Tilkynningar

Opnunartímar

Hannesarholt er nú opið alla daga vikunnar frá kl. 11-17. Frekari opnunartímar auglýstir sérstaklega.

meira

Fréttir

Góðir gestir!

IMG_2022

Við fengum aldeilis flottan hóp í heimsókn til okkar í síðustu viku. Þetta voru eldri borgarar frá Seltjarnarnesi sem kunna svo sannarlega að njóta lífsins og eru endalaust áhugasöm um að kanna nýja staði og hitta nýtt fólk. Þau áttu hér ljúfa stund saman niðri í Hljóðbergi þar sem þau horfðu á stuttu heimildarmyndina um […]

meira

Tónlist af ýmsum toga

Helgin framundan býður býður tónlist af ýmsum toga. Dúó Stemma halda tvenna tónleika laugardaginn 1.nóvember, aðra fyrir börn og hina fyrir fullorðna. Búast má við fjöri og fögnuði hjá Dísu og Steef. Gestur þeirra á síðari tónleikunum verður Ingibjörg Guðjónsdóttir.

meira

Konsert með kaffinu

Á sunnudaginn 2.nóvember verður konsert með kaffinu í Hljóðbergi. Gestir njóta kaffiveitinga og heimabakaðs meðlætis um leið og þeir hverfa á vit söngsins með Önnu Jónsdóttur og Þóru Passauer á meðan Nína Grímsdóttir leikur með á flygilinn.

meira

Eitthvað fyrir alla í Hannesarholti um helgina.

IMG_0880_©Karólína_Thorarensen

Það er enginn skortur á viðburðum hér frekar en fyrri daginn og fjölbreytnin í fyrirrúmi. Á laugardaginn kl. 14:00 munu meðlimir Göngum saman fagna bleikum október með rífandi stemningu í Hannesarholti. Hin annálaða hlutavelta verður á sínum stað, bleik buff, bleik snyrtiveski, bleik gönguvesti, bleik gjafakort og fleira og fleira. Við hvetjum ykkur til að […]

meira

Fiskisúpa og listaspjall

Í tengslum við listaspjall Eggerts Péturssonar og Guðna Tómassonar þriðjudagskvöldið 21.október verður boðið uppá kvöldverð frá kl.18.30. Matarmikil fiskisúpa með heimabökuðu brauði á kr.1490. Kaffi og sætmeti einnig í boði. Innangengt milli hæða, kvöldverður í veitingastofunum á 1.hæð en listaspjallið í Hljóðbergi í viðbyggingu inn af neðstu hæðinni. Borðapantanir í síma 511-1904.

meira
2stemma hannes 2_Fotor

„Heyrðu villuhrafninn mig“ – barnatónleikar Dúó Stemmu

1.000

Dúó Stemma eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari. Saman hafa þau leikið í rúmlega 10 ár og frumflutt mörg verk sem skrifuð hafa verið fyrir þau og haldið fjölmarga tónleika. Auk þess hefur Dúó Stemma sett saman efnisskrá fyrir börn sem þau kalla “Töfraveröld tóna og hljóða” og spilað fyrir börn […]

2stemma hannes 2_Fotor

Tónleikar Dúó Stemmu – sérstakur gestur Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona.

2.000

Dúó Stemma leikur m.a  “ fimm lög frá Gautlöndum”  verk sem Snorri Sigfús Birgisson skrifaði fyrir þau.  Frumflutningur á  verkinu „Árstíðirnar í húsinu”  eftir Tryggva Baldvinsson  við Hækur eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur og þá bætist Ingibjörg Guðjónsdóttir  sópransöngkona í hópinn. Einnig verða leikin þjóðlög í útsetningu Dúó Stemmu. Dúó Stemmu skipa þau Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari […]

IMG_1489

Óperukaffi – Ástin blómstrar í Hannesarholti.

4.300 kr.

Birtingarmyndir ástarinnar eru margvíslegar eins og við munum kynnast á þessum funheitu tónleikum þriggja hæfileikaríkra tónlistarkvenna, þeirra Önnu Jónsdóttur sópran, Þóru Passauer kontraalt og Nínu Margrétar Grímsdóttur píanóleikara. Þær túlka blóðheitar og ástríkar konur sem ýmist bíða raunamæddar eftir svikulum elskhuga eða sitja sjálfar á svikráðum. Sögusviðið eru fornfrægar borgir Evrópu svo sem Vínarborg og […]

drofnutgafu-01

Dröfn og hörgult – útgáfuhóf

Dienstag, 14. April 2009

Frönsk saxófóntónlist

2.000

Flytjendur: Guido Bäumer alt-saxófónn og  Aladár Rácz píanó Efnisskrá: Fernande Decrück (1896-1954): 8 pieces Francaises (1948)   Eugéne Bozza (1905-1991): 1. Scaramouche (1944) 2. Pulcinella (1944)   Claude Pascal (f. 1921): Sónatína (1947) Stutt hlé Darius Milhaud (1892-1974): Scaramouche (1937)   Paule Maurice (1910-1967):   Tableaux de Provence (1955)    Lífshlaup flytjenda: Aladár Rácz píanó er […]

Dögurður í Hannesarholti
alla laugardaga og sunnudaga
frá 11:30-14:30

Súpa dagsins, brauð og smjör
/Soup of the day
1.490.-kr

Eggjahræra, steikt beikon og grillað brauð
/Scrambled eggs & bacon
1.490.-kr

Egg benedict að hætti Hannesarholts
/Egg benedict, Hannesarholt style
1.890.-kr

Lax á vöfflu, sýrður rjómi, hrærð egg, agúrka og salat
/Salomon on a waffle, sour cream, scrambled eggs, cucumber & salat
1.950.-kr

Bakaður gullostur, hunang, rósmarín og ristaðar möndlur
/Baked cheese, honey, rosemary & roasted almonds
1.590.-

Freyðandi og ferskur þeytingur
/Smoothie
650.-kr

Ávaxtasalat, stökkur marens og mynta
/Fruitsalad, crispy marengo & mint
1.250.-kr

Nýbakað brauð og smjör
/Homemade bread & butter
350.-kr

Nýbakað kruðerí og heitt kaffi á könnunni í allan dag.

Opnunartímar frá kl.11-17 alla daga,
heitur matur framreiddur frá kl.11:30-14:30.
Kaffi og kruðerí til kl.17.

Borðapantanir í síma 511-1904 frá kl.11-17.

Verið velkomin.