Tilkynningar

Opið alla daga

Hannesarholt er opið alla daga, virka daga frá 8-17 og um helgar frá 11-17. Fyrir kvöldviðburði er boðið uppá léttan kvöldverð, sem panta þarf fyrirfram. Netfang Hannesarholts er hannesarholt@hannesarholt.is og símanúmerið er að sjálfsögðu 511-1904.

meira

Fréttir

Tónleikatilboð úr eldhúsi- smáréttir og súpa

Menningarplatti Hannesarholts, úrval smárétta, er í boði fyrir tónleika Dúettsins 23/8 í kvöld á kr. 2.900 og fyrir Sumardjassinn á fimmtudag 25. ágúst verður boðið upp á sjerrí- og rjómalagaða villisveppasúpu með heimabökuðu brauði á kr. 1.900. Húsið opnar kl. 18:30 og tónleikar hefjast kl. 20:00. Athugið að panta þarf kvöldverð í síðasta lagi samdægurs í […]

meira

Augnablikið – Ljósmyndir Þórunnar Elísabetar

Tótablóm

TÓTA – Þórunn Elísabet fangar augnablikið á ljósmynd á sinn einstaka hátt. Ljósmyndasýning hennar í veitingastofum Hannesarholts mun standa til 23.september. Þórunn hefur starfað innan leikhússins í þrjátíu ár og getið sér gott orð fyrir búningahönnun og sviðsmyndir. Þórunni Elísabetu voru veitt Grímuverðlaunin 2003 og 2007 fyrir búninga. Meðfram fjölbreyttu og krefjandi starfi í leikhúsunum […]

meira

Menningarnótt í Hannesarholti

Origamiljós

Opið frá 11-22 í Hannesarholti á Menningarnótt. Sýnikennsla í bréfbroti á vegum félagsins Origami Ísland frá 13-15, Þórunn Elísabet opnar ljósmyndasýninguna Augnablik kl.16. Veitingasala til kl.22.

meira

Arngunnur í Hannesarholti – síðasta sýningarvika

ArngýríFréttablaðinu

Arngunnur Ýr listmálari hefur gefið stofum Hannesarholts líflegt yfirbragð í sumar. Dramalandið, sýning hennar á 29 ólíumálverkum og myndum unnum í einþrykk stendur til 18.ágúst.  Fréttablaðið birti við hana skemmtilegt viðtal 22.júlí sl. Það má lesa hér: http://vefblod.visir.is/index.php?s=10182&p=217254

meira

„Jafnflott hinsegin!“

Hinseginteppi

Ýmislegt gerist í Hannesarholti sem er erfitt að skýra. Fyrir þremur árum færði húsið okkur þessa lexíu, sem við rifjum alltaf upp á hinsegin dögum. „Jafnflott hinsegin“ eru skilaboðin sem húsið gaf og við skilum áfram út til ykkar hinna í samfélaginu. Sófateppið, saumað af Stefaníu Gísladóttur 1955, og hangir í arinstofunni í Hannesarholti yfir […]

meira
fjórhent

Tónleikar – fjórhentar bókmenntir

2000

Þóra Kristín Gunnarsdóttir og Anda Kryeziu flytja perlur úr heimi
fjórhentra bókmennta. Á efnisskránni eru verk eftir Franz Scubert,
Claude Debussy og Maurice Ravel.

AnnaMálfríður

Undrabörn og tónskáld – Mozart og Liszt

2500

Anna Málfríður Sigurðardóttir píanóleikari heldur tónleika og fyrirlestur um tónskáldin og undrabörnin Mozart og Liszt.

sungið saman

Syngjum saman

1000

Tónlistarhjónin Þóra Marteinsdóttir og Gunnar Ben stjórna klukkustundarlangri söngstund fyrir almenning, þar sem textar birtast á tjaldi og allir syngja með. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum.

jamie-0881bwhi

Jamie Laval – Keltneskt kvöld

2900

Bandaríski fiðluleikarinn Jamie Laval snýr aftur til Íslands. Snilldar taktar hans í Keltneskri sveitatónlist hafa borið hróður hans víða og líflegur flutningur á keltneskum þjóðsögum. Nemendaafsláttur 1500 IKR

unnur sara high res 2 (1)

Syngjum saman

1000

Unnur Sara Eldjárn og Hlynur Þór Agnarsson stjórna klukkustundarlangri söngstund fyrir almenning þar sem textar birtast á tjaldi og allir syngja með. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Hannesarholt vill styðja við söngarf þjóðarinnar og stendur þess vegna fyrir samsöng að jafnaði einu sinni í mánuði.

Fil 23-01-2016 23.41.43

Helgar brunch

Lau og Sun kl. 11-14.30

Brunch

Eggjahræra. Beikon. Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Gullostur með rauðlaukssultu.

Vegan brunch

Tofuhræra með sveppum, lauk og papriku. Veikon (eggaldin beikon). Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Vegan ostur með rauðlaukssultu.

 

Allskyns heimabakaðar dásemdir bornar fram til kl. 17