Tilkynningar

Opnunartími og þjónusta

Veitingahúsið er opið alla daga frá kl. 11.30 til 17, nema fimmtudaga er opið fram á kvöld til kl.22.  Hægt er að leigja fundarherbergi fyrir stóra sem smáa fundi frá kl.08-23, fyrirlestra, tónleika, móttökur og veislur.  Fyrir menningarviðburði er gjarnan í boði léttur kvöldverður en bóka þarf borð fyrirfram.

meira

Hádegisseðill Hannesarholts

Hádegisseðill / lunch menu Borinn fram milli kl. 11:30 og 14:00 alla virka daga Served between 11:30 and 14.00 Monday to Friday Steiktur og ofnbakaður þorskhnakki með sinnepsrjómasósu, blönduðum kartöflum og fersku salati Oven-baked cod, with creamy mustard sauce  mixed potatoes and fresh salad 2.450,- * ‘Stormur’ Vegan hamborgari hússins með salati, papriku, vegan osti, sólþurrkuðu tómat-veganmæjónesi og […]

meira

Fréttir

Víkingur Heiðar Ólafsson styrkir Hannesarholt

Vhoígulu

Víkingur Heiðar Ólafsson heldur styrktartónleika fyrir Hannesarholt í Hljóðbergi miðvikudaginn 10.janúar kl.20. Á efnisskránni verða verk eftir Bach og Glass, sem hljóðrituð verða fyrir Deutsche Grammophon síðar í janúar. Víkingur gefur Hannesarholti vinnu sína og vill með því stuðla að því að Hannesarholt lifi áfram. Sjálfseignastofnunin hefur starfað í tæp fimm ár með dyggum stuðningi […]

meira

Fyrsta fimmtudagsopnun ársins 11. janúar

Frá síðasta sumri höfum við haft opið öll fimmtudagskvöld til kl.22. Happy hour frá 17-19, lifandi tónlist frá 18.30-20 með Pálmar Ólason á píanóninu í veitingastofunum þar sem fram er borinn einfaldur kvöldverður. Við tökum okkur frí fyrsta fimmtudag ársins, þann 4.janúar. Fyrsta fimmtudagskvöldið sem við höfum opið til kl.22 er 11.janúar. Það kvöld verður […]

meira

Mozartmaraþon – 5 tónleika afsláttarkort

mozartmaraþon

Afsláttarkort á Mozartmaraþon Guðnýjar Guðmundsdóttur í Hannesarholti eru komin í sölu

meira

Snorri Þórðarson sýnir og gefur

Snorri_Sýning_A4_01

Snorri Þórðarson myndlistarmaður, f.1988, heldur sína fyrstu einkasýningu í Hannesarholti í desember-janúar 2017-18. Myndirnar eru málaðar í olíu á striga og er myndefnið vísun í spor mannsins í náttúrunni þar sem mannvirki stinga í stúf við náttúrulegt umhverfi. Snorri hefur ákveðið að ánafna Hannesarholti helmingi af andvirði seldra mynda á sýningunni. Veggspjald af einu verkanna […]

meira

Jólaplatti Hannesarholts

Jólaplatti Hannesarholts er tilbúinn fyrir gesti og bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin í heimsókn á Grundarstíg 10 í veislu fyrir öll skynfæri. Þetta árið er fiskurinn í öndvegi á jólaplattanum, en á disknum m.a. finna skötusel í krydd-deigi, reyktan silung á heimagerðum blinis ásamt ýmsum öðrum kræsingum. Einnig er í boði veganplatti á sama verði, 3900 kr. […]

meira
event-photo

Björk Níelsdóttir og Kaja Draskler frumflytja ný verk í Hannesarholti

2000

::: Björk Níelsdóttir og Kaja Draskler frumflytja ný verk í Hannesarholti ::: Fimmtudagskvöldið 25. janúar munu tónskáldin og tónlistarkonurnar Björk Níelsdóttir og Kaja Draskler halda tónleika Hannesarholti. Á tónleikunum munu Björk og Kaja leiða áheyrendur á tónlistarlegt ferðalag þar sem landamæri klassískrar tónlistar, djass og spuna verða könnuð í frumflutningi á nýjum tónverkum eftir þær […]

minnkad

Mozartmaraþon

3000

Guðný Guðmundsdóttir heldur upp á sjötugsafmælið sitt með sinni eigin tónleikaröð árið 2018 þar sem hún mun flytja öll verk Mozarts fyrir píanó og fiðlu. Tónleikarnir verða samtals tíu talsins og munu hinir ýmsu píanóleikarar ganga til liðs við Guðnýju, en þær Guðný og Jane hefja leikinn þann 28. janúar. Tónleikarnir fara fram á síðasta […]

Fil 23-01-2016 23.41.43

Helgar brunch

Lau og Sun kl. 11-14.30

Brunch

Eggjahræra. Beikon. Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Gullostur með rauðlaukssultu.

Vegan brunch

Tofuhræra með sveppum, lauk og papriku. Veikon (eggaldin beikon). Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Vegan ostur með rauðlaukssultu.

 

Allskyns heimabakaðar dásemdir bornar fram til kl. 17