Tilkynningar

Opið alla daga

Hannesarholt er opið alla virka daga frá kl. 8-17,  11-17 um helgar. Morgunverður frá kl.8, kaffi og dýrindis heimagert bakkelsi allan daginn, heitur matur í hádegi. Laugardaga og sunnudaga er boðið uppá ómótstæðilegan brunch.   Borðapantanir í síma 511-1904.  

meira

Fréttir

„Tilviljun“ Ólafar Svövu út september

ÓlöfÞjórsárdalur

Sýningin á vatnslitamyndum Ólafar Svövu prýðir veggi veitingastofanna í Hannesarholti og mun hanga uppi til loka september. Sýningin hefur tekið smávægilegum breytingum, þar sem farfuglar hafa flogið af veggjunum og jafnvel til annarra landa. Nýjir koma í staðinn, þannig að enginn vandi er á höndum. Frekari upplýsingar um listamanninn og sýninguna liggja frammi í forstofu […]

meira

Vatnslitir, bréffuglar og sagan í hnotskurn.

Origamifuglábók

Menningarnótt fór vel fram í Hannesarholti og enn má sjá bréfdúfur og hrafna í öllum regnbogans litum flögra um húsið, eftir að félagar í Origami Ísland deildu með gestum snilli sinni í bréfbroti. Vatnslitamyndir Ólafar Svövu prýða veggi veitingastofanna og gleðja augað jafnt sem andann. Sýningin mun hanga uppi út september, þannig að þið sem […]

meira

Myndlistarsýning, þjóðlög og bréfbrot á menningarnótt í Hannesarholti

Ólöfúti

Það verður líflegt í Hannesarholti á menningarnótt.  Bréfbrjótar úr Origami-Ísland verða með pappírsbrot í ýmsum vistarverum Hannesarholts frá kl.13-16.30 og bjóða gestum að taka þátt. Kl. 17 spilar Hrafnar þjóðlagasveit nokkur lög í tilefni af opnun á sýningunni „Tilviljun,“ þar sem Ólöf Svava Guðmundsdóttir sýnir vatnslitaverk sem hún hefur unnið á síðustu tveimur árum. Allir […]

meira

„Jafnflott hinsegin!“

Hinseginteppi

Ýmislegt gerist í Hannesarholti sem er erfitt að skýra. Fyrir tveimur árum færði húsið okkur þessa lexíu, sem vert er að rifja upp núna í tilefni hinsegin daga. „Jafnflott hinsegin“ eru skilaboðin sem húsið gaf og við skilum áfram út til ykkar hinna í samfélaginu. Sófateppið, saumað af Stefaníu Gísladóttur 1955, og hangir í arinstofunni […]

meira

Songs of Innocence and Experience

FullSizeRender

Þegar Hannesarholt opnar aftur eftir sumarfrí 4.ágúst gerum við klárt fyrir tónleika góðra gesta sem verða fimmtudagskvöldið 6.ágúst. Hjónin Rósa Kristín Baldursdóttir og Peter Arnesen bjóða heppnum gestum uppá dásemdir tónlistar og heimsbókmennta.  Saman flytja þau tónlist Peters við ljóð Williams Blake úr ljóðabókunum „Songs of Innocence“ and „Songs of Experience“  Hannesarholt tekur með gleði […]

meira
rosenathanpromo

24 prelúdíur með Nathan og Rose

1800

„24 Prelúdíur“ er nýtt verk eftir Nathan Hall í samvinnu við píanóleikarann Rose Lachman. Verkið samanstendur af 24 stuttum þáttum, 12 fyrir mánuði ársins frá miðaldabókum um klukkustundir og bænir og 12 þætti úr stjörnumerkjunum. Verkið byrjar á verki þess mánaðar sem það er flutt, og rekur árið frá þeim tíma. Einnig verða flutt píanóverkin […]

IMG_0208

MORGUNMATUR

Virka daga 8.00 – 11.00

Skyr með heimalöguðu múslí kr. 650

Ávaxtadiskur lítill/stór kr. 750/1.250

Smoothie með berjum kr. 750

Smjördeigshorn kr. 550

Smjördeigshorn með osti og marmelaði kr. 750

Smjördeigshorn með osti, marmelaði og hráskinku kr. 850

HÁDEGISMATUR

Virka daga  11.00 – 14.30

Grænmetissúpa dagsins með heimabökuðu brauði kr. 1.450

Sjávarréttarsúpa með heimabökuðu brauði kr. 1.850

Sumarsalat með fersku grænmeti, fræjum og osti kr. 1.550

– með kjúkling kr. 1.950

Plokkfiskur  með íslensku rúgbrauði og smjöri kr. 1.950

Léttir réttir og allskyns heimabakaðar dásemdir bornar fram alla daga frá kl. 11-17