Tilkynningar

Jólaplatti í hádeginu

Opið alla daga frá 8-17, helgar 11-17. Fram að jólum geta gestir Hannesarholts gætt sér á dýrindis jólaplatta í hádeginu alla daga vikunnar. Tvenns konar jólaplattar verða á boðstólnum, annars vegar Jólaplatti með hefðbundnum jólaréttum og hins vegar Vegan-Jólaplatti. Jólaplatti: Hægelduð svínasíða í birkisírópi og Giljagaur jólabjór, heimalagað rauðkál, sykurbrúnuð kartafla og hátíðasósa Dönsk kæfa […]

meira

Opið alla daga

Hannesarholt er opið alla daga, virka daga frá 8-17 og um helgar frá 11-17. Netfang Hannesarholts er hannesarholt@hannesarholt.is og símanúmerið er að sjálfsögðu 511-1904.  

meira

Fréttir

„Í faðmi fortíðar“ og „Andans eigin dóttir“

Ragnheiður Jónsdóttir

      „Í faðmi fortíðar“ heitir grein sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins þann 4. desember 2011, þegar 150 ár voru liðin frá fæðingu Hannesar Hafstein. Þar var gengið um Hannesarholt (Grundarstíg 10) í fylgd Ragnheiðar Jónsdóttur og sagt frá húsinu og framtíðardraumum því tengdu. Ragnheiður sagði meðal annars: „Það skiptir máli að tengjast fortíðinni, […]

meira

Kristín Þorkelsdóttir myndlistarsýning – Leikið og lofað í garðinum heima

kristinthorkels_01

Kristín Þorkelsdóttir myndlistarkona sýnir akvarellur málaðar frá 2012 til 2016.  Sýningin verður á veggjum Hannesarholts til 14. des. 2016. Kristín á að baki glæsilegan feril sem grafískur hönnuður og myndlistarmaður. Hún hefur í gegnum árin fengið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, nú síðast þegar hún var valin heiðurslistamaður Kópavogsbæjar 2016 fyrir ævistarf sitt. Akvarellurnar sem nú […]

meira

Helgin í Hannesarholti

Opnun myndlistarsýningar Kristínar Þorkelsdóttur laugardag kl.15, brydduð tónlistarflutningi Gunnars Kvaran. Sungið saman sunnudag kl.15  með píanó og harmonikkuleik. Helgarbrönsinn vinsæli allar helgar til kl.14.30. Kaffi, meðlæti, pönnukökur og góðgæti.

meira

Upplestur, myndlist og tónlist

Airwaves er að baki og aðrar listir banka uppá. Upplestur fjögurra skáldafélaga með nýjar bækur í höndunum á fimmtudagskvöld 10.nóvember, Sigurðar Pálssonar, Þórarinns Eldjárns, Einars Kárasonar og Sjóns. Opnun myndlistarsýningar Kristínar Þorkelsdóttur á laugardag 12.nóvember, brydduð ljúfum tónum frá Gunnari Kvaran. Sungið saman á sunnudag 13.nóvember með Hvassaleitisgenginu undir stjórn Svönu og Gísla Víkingsbarna. Síðan […]

meira

Dýraríkið í bókmenntum, Shostakovich 110 ára og Airwaves off-venue.

Framundan í Hannesarholti eru fjölbreyttir viðburðir að vanda. 1.nóvember verður bókmenntaspjall í höndum Gunnars Theodórs Eggertssonar um dýraríkið í bókmenntum meðal annars. Shostakovich 110 ára er tilefni tónleika þann 5.nóvember kl.14, sem Alexandra Chernishova stendur að, ásamt Nínu Margréti Grímsdóttur, Sigurði Halldórssyni og Hildigunni Halldórsdóttur. Hannesarholt tekur einnig þátt í Iceland Airwaves Off-venue að þessu […]

meira
sas-og-mandela

Kvöldstund með Sigríði Snævarr

1500

Kvöldstund með Sigríði Ásdísi Snævarr. Sigríður varð fyrst íslenskra kvenna til að vera skipuð sendiherra. Var það árið 1991 á miklum umbrotatímum. Hún hefur starfað víða um heim sem diplómat síðan 1978, hóf starfsferilinn í Sovétríkjunum og var síðast erlendis sem sendiherra í París. Hún er enn í utanríkisþjónustunni og vinnur með diplómötum framtíðarinnar.

badstofustemmning-2-002

Upplestur rithöfunda

Rithöfundar lesa úr bókum sínum
Sannkölluð jólastemmning verður sunnudaginn 11. desember í Hannesarholti en þá munu valinkunnir rithöfundar lesa úr verkum sínum. Tilvalið að mæta með ullarband og prjóna og hlusta á upplestur á Baðstofulofinu í Hannesarholti. Kaffihúsið verður að sjálfsögðu einnig opið.

thrainn

Jólahugvekja Þráins – Sungið saman

Jólahugvekja Þráins Í liðlega klukkustund ætlar Þráinn Árni Baldvinsson, tónlistarkennari og gítarleikari Skálmaldar, að stjórna jólahugvekju með söng, spili og sögum. Stemmningin verður afslöppuð og allir velkomnir að syngja með og taka þátt í að skapa einstaka jólastemmningu. Þráinn Árni starfar nú sem tónmenntakennari við Norðlingaskóla milli þess sem hann  ferðast um heiminn með hljómsveit. […]

fb-cover-skci

Ein nótt í desember

3000 - 5500

Serbneska menningarmiðstöðin á Íslandi kynnir tónlistar- og ljóðakvöld með einum vinsælasta leikara Serbíu, Ivan Bosiljcic. Menningarviðburður þar sem áhorfendur munu njóta og kynnast tónlist og ljóðum frá Serbíu og Balkanskaganum. Með Ivan Bosiljcic verður píanóleikarinn Aleksandar Miletic og gítarleikarinn Branki Stikovic.

14destonleikarskorin

Hádegistónleikar í Hannesarholti

2000

Andri Björn Róbertsson bassbaryton og Ruth Jenkins-Róbertsson sópran flytja ljóð og aríur ásamt Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara.

Fil 23-01-2016 23.41.43

Helgar brunch

Lau og Sun kl. 11-14.30

Brunch

Eggjahræra. Beikon. Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Gullostur með rauðlaukssultu.

Vegan brunch

Tofuhræra með sveppum, lauk og papriku. Veikon (eggaldin beikon). Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Vegan ostur með rauðlaukssultu.

 

Allskyns heimabakaðar dásemdir bornar fram til kl. 17