Tilkynningar

Alltaf velkomin

Hannesarholt verður lokað á Hvítsunnudag og annan í Hvítasunnu, en er annars opið sjö daga vikunnar frá 11-17, nema annað sé tekið fram. Kaffi og dýrindis heimagert bakkelsi allan daginn, heitur matur í hádegi fram til 14.30, ómótstæðilegur brunch um helgar.  Léttur kvöldverður á undan kvöldviðburðum, borðapantanir í síma 511-1904. Gestum stendur til boða að […]

meira

Fréttir

Hvítasunnuhelgin

Við fréttum af því að flestir borgarbúar ætli útúr bænum um Hvítasunnuhelgina og þætti ómögulegt ef starfsfólkið okkar hefði ekki líka tækifæri til þess.

meira

Nýr matseðill

Í hugum og hjörtum okkar í Hannesarholti er komið sumar og því kynnum við nýjan sumar seðil sem verður á boðstólnum í hádeginu alla virka daga frá og með fimmtudeginum 14. maí.

meira

Sænskur kvennakór í heimsókn

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Laugardaginn 23.maí kemur þessi fríði hópur sænskra kórkvenna í heimsókn og syngur með íslenskum kórsystrum undir stjórn Margrétar Pálmadóttur sænsk og íslensk kvennakóralög á tónleikum sem hefjast kl.14. Miðasala a midi.is

meira

Æskuminningar af Grundarstíg

Miðvikudagskvöldið 6.maí lofar góðu í Hannesarholti. Auður Eir og Edda Andrésdóttir munu deila með gestum skemmtilegum sögum og minningum af æskusporum á Grundarstígnum, sem Auður deildi með Eddu þegar þær skrifuðu saman minningabók Auðar fyrir nokkru síðan. Veitingastofurnar opnar á undan kvöldstundinni eins og vant er og hægt að gæða sér á léttum kvöldverði. Borðapantanir […]

meira

Andlát: Páll Skúlason

Páll Skúlason prófessor og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands lést í Reykjavík 22.apríl síðastliðinn. Páll lagði drjúgan skerf að mótun hugmynda um framtíðarhlutverk og skipan Hannesarholts. Aðstandendur Hannesarholts deildu þeirri framtíðarsýn með honum að skapa mannvænna og réttlátara samfélag á Íslandi. Einkunnarorð Hannesarholts um „að efla jákvæða, gagnrýna hugsun í íslensku samfélagi, auka skilning á gildi […]

meira
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Tónleikar – „Með vor í hjarta“

1500

Kvennakóratónlist flutt af íslenskum og sænskum kórkonum undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Berglind Björk Jónasdóttir söngkona syngur með og Agnar Már Magnússon leikur á flygilinn. Tónleikarnir eru númer tvö í tónleikaröðinni Árstíðir með konum 2015 í samstarfi Hannesarholts og kóra Margrétar Pálmadóttur.

IMG_0897_©Karólína_Thorarensen

Hvítasunnuhelgin – lokað í Hannesarholti

Hannesarholt óskar velunnurum gleðilegrar Hvítasunnu og býður gesti velkomna eftir helgina. Opnum aftur þriðjudaginn 26.maí kl.11:00

IMG_0208

MATSEÐILL

SÚPA DAGSINS 

með heimabökuðu brauði.

SAMLOKA MEÐ HEITREYKTRI RÆKJU 

– egg, sultuð agúrka, salat, rauðlaukur, tómatur og dillsósa. kr. 1850

SAMLOKA MEÐ HRÁSKINKU 

– Tindur, mangó/chili-salsa salat, rauðlaukur og sultuð paprika. kr. 1850

GRÆNT SALAT EÐA PASTA SALAT

– rauðlaukur, grænar ólívur, tómatar, Tindur, ristuð graskersfræ og sólþurrkaðir tómatar.

val: heitreyktur lax, kjúklingur, hráskinka / ylliblóma-vinaigrette, hunangs/sinnepssósa, hvítlaukssósa, chilimajónes. kr. 1950