Tilkynningar

Lokað uppstigningadag – closed Ascension Day

meira

Opnunartími og þjónusta

Opið virka daga frá kl. 8 til 17. Veitingastofur eru opnar og í boði er morgunverður, hádegisverður og kökur. Hægt er að leigja fundarherbergi fyrir stóra sem smáa fundi, fyrirlestra, tónleika, móttökur og veislur. Um helgar opið frá kl. 11 til 17.  Fyrir menningarviðburði er í boði léttur kvöldverður en bóka þarf borð fyrirfram.

meira

Fréttir

Litur: grænn – Myndlistarsýning

Grænn

Samsýning Hörpu Másdóttur og Hrafnhildar Gunnarsdóttur á ljósmyndum teknum 2016 á Íslandi og í Arizona. Sjónrænt samtal gefur þessum ólíku aðstæðum eigið tungumál þar sem litir, áferð og andstæður renna saman og segja sína eigin sögu. Samhliða ljósmyndunum sýnir Harpa verk sem hún vinnur með blandaðri tækni. Verkin eru unnin á viðarplötur og eru spunnin […]

meira

Síðustu dagar Myndlistarsýningar Hlyns Helgasonar – 12 rendur

Hlynur.Helgason.portrait.2015.1200x900 (1)

Nú stendur yfir í veitingastofunum myndlistarsýning Hlyns Helgasonar myndlistarmanns og listfræðings. Hlynur er fæddur 1961. Hann lauk prófi frá málaradeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands ári 1986, hlaut kennsluréttindi frá Háskóla Íslands árið 1991, lauk MA gráðu í myndlist frá Goldsmith’s College í London árið 1994 og doktorsprófi í heimspeki listmiðlunar frá European Graduate School í Sviss […]

meira

Barnamenningarhátíð í Hannesarholti helgina 29.-30.apríl

Sköpun er í algleymingi í húsi skáldsins á barnamenningarhátíð nú um helgina 29.-30. apríl. Hannesarholt býður uppá tvenna viðburði á barnamenningarhátíð, kennslu í rappi á laugardag kl.14, þar sem Kolbeinn Sveinsson og Daníel Óskar Jóhannesson smita áhorfendur af takti, rými og skapandi meðförum á texta. Á sunnudag kl.14 leiðir Þórdís Lilja Samsonardóttir spunaferð sem byggir […]

meira

12 rendur – myndlistarsýning Hlyns Helgasonar

Hlynur.Helgason.portrait.2015.1200x900 (1)

Nú stendur yfir í veitingastofunum myndlistarsýning Hlyns Helgasonar myndlistarmanns og listfræðings. Hlynur er fæddur 1961. Hann lauk prófi frá málaradeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands ári 1986, hlaut kennsluréttindi frá Háskóla Íslands árið 1991, lauk MA gráðu í myndlist frá Goldsmith’s College í London árið 1994 og doktorsprófi í heimspeki listmiðlunar frá European Graduate School í Sviss […]

meira

Postulín og silfur

Postulínsfabrikkan

Tvær sýninganna á Hönnunarmars munu standa áfram næstu daga, á fyrstu hæð og baðstofulofti Hannesarholts. Hansína Jensdóttir með silfursmíði á 1.hæð http://honnunarmars.is/work/hrafntinna-brot-ur-natturu/, sem stendur fram að páskum og People from the Porcelain Factory, undir forystu Ewu Klowanski frá Póllandi með postulíns matar-og kaffistell: http://honnunarmars.is/work/folkid-fra-postulinsverksmidjunni/ á baðstofuloftinu framyfir helgi. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

meira
Chillinpic

„Soul’d Out“ is back – Harold Burr

„Soul´d Out“ tónleikar Harold E Burr í vetur er ógleymanlegir öllum sem þá sóttu og óhætt að segja að Harold hafi slegið í gegn. Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn. Harold og félagar hafa að auki bætt nokkrum hjartaskerandi sálartónum í dagskrána. Harold hefur búið á Íslandi undanfarin ár, en var á […]

lyra-banner1

Lýra norðursins og saga Auðar djúpúðgu

3000

Norska þjóðlagasveitin Lyra fra nord flytur eigið efni í tali og tónum um Auði djúpúðgu og langferð hennar til Íslands. Auk söngs og frásagnar er leikið á tvær lýrur sem byggðar eru á ævafornum fyrirmyndum. Tónlistin leitast við að dýpka skilning á víkingatímanum í gegnum ljóð og lag.

Huldaog Matthias

Héðan og þaðan – píanó og fiðla

3000

Mathias Halvorsen píanóleikari og Hulda Jónsdóttir fiðluleikari halda tónleika í Hannesarholti 3. júní 2017 kl. 17. Á efnisskránni verða verk úr ýmsum áttum og stefnum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið samin á seinni hluta 20. aldarinnar. Þau munu m.a. flytja verk eftir John Adams, Miklós Rózsa og Dimitri Shostakovich. Mathias er frá Noregi, […]

Blyde Lasses

Blyde Lasses frá Hjaltlandseyjum

3000

Tónleikar með gleðiþyt frá Hjaltlandseyjum í boði Claire White og Frances Wilkins, sem hafa heillað hlustendur víða um heim, síðan þær hófu að leika saman á fiðlu og „concertinu“ árið 2006. Tónlistarhefð Hjaltlandseyja nýtur sín vel í flutningi Blyde Lasses, sem og sagnahefðin. Tvíeykið hefur farið víða á tónleikaferðum sínum, m.a. um Bretland, Írland, Nýja […]

Fil 23-01-2016 23.41.43

Helgar brunch

Lau og Sun kl. 11-14.30

Brunch

Eggjahræra. Beikon. Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Gullostur með rauðlaukssultu.

Vegan brunch

Tofuhræra með sveppum, lauk og papriku. Veikon (eggaldin beikon). Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Vegan ostur með rauðlaukssultu.

 

Allskyns heimabakaðar dásemdir bornar fram til kl. 17