Tilkynningar

Haustdagskráin

Haustdagskráin okkar er komin út og við hlökkum mikið til menningarstarfsins í vetur sem býður uppá fjölbreytta viðburði og góða gesti.      

meira

Opið alla daga

Hannesarholt er opið alla virka daga frá kl. 8-17,  11-17 um helgar. Morgunverður frá kl.8, kaffi og dýrindis heimagert bakkelsi allan daginn, heitur matur í hádegi. Laugardaga og sunnudaga er boðið uppá ómótstæðilegan brunch.   Borðapantanir í síma 511-1904.  

meira

Fréttir

Fundaraðstaða

Fundir og vinnuaðstaða  Í Hannesarholti höfum við góða reynslu af að taka á móti fundahópum af öllum stærðum og gerðum. Við bjóðum uppá fyrirtaks aðstöðu í fallegu umhverfi og sjáum að sjálfsögðu einnig um allar veitingar fyrir fundagesti. Nánari upplýsingar um hin mismunandi fundaherbergi ásamt verði má finna hér eða á netfanginu hannesarholt@hannesarholt.is

meira

Það kemur í ljós – Becoming visible

karoliina

Í vikunni opnaði þessi sýning á baðstofuloftinu með myndverkum úr þæfðri ull eftir finnsku listakonuna Karoliinu Arvilommi.Karoliina er stödd hér á landi ásamt manni sínum Roderick Welch vegna blautþæfingarnámskeiðs sem haldið var á vegum Heimilisiðnaðarfélags Íslands um nýliðna helgi undir þeirra leiðsögn.Karoliina Arvilommi er þekkt textíllistakona í Finnlandi. Karoliina ólst upp á eyjunni Kuorsalo í Eystrasalti. Æskan hefur mótað hana sem listakonu en lífið á eyjunni frá rólegt og einfalt, ekkert rafmagn, ekkert rennandi vatn en náttúran, litirnir og birtan heillandi.

meira

„Tilviljun“ Ólafar Svövu út september

ÓlöfÞjórsárdalur

Sýningin á vatnslitamyndum Ólafar Svövu prýðir veggi veitingastofanna í Hannesarholti og mun hanga uppi til loka september. Sýningin hefur tekið smávægilegum breytingum, þar sem farfuglar hafa flogið af veggjunum og jafnvel til annarra landa. Nýjir koma í staðinn, þannig að enginn vandi er á höndum. Ólöf er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún er útskrifaður […]

meira

Vatnslitir, bréffuglar og sagan í hnotskurn.

Origamifuglábók

Menningarnótt fór vel fram í Hannesarholti og enn má sjá bréfdúfur og hrafna í öllum regnbogans litum flögra um húsið, eftir að félagar í Origami Ísland deildu með gestum snilli sinni í bréfbroti. Vatnslitamyndir Ólafar Svövu prýða veggi veitingastofanna og gleðja augað jafnt sem andann. Sýningin mun hanga uppi út september, þannig að þið sem […]

meira

Myndlistarsýning, þjóðlög og bréfbrot á menningarnótt í Hannesarholti

Ólöfúti

Það verður líflegt í Hannesarholti á menningarnótt.  Bréfbrjótar úr Origami-Ísland verða með pappírsbrot í ýmsum vistarverum Hannesarholts frá kl.13-16.30 og bjóða gestum að taka þátt. Kl. 17 spilar Hrafnar þjóðlagasveit nokkur lög í tilefni af opnun á sýningunni „Tilviljun,“ þar sem Ólöf Svava Guðmundsdóttir sýnir vatnslitaverk sem hún hefur unnið á síðustu tveimur árum. Allir […]

meira
Iastsolar_minnkuð

Ljóðasöngur í Hannesarholti

2500

Tónleikaröð í samstarfi við Gerrit Schuil píanóleikara, sem fær til liðs við sig einvalalið söngvara. Þetta verða fyrstu tónleikar vetrarins. Hallveig Rúnarsdóttir syngur og Gerrit Schuil spilar með á flygilinn. Á efnisskránni verða verk eftir Debussy og Ravel. Claude Debussy: Fetes Galantes 1 En sourdine Fantoches Claire de Lune Maurice Ravel: Cinq melodies populaires Grecques […]

Formæður 001-klippt fyrir fés

Til fundar við formæður

Sagnakonurnar Sigurbjörg Karlsdóttir og Sigurborg Kr. Hannesdóttir, segja sögur af formæðrum. Sigurbjörg segir sögur af ömmu sinni og langömmu, sögur af baráttu kvenna sem sigruðust á efiðleikum með kjarki, dugnaði elju og vinnusemi. Sigurborg segir m.a. frá móðurömmu sinni, verkakonu og einstæðri móður sem átti sér draum sem rættist að henni látinni. Inn í sögustundina flétta þær […]

Heimspekispjall

Siðferði og ábyrgð í stjórnmálum

eddi okt. ´12 nr. 5

Gyrðisvaka

2500

Sigurður Skúlason leikari flytur dagskrá í Hannesarholti sem hann nefnir Gyrðisvöku, en hana hefur Sigurður unnið upp úr höfundarverki Gyrðis Elíassonar, rithöfundar. Þar mun Sigurður bregða upp nokkrum dæmum úr fjölbreytilegri og margslunginni skáldskaparlist Gyrðis – úr ljóðum hans, smásögum, smáprósa, skáldsögum og þýðingum. Gyrðir Elíasson á að baki óvenju farsælan feril sem rithöfundur, hann hefur sterkan persónulegan […]

Rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða

Guðjón Ragnar Jónasson: Hommarnir og helförin. Mennirnir með bleika þríhyrninginn segir sögu ungs, samkynhneigðs manns í fangabúðum nasista og er frægust þeirra ævisagna sem lýsa hlutskipti homma í Þriðja ríki Hitlers. Maðurinn að baki sögunni hét Josef Kohout. Árið 1939 var hann handtekinn, ákærður fyrir „alvarlegan saurlifnað“ og dæmdur til þrælkunar, einn af þúsundum samkynhneigðra karla sem báru bleikan þríhyrning í fangabúðum nasista. Þar þraukaði hann skelfilega vist í […]

IMG_0208

MORGUNMATUR

Virka daga 8.00 – 11.00

Smoothie með berjum kr. 850

Ávaxtadiskur  kr. 990

Nýbakað smjördeigshorn kr. 590

Nýbakað smjördeigshorn með osti og marmelaði kr. 790

Nýbakað rúnnstykki með smjöri kr. 550

Nýbakað rúnnstykki með smjöri, osti og marmelaði kr. 750

HÁDEGISMATUR

Virka daga  11.00 – 14.30

 

Plokkfiskur  með íslensku rúgbrauði og smjöri kr. 1.950

Súpa dagsins

Réttur dagsins

Grænmetisréttur dagsins

Léttir réttir og allskyns heimabakaðar dásemdir bornar fram alla daga frá kl. 11-1