Tilkynningar

Opið alla daga

Hannesarholt er opið alla daga, virka daga frá 8-17 og um helgar frá 11-17. Fyrir kvöldviðburði er boðið uppá léttan kvöldverð, sem panta þarf fyrirfram. Netfang Hannesarholts er hannesarholt@hannesarholt.is og símanúmerið er að sjálfsögðu 511-1904.

meira

Fréttir

Tónvissum farfuglum boðið að halda tónleika

Ljósmynd: AlicePopkorn

Tónlistarnemum í útlöndum er boðið að halda tónleika í Hannesarholti endurgjaldslaust í jólaleyfinu. Afrakstur sölu aðgöngumiða rennur alfarið í vasa tónleikahaldara og gæti þannig hjálpað til með að standa straum af flugfargjaldinu til Íslands. Áhugasamt ungt tónlistarfólk í námi erlendis er hvatt til að senda umsókn á netfangið hannesarholt@hannesarholt.is merkt Tónleikar farfugla. Umsóknarfrestur er til 10.október.

meira

Haustdagskrá Hannesarholts 2016

hannesarholt-haust2016-jpg-net meira

Augnablikið – Ljósmyndir Þórunnar Elísabetar

Tótablóm

TÓTA – Þórunn Elísabet fangar augnablikið á ljósmynd á sinn einstaka hátt. Ljósmyndasýning hennar í veitingastofum Hannesarholts mun standa til 14.október. Þórunn hefur starfað innan leikhússins í þrjátíu ár og getið sér gott orð fyrir búningahönnun og sviðsmyndir. Þórunni Elísabetu voru veitt Grímuverðlaunin 2003 og 2007 fyrir búninga. Meðfram fjölbreyttu og krefjandi starfi í leikhúsunum […]

meira

Menningarnótt í Hannesarholti

Origamiljós

Opið frá 11-22 í Hannesarholti á Menningarnótt. Sýnikennsla í bréfbroti á vegum félagsins Origami Ísland frá 13-15, Þórunn Elísabet opnar ljósmyndasýninguna Augnablik kl.16. Veitingasala til kl.22.

meira

Arngunnur í Hannesarholti – síðasta sýningarvika

ArngýríFréttablaðinu

Arngunnur Ýr listmálari hefur gefið stofum Hannesarholts líflegt yfirbragð í sumar. Dramalandið, sýning hennar á 29 ólíumálverkum og myndum unnum í einþrykk stendur til 18.ágúst.  Fréttablaðið birti við hana skemmtilegt viðtal 22.júlí sl. Það má lesa hér: http://vefblod.visir.is/index.php?s=10182&p=217254

meira
oneginljosmynd-png

Rússnesk óperuveisla

5900

Íslenska óperan og Hannesarholt bjóða uppá léttan kvöldverð og kynningu á óperunni Evegeny Onegin, sem frumflutt verður í Hörpu 22.október.

valgerdurasteini

Þórunn hyrna og Auður djúpúðga – einleikur og spjall

2000

Valgerður H. Bjarnadóttir fer hér í hlutverk Þórunnar hyrnu, landnámskonu í Eyjafirði, sem segir sögu sína og systur sinnar. Sagan geymir nokkur minni um Auði, líf hennar, uppruna og dauða, en við vitum minna um systur hennar Þórunni. Þeir Íslendingar sem eiga rætur í þessu landi geta þó flestir ef ekki allir rakið ættir sínar […]

Heilsuspjall: Tölvur og kynlíf

1500

Hvað verður um ástina á tölvuöld? Óttar Guðmundsson veltir upp ýmsum spurningum um áhrif tölvuvæðingar á líf okkar, á samskipti kynjanna og kynlíf, samskipti á heimili og hvort tölvan ýtir undir meiri nánd eða einangrun.

thorunn-jarla

Bókmenntaspjall: Þórunn Jarla Valdimarsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir

1.500

Soffía Auður Birgisdóttir og Þórunn Jarla Valdimarsdóttir fara yfir rithöfundarferil Þórunnar, sem nýlega fagnaði þrjátíu ára skáldaafmæli. Á þeim árum hefur hún gefið út 22 bækur.

unnur sara high res 2 (1)

Syngjum saman

1000

Unnur Sara Eldjárn og Hlynur Þór Agnarsson stjórna klukkustundarlangri söngstund fyrir almenning þar sem textar birtast á tjaldi og allir syngja með. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Bæði útskrifuðust þau úr Tónlistarskóla FÍH árið 2015, Unnur Sara sem söngkona og Hlynur Þór sem píanóleikari. Hannesarholt vill styðja við söngarf þjóðarinnar og stendur þess […]

Fil 23-01-2016 23.41.43

Helgar brunch

Lau og Sun kl. 11-14.30

Brunch

Eggjahræra. Beikon. Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Gullostur með rauðlaukssultu.

Vegan brunch

Tofuhræra með sveppum, lauk og papriku. Veikon (eggaldin beikon). Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Vegan ostur með rauðlaukssultu.

 

Allskyns heimabakaðar dásemdir bornar fram til kl. 17