Tilkynningar

Matseðill Borðstofunnar í Hannesarholti dagana 21. apríl – 27. apríl

  Borðstofan í Hannesarholti er opin daglega kl. 11-18. Við bjóðum upp á ljúffenga sérrétti hvers dags. Á fastamatseðlinum finnur þú þá rétti sem hafa notið hylli hjá gestum okkar. Daglega eru einnig á boðstólum gómsætar kökur, tertur og vöfflur með ilmandi heitu kaffi og súkkulaði. ALLA DAGANA: Salat með léttreyktri andabringu með sultuðum rauðlauk, […]

meira

Fréttir

Tryggið ykkur miða í gönguferð með Guðjóni 27. apríl!

gönguf m gf

Ef að líkum lætur má búast við talsverðum fjölda þátttakenda í næstu gönguferð Guðjóns Friðrikssonar, en um 150 manns mættu í síðustu göngu og var þá gripið til þess ráðs að skipta hópnum í tvennt.  Alls verða gönguferðirnar fjórar og víst er að menn fara fróðari af fundi við Guðjón. Að þessu sinni mun hann […]

meira

Páskarnir nálgast.

Briet_Ganga1

Lífið er ljúft þessa dagana og ótal margt á seyði eins og svo oft áður. Bríetargangan s.l laugardag tókst með eindæmum vel. Frábær mæting og uppákoman öll ákaflega fróðleg og skemmtileg – bæði gangan sjálf undir styrkri stjórn Auðar Styrkársdóttur og einstaklega fróðleg erindi um þessa mætu konu, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur sem bjó um skeið á […]

meira

Allir út að ganga í góða veðrinu!

Krókusarnir eru farnir að gægjast upp úr moldinni í fallegu görðunum hér í kringum Hannnesarholt og fólk kemur æ léttklæddara til að  gæða sér á krásunum hjá honum Sveini í Borðstofunni. Næstkomandi laugardag ætlar hópur fólks að kynna sér ævi og störf hinnar stórmerku báráttukonu, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og fara í létta göngu um nágrenni Hannesarholts. […]

meira

Hönnunarmars í Hannesarholti

Hönnuní HH

Fjölbreytileikinn er allsráðandi í Hannesarholti á HönnunarMars, þar sem m.a. verða sýnd verk innblásin af goðsögunni um Medúsu. Íslenskir og sænskir hönnuðir standa að sýningunum, bæði í samstarfi, sjálfstætt og í samhjálp. Má þar nefna Medusa Design Projects, sem er samstarfsverkefni sænska hönnuðarins Petru Lilju og Víkur Prjónsdóttur, hönnunartvíeykið Whitehorse, sem Hanna Dís Whitehead og […]

meira

Hannesarholt tilnefnt til menningarverðlauna DV í flokknum arkitektúr

Hannesarholt

Arkitektar: ARGOS Landslagsarkitekt: Reynir Vilhjálmsson Hannesarholt við Grundarstíg 10 var opnað almenningi á árinu eftir gagngera endurnýjun. Húsið var byggt árið 1915 fyrir Hannes Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands, í kjölfar brunans mikla í Reykjavík. Húsið teiknaði Benedikt Jónasson verkfræðingur og þykir það um margt ólíkt öðrum húsum í Reykjavík þeirra tíma. Um er að ræða […]

meira
Guðjón með fullfermi

Gengið með Guðjóni Friðrikssyni um Þingholtin

2000

Önnur gönguferðin af fjórum sem fyrirhugaðar eru á vegum Hannesarholts með Guðjóni Friðrikssyni, sagnfræðingi stefnir á Skólavörðustíg og Skólavörðuholt. Ferðirnar byrja í Hannesarholti á Grundarstíg 10 kl. 11:00 og enda í Hljóðbergi við Skálholtsstíg, þar sem sýnd verður stutt heimildamynd um Hannes Hafstein og uppvaxtarár borgarinnar. Auk þess er boðið upp á skoðunarferð um húsið […]

Biribiribammbamm

TÓNAGULL heldur tónleika á BARNAMENNINGAR-HÁTÍÐ

Perlutónleikar Tónagulls fyrir 0-3 ára börn í fylgd með fullorðnum Tónagull heldur Perlutónleika á léttum nótum þar sem sungnar verða þekktar perlur og barnagælur. Tónleikagestum býðst að taka undir söng og taka þátt í flutningi með klappi og smáhljóðfærum. Lóunni verður fagnað, riðið heim til Hóla og fé rekið úr móunum svo eitthvað sé nefnt. Tónlistarkennarar […]

ÞórunnVald1

Leshringur – Stúlka með maga

1000

Lengi hefur verið áhugi fyrir því í Hannesarholti að efna til leshrings, þar sem fólk kemur saman til að ræða bók sem það hefur lesið. Nú stefnir í fyrsta leshringinn, og varð bókin Stúlka með maga eftir Þórunni Erlu-og Valdimarsdóttur fyrir valinu. Bókin kom út hjá Forlaginu á síðasta ári og hefur fengið verðskuldaða athygli. Höfundurinn, […]

Borðstofan, nýtt veitingahús á fyrstu hæð Hannesarholts, er opið alla daga vikunnar kl. 11:00 - 18:00. Stundum lengur vegna viðburða í Hannesarholti.

Kynnið ykkur Borðstofuna á facebooksíðu Borðstofunnar.

Borðstofan býður upp á ævintýraferð bragðlaukanna undir handleiðslu meistarakokksins Sveins Kjartanssonar, sem jafnframt er eigandi veitingahússins og vakir yfir gæðum réttanna sem bornir eru fram.

Borðstofan býður upp á gómsætan hádegisverð, freistandi létta rétti allan daginn og kaffi með dýrindis meðlæti.

Réttir dagsins eru á boðstólnum alla virka daga, eldaðir sérstaklega fyrir hvern og einn gest.

Úrval ljúffengra smá- og brauðrétta á boðstólnum, ásamt úrvali af heimalöguðu sætmeti, allan daginn, sjö daga vikunnar.

Borðstofan býður upp á veisluþjónustu, hvort heldur sem er innan veggja Hannesarholts eða utan.

Nánari upplýsingar á www.facebook.com/Borðstofan