Tilkynningar

Frí á uppstigningardag

Hannesarholt gefur starfsfólki sínu frí á uppstigningardag, en opnar kl.8 að morgni föstudags.

meira

Opið alla daga

Hannesarholt er opið alla daga, virka daga frá 8-17 og um helgar frá 11-17. Fyrir kvöldviðburði er boðið uppá léttan kvöldverð, sem panta þarf fyrirfram. Netfang Hannesarholts er hannesarholt@hannesarholt.is og símanúmerið er að sjálfsögðu 511-1904.

meira

Fréttir

Tónlistin bætir, hressir, kætir og gefur frískt útlit

NannaHlíf

Hvað er meira mannbætandi en að njóta góðrar tónlistar og taka þátt í að skapa tónlist? í Hannesarholti gefst hvort tveggja þessa vikuna. Laugardagskvöldið 30.apríl tekur jazzinn völdin og frábærir tónlistarmenn gæla við andann, Óskar, Eyþór og hinn Brasilíski Ife. Sunnudaginn 1.maí kl.15 býðst gestum að taka undir í fjöldasöng, með gleðigjöfunum Nönnu Hlíf og […]

meira

Barnamenningarhátíð – söngur og sögur

Hannes12ára

Hannesarholt fær góða gesti á Barnamenningarhátíð sem syngja með börnum og segja sögur. Gréta Salóme syngur með gestum kl.15 á sumardaginn fyrsta og Ólöfu Sverrisdóttir segir sögur af Sólu Grýludóttur kl.16. Þær endurtaka leikinn sunnudaginn 24.apríl. Laugardaginn 23.apríl mætir Áslaug Jónsdóttir kl.14 og 16 með skrýmslabækurnar sínar. Allir velkomnir, frítt inn í boði Barnamenningarhátíðar.

meira

Barnamenningarhátíð og lífsleikur með píanóinu

IMG_1050_©Karólína_Thorarensen

Hannearholt tekur virkan þátt í Barnamenningarhátíð og það á vel við að vikan hefjist á kvöldstund með manni sem hefur kennt ófáum börnum að spila á píanó í gegnum árin. Halldór Haraldsson og Jónas Sen ræða lífið og listina í Hljóðbergi, en Jónas var meðal þeirra barna sem Halldór kenndi á píanó. Síðar í vikunni […]

meira

Síðdegistónar og portrett í Hannesarholti laugardaginn. 16. apríl kl. 16

Kristín Þorkels  við vinnu

Það er gleðilegt að skýra frá því að í tilefni af tónleikum Diddúar og Önnu Guðnýjar „Á vængjum söngsins,“ hefur verið sett upp sýning á portrettmyndum af Diddú í Hljóðbergi, sem listakonan Kristín Þorkelsdóttir hefur gert nýlega. Kristín á að baki langan og farsælan feril sem listakona og grafískur hönnuður og á meðal annars heiðurinn […]

meira

Hystería, tónlistartaugin, tónlistarsíðdegi og bókakaffi

PortrettDiddú

Heilsuspjall er á döfinni þriðjudagskvöldið 12.apríl og ræða Þóra Andrésdóttir og Finnbogi Jakobsson um Hysteríu. Helga Þórarins þenur tónlistartaugina með gestum miðvikudagskvöldið 13.apríl. Diddú og Anna Guðný beita töfrum sínum á gesti í notalegu tónlistarsíðdegi laugardaginn 16.apríl. Kristín Þorkelsdóttir listakona sýnir portrettmyndir af Diddú sem hún hefur unnið nýlega. Ingibjörg Hjartardóttir segir frá skáldsögum sínum […]

meira
GuðmundurAndri

Bókakaffi – Guðmundur Andri Thorsson

Guðmundur Andri Thorsson segir frá bókinni um Thor, OG SVO TJÖLLUM VIÐ OKKUR Í RALLIÐ, í óformlegu spjalli í veitingastofum Hannesarholts.

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur áttræður

Kvöldstund með Árna Björnssyni

1000

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur tekur fyrir ýmsar algengar túristaklisjur eins og álfa, víkinga og ritun fornsagna í erindi sem hann nefnir ‘Missagnir um Ísland.’ Veitingastofurnar eru opnar frá kl.18.30 og hægt er að fá léttan kvöldverð á undan kvöldstundinni. Borðapantanir í síma 511-1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is

Tónleikar

Jana María Guðmundsdóttir syngur klassísk ljóð og aríur, meðal annars úr ítölsku ljóðabókinni eftir Wolf, Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson og frönsk ljóð eftir Reynaldo Hahn og Debussy. Aladár Racz leikur með á píanó.

Fil 23-01-2016 23.41.43

Helgar brunch

Lau og Sun kl. 11-14.30

Brunch

Eggjahræra. Beikon. Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Gullostur með rauðlaukssultu.

Vegan brunch

Tofuhræra með sveppum, lauk og papriku. Veikon (eggaldin beikon). Rauðrófuhummus með valhnetum. Bakað rótargrænmeti. Bláberjaklattar með sírópi. Ávextir. Smoothie. Vegan ostur með rauðlaukssultu.

 

Allskyns heimabakaðar dásemdir bornar fram til kl. 17