heimagert bakkelsi, bæði sætt og ósætt, í boði þess utan. Gestum stendur til boða að horfa á 12 mínútna heimildamynd um Hannes Hafstein og uppvaxtarár borgarinnar þegar […]

meira

Fréttir

Samsöngur sunnudaginn 15.mars

Kristín Valsdóttir og Ragnheiður Haraldsdóttir taka á móti söngelskum gestum Hannesarholts sunnudaginn 15.mars kl.15:00 Hér í húsi er mikil tilhlökkun vegna samsöngsins, enda höfum við skemmt okkur vel með þeim báðum áður. Því miður vantar inná prentaða vordagskrá þennan viðburð, en við þurfum að vera þeim mun duglegri að láta það berast.

meira

Vordagskráin 2015

Vordagskráin okkar er nýkomin úr prentun og farin í dreifiingu um borg og bí. Endilega kynnið ykkur hana og mætið sem oftast til að njóta viðburða og veitinga í okkar fallega húsi.

meira

Líffærasýningin: síðasta sýningarvika

glass organs

Líffærasýningu Ella Egilssonar og Siggu Heimis sem verið hefur í Hannesarholti frá síðustu mánaðarmótum lýkur nú um næstu mánaðarmót. Elli sýnir teikningar í veitingastofunum á 1.hæðinni og Sigga sýnir glerlist á 2.og 3.hæð. Um miðjan mánuðinn var málstofa um líffæragjafir, sem tókst afar vel. Þar tóku til máls einstaklingar sem höfðu gefið líffæri, einstalingar sem […]

meira

Uppselt á systkinatónleikana

Uppselt er á systkinatónleika Kristínar og Guðfinns Sveinsbarna sunnudaginn 22.febrúar. Heyrst hefur að þau hyggist endurtaka leikinn að ári.

meira

2ja ára afmæli veitingahússins í Hannesarholti

Kiddi og Hrefna

Í dag, 13.febrúar fagnar Hannesarholt 2ja ára rekstrarafmæli. Viðskiptavinurinn sem vígði posavélina hjá okkur fyrir tveimur árum var Kristján Davíðsson, sem bauð með sér japönskum gesti. Í dag var honum boðið í kaffi ásamt Hrefnu eiginkonu sinni, til að fagna afmælinu og traustu viðskiptasambandi. Takk fyrir komuna Kristján og Hrefna.

meira
mp mynd tónkvísl nýtt

„Í syngjandi faðmi“ – Kvennakórinn Cantabile og Margrét Pálmadóttir

1.500 kr.

DRAUMAR AF BLAÐI Hvernig svart og hvítt verður að draumum og öfugt … Tónleikar í Hannesarholti kl 20.00 Magga Pálma CANTABILE AURORA Ásta Haraldsdóttir píanóleikari og góðir gestir Veitingasala í hléi Erindi um Vatnsenda Rósu SAMSÖNGUR með salnum Veitingastaðurinn opinn frá kl.18, súpa og heimabakað brauð. Borðapantanir í síma 511-1904.

Kristinvals_N

Syngjum saman

1.000 kr.

Kristín Valsdóttir og Ragnheiður Haraldsdóttir tónmenntakennarar leiða almennan söng í klukkustund, þar sem textar birtast á skjá. Píanó-og harmonikkuundirleikur. Það verður enginn svikinn af að njóta stundarinnar með Kristínu og Ragnheiði. Veitingahúsið á 1.hæð verður opið til kl.17:00.

Arnór

Læknisfræðileg páskahugvekja – Arnór Víkingsson gigtarlæknir

1000

Langvinnir verkir, sársauki, pína – í kristni fyrri tíma og á nú á 21. öldinni. Höfum við gengið veginn til góðs? Arnór leitast við að svara þessum áleitnu spurningum í hugvekju sinni og kallar eftir umræðum úr sal. Matarmikil súpa með heimabökuðu brauði verður framreidd í veitingastofunum á 1.hæð á undan hugvekjunni. Borðapantanir í síma […]

Gunnar Kvaran og Elísabet Waage

Tónleikar: Gunnar Kvaran og Elísabet Waage

2.000 kr.

Gunnar Kvaran sellóleikari og Elísabet Waage hörpuleikari leika tónsmíðar eftir F.Couperin, F.Schubert, John Speight og fleiri.

Vilborg_feb.2015

„Ástin, drekinn og dauðinn“

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur segir gestum frá nýrri bók sinni, sem ber titilinn Ástin, drekinn og dauðinn. Þar lýsir hún vegferð sinni og Hennar heittelskaða með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Bókin veitir í senn innsýn í veröld krabbameinsins og djúpa […]

10961821_10153609651469778_446289207_n

Helgarbrunch

*Eggjahræra
*Grænmetisbaka með rauðlauksmarmelaði
*Ofnbakaðir kirsuberjatómatar
*Beikon
*Steiktar pylsur
*Hráskinka
*Heitreyktur lax með piparrótar/epla sósu *Gullostur með heimalöguðu marmelaði *Tindur með heimalöguðu marmelaði *Hrámaríneraðir ávextir *Heimahrært skyr með mulningi *Smoothie *French toast *Frönsk súkkulaðikaka.

Brauð og smjör fylgir

5 stk kr. 2450, 7stk kr. 3150

Heitt á könnunni og allskyns heimagerðar freistingar í kökuborðinu.

Hannesarholt er opið frá 11-17 alla daga, jafnt helgar sem virka daga.

Borðapantanir í síma 511-1904 frá kl.11-17.

Verið velkomin.