Tilkynningar

Alltaf velkomin eftir verslunarmannahelgi

Hannesarholt tekur sumarfrí frá og með miðvikudeginum 29.júlí og opnar aftur um hádegi þriðjudaginn 4.júlí. Þess utan er opið alla virka daga frá kl. 8-17,  11-17 um helgar. Morgunverður frá kl.8, kaffi og dýrindis heimagert bakkelsi allan daginn, heitur matur í hádegi. Laugardaga og sunnudaga er boðið uppá ómótstæðilegan brunch.   Borðapantanir í síma 511-1904. […]

meira

Fréttir

Songs of Innocence and Experience

FullSizeRender

Þegar Hannesarholt opnar aftur eftir sumarfrí 4.ágúst gerum við klárt fyrir tónleika góðra gesta sem verða fimmtudagskvöldið 6.ágúst. Hjónin Rósa Kristín Baldursdóttir og Peter Arnesen bjóða heppnum gestum uppá dásemdir tónlistar og heimsbókmennta.  Saman flytja þau tónlist Peters við ljóð Williams Blake úr ljóðabókunum „Songs of Innocence“ and „Songs of Experience“  Hannesarholt tekur með gleði […]

meira

Íslensk tónlistarsaga fyrir ferðamenn

Júlíana og Halldóra

Júlíana Rán Indriðadóttir, píanóleikari og skólastjóri Tónskóla Sigursveins, stendur fyrir tónleikum fyrir ferðamenn í Hannesarholti á næstunni, þar sem hún fær til liðs við sig söngkonurnar Halldóru Eyjólfsdóttur og Gerði Bolladóttur, til að flytja í tali og tónum valin brot úr íslenskri tónlistarsögu. Bæði er boðið uppá ensku og þýsku. Sjá nánar: http://midi.is/tonleikar/1/9069/Juliana_Run_Indridadottir  

meira

Hátíðadagskrá á Arnarhóli sunnudagskvöld 28. júní kl. 19.40 í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti, fyrst kvenna

Vigdís-11a

Það er auðvelt að halda því fram að enginn núlifandi íslendingur hafi haft jafnmikil áhrif á landa sína og jafnvel umheiminn eins og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands. Henni verður seint fullþakkað fyrir að hún skyldi svara kallinu og taka áskoruninni um að bjóða sig fram til forseta árið 1980. Hannesarhyltingar fjölmenna að sjálfsögðu á […]

meira

Afmæli Lýðveldis og kosningaréttar kvenna

Rósir og glampi handa Hannesi

Þessa vikuna fagna landsmenn bæði afmæli lýðveldisins og 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Í Hannesarholti minnumst við vinanna Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og Hannesar Hafstein, sem voru samstíga í baráttunni fyrir bættum réttindum kvenna. Bríet gaf Hannesi rauðar rósir í þakklætisskyni fyrir hans hlut í þeirri baráttu og þess vegna bjóðum við rauðum rósum að auka á […]

meira

Kórperlur og söngleikir sumarsins

Margret

Komandi helgi er sannkölluð tónlistarhelgi í Hannesarholti. Laugardaginn 13.júní stjórnar Margrét S.Stefánsdóttir kórstjóri Sönghópnum Veirunum sem sameina krafta sína með Eyþóri Árnasyni skáldi, með kórperlum og ljóðum. Sunnudaginn 14.júní eru það  Margrét Eir og Sigga Eyrún með uppáhalds lög úr sumarsöngleikjum. Það þarf engum að leiðast í Hannesarholti þessa dagana.

meira
ENSEMBLE ÚNGÚT

Rósa Kristín Baldursdottir (vocals), Peter Arnesen (piano), Bene Halus (kontrabass)

Bild: SN/Heinz Bayer

Duo Arnesen og William Blake

2500

Rósa Kristín Baldursdóttir syngur söngva Peters Arnesen við ljóð Williams Blake, úr ljóðabókunum „Söngvar sakleysisins“ og „Ljóð lífsreynslunnar.“ Tónlistin á rætur í dægurlagatónlist, hryntónlist, blús, rokki og jass. Skáldið, málarinn og hugsuðurinn William Blake (1757-1827) var gagnrýninn á samfélagið og leitaðist við að ota anda, innsæi og frjóum huga gegn rökhyggju og efnishyggju samtíma síns. […]

rosenathanpromo

24 prelúdíur með Nathan og Rose

„24 Prelúdíur“ er nýtt verk eftir Nathan Hall í samvinnu við píanóleikarann Rose Lachman. Verkið samanstendur af 24 stuttum þáttum, 12 fyrir mánuði ársins frá miðaldabókum um klukkustundir og bænir og 12 þætti úr stjörnumerkjunum. Verkið byrjar á verki þess mánaðar sem það er flutt, og rekur árið frá þeim tíma. Einnig verða flutt píanóverkin […]

IMG_0208

MORGUNMATUR

Virka daga 8.00 – 11.00

Skyr með heimalöguðu múslí kr. 650

Ávaxtadiskur lítill/stór kr. 750/1.250

Smoothie með berjum kr. 750

Smjördeigshorn kr. 550

Smjördeigshorn með osti og marmelaði kr. 750

Smjördeigshorn með osti, marmelaði og hráskinku kr. 850

HÁDEGISMATUR

Virka daga  11.00 – 14.30

Grænmetissúpa dagsins með heimabökuðu brauði kr. 1.450

Sjávarréttarsúpa með heimabökuðu brauði kr. 1.850

Sumarsalat með fersku grænmeti, fræjum og osti kr. 1.550

– með kjúkling kr. 1.950

Plokkfiskur  með íslensku rúgbrauði og smjöri kr. 1.950

Léttir réttir og allskyns heimabakaðar dásemdir bornar fram alla daga frá kl. 11-17