Tilkynningar

Vordagskrá Hannesarholts 2017

meira

Opið alla daga

Hannesarholt er opið alla virka daga frá 8-17 og um helgar frá 11-17. Fyrir kvöldviðburði er veitingasalan einnig gjarnan opin frá 18.30, borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is Miðasala fyrir viðburði á midi.is  

meira

Fréttir

Vikan stútfull af viðburðum 22.-26.febrúar

Marta-rauðurbíll og fjall

Næstu fimm daga verða sex menningarviðburðir í Hannesarholti. Tónleikar 22.febrúar, Kvöldstund með Helenu Eyjólfs 23., Sálartónlist og saga með Harold Burr 24., Vatnslitamyndir Mörtu Ólafsdóttur 25. Fegurð jarðar og sunnudagurinn 26.bæði með Syngjum saman með Jóhanni Vilhjálms og Gunnari Kr.Sigurjónssyni og bókakaffi með Ásdísi Thoroddsen. Léttur kvöldverður á undan kvöldviðburðum. Verið velkomin.

meira

Fréttabréf febrúar 2017

hannesarholt.netdagskrá.

Ágætu vinir Hannesarholts. Vordagskrá Hannesarholts er komin í hús og getur fólk nálgast hana hér á Grundarstíg 10. Febrúar er mættur og þá er ekki verra að orna sér í hlýjunni í Hannesarholti og fá sér rjúkandi kaffitár eða súkkulaðibolla með góðgætinu úr eldhúsinu og njóta vatnslitamynda Maríu Lofsdóttur sem prýða veggi veitingahússins til 24.febrúar. […]

meira

Allir lesa í Hannesarholti

IMG_2376

Í Hannesarholti eru margar vistarverur á fjórum hæðum hússins, margar hverjar henta vel til að hreiðra um sig með bók og lesa í félagsskap við aðra gesti hússins. Í tilefni af landsleiknum ALLIR LESA á vegum Bókmenntaborgar Unesco, vill Hannesarholt bjóða gestum í hús með lesefni sitt, eða fá lánað af bókakosti hússins. Þeir sem […]

meira

Japanskur andblær – myndlistarsýning

María Loftsdóttir

María Loftsdóttir hefur numið myndlist og sótt sér innblástur víða um heim. Hún hefur fjölskyldutengsl í Japan og hefur ferðast þar víða, alltaf með vatnslitablokkina í farteskinu. María hafði lengið gengið með þá hugmynd í maganum að gaman væri að sýna Japönum íslenskt landslag í vatnslitamyndum. Þegar jarðskjálftinn mikli reið yfir Japan aríð 2011 ákvað María […]

meira

Matur og menning alla helgina

17_maria_loftsdottir_bodskort 1_1484585639830_resized

Bóndadagsveisla á föstudag og sýningarlok myndlistarsýningar Oliviers Manoury. Tónleikar Kristjönu og Kvartetts Sigga Flosa á laugardag og opnun myndlistarsýningar Maríu Loftsdóttur. Syngjum saman á laugardag og þjóðbúningakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins. Verið velkomin.  

meira
Helena Eyjólfsdottir

Kvöldstund með Helenu Eyjólfs

3000

Kvöldstund með okkar ástsælu Helenu Eyjólfs, sem fagnaði 75 ára afmæli sínu fyrir skemmstu. Karl Olgeirsson og Jón Rafnsson verða henni til fulltingis þetta kvöld.

Chillinpic

„Soul’d out“ – Harold Burr

3000

Í tilefni af því að febrúarmánuður er jafnan tileinkaður sögu blökkumanna í Bandaríkjunum býður Harold E.Burr til kvöldstundar þar sem hann fer yfir sögu sálartónlistar í tali og tónum.

Fífur

Töfrar náttúrunnar – vatnslitamyndir

Sýningaropnun laugardaginn 25. febrúar kl. 15
Marta Ólafsdóttir líffræðingur heldur sína fyrstu einkasýningu í Hannesarholti. Síbreytileg náttúra er yrkisefnið.

johannvilhjalms

Syngjum saman

1000

Bræðrasynirnir Jóhann Vilhjálmsson og Gunnar Kr. Sigurjónsson stjórna fjöldasöng fyrir almenning.að þessu sinni. Börn fá frítt í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 kr.

ÁsdísThor

Bókakaffi með Ásdísi Thoroddssen

Gestir geta notið veitinga á kaffihúsinu á meðan Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður segir frá og les uppúr fyrstu skáldsögu sinni, Utan þjónustusvæðis, sem kom út fyrir síðustu jól.

Fil 23-01-2016 23.41.43

Helgar brunch

Lau og Sun kl. 11-14.30

Brunch

Eggjahræra. Beikon. Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Gullostur með rauðlaukssultu.

Vegan brunch

Tofuhræra með sveppum, lauk og papriku. Veikon (eggaldin beikon). Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Vegan ostur með rauðlaukssultu.

 

Allskyns heimabakaðar dásemdir bornar fram til kl. 17