Tilkynningar

Matseðill vikunnar í Hannesarholti

Hannesarholts salatið Íslenskt salat og kryddjurtir frá Bjarna á Reykjum, egg og radísur 1.650.-kr Blómkálssúpan okkar Blómkál, kotasæla og brúnað smjör 1.490.-kr Grillað brauð Hægeldað andalæri, beikon, sultaður laukur, skessujurt og salat 2.200.-kr Saltfiskur frá Elvari á Hauganesi Rófur í áferðum og kryddjurtir 2.750.-kr Hreindýr að austan Hreindýrabollur, nýjar kartöflur, mjúkur laukur, rauðbeður og bráðið […]

meira

Fréttir

Sally Magnusson – fyrsti erlendi gestur Hannesarholts

sally 2

Í janúar síðastliðnum kom út á ensku bókin WHERE MEMORIES GO – WHY DEMENTIA CHANGES EVERYTHING eftir Sally Magnusson. Þar lýsir höfundur þrautagöngu fjölskyldu sinnar í glímunni við Alzheimer, en móðir hennar veiktist af þeim illræmda sjúkdómi. Hannesarholt bauð Sally til Íslands til að segja frá tilurð bókarinnar. Sally Magnusson hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir […]

meira

Samningur handsalaður um veitingarekstur í Hannesarholti

Handsalið og kirkjuturninn2

Veitingamennirnir Ómar Stefánsson og Jónas Oddur Björnsson handsala samning um veitingarekstur í Hannesarholti við Ragnheiði Jónsdóttur, stofnanda Hannesarholts. Báðir hafa þeir víðtæka reynslu af eldamennsku bæði innanlands og utan og eru óþreygjufullir að spreyta sig í veitingahúsi Hannesarholts sem opnar þriðjudaginn 23.september kl.11. Í tilefni af ljóðatónleikum Gerrit Schuil og Elmars Gilbertssonar verður tekið forskot […]

meira

Nýjir veitingamenn taka við keflinu af Sveini Kjartanssyni

Í dag er síðasti dagur Borðstofunnar í Hannesarholti. Við þökkum Sveini Kjartanssyni og hans fólki fyrir gott samstarf síðastliðið ár og óskum þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi. Á sunnudaginn bjóða nýjir menn uppá kaffi og meðlæti frá 14-18 í tengslum við fyrstu ljóðatónleika vetrarins með Gerrit Schuil og Elmari Gilbertssyni. Jónas Oddur Björnsson og Ómar […]

meira

Fjalldrapinn boðinn velkominn í Hannesarholt

Fjalldrapi2

Það var mikill dýrðardagur í Hannesarholti laugardaginn 6.september, þegar listaverk Eggerts Péturssonar sem hann málaði undir áhrifum af Fjalldrapa Hannesar Hafstein var boðið velkomið í húsið. Eggert var svo hugfanginn af verkefninu að hann málaði annað, lítið verk, nokkurs konar fylgitungl fjalldrapans, og lét fylgja hinu stærra. Haustdagskrá Hannesarholts var kynnt við sama tilefni og […]

meira

Hannesarhyltingar í Höfða

Hannesarhyltingar í Höfða

Aðstandendur Hannesarholts kampakát í Höfða 25.ágúst eftir að hafa veitt viðtöku viðurkenningu úr hendi Dags B.Eggertssonar borgarstjóra fyrir vel heppnaðar endurbætur. Fulltrúar eigenda, hönnuða og þeirra sem unnu verkið svo vel að eftir er tekið. Hópurinn þakkar vel þegna viðurkenningu.  

meira
3 myndir saman

Auden, Britten og íslensk tónskáld

2.000

Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópransöngkona, Arnhildur Valgarðsdóttir, píanóleikari og Trausti Ólafsson, leiklistarfræðingur og þýðandi, efna til söng- og ljóðakvölds. Ingibjörg og Arnhildur frumflytja þýðingu Trausta á ljóðaflokknum On this Island eftir W. H. Auden við tónlist Benjamins Britten. Þær flytja einnig lög og texta eftir íslenska höfunda og Trausti les þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á ljóðinu Ferð til […]

IMG_0513

Gönguferð með Guðjóni

2.000 kr.

Gönguferðir með Guðjóni Friðrikssyni hafa náð mikilli hylli og fjölmargir hafa slegist í för með honum á sunnudagsmorgnum. Það verður framhald á gönguferðum Guðjóns nú í haust og það er vissara að tryggja sér pláss með því að kaupa miða á www.midi.is.  Að þessu sinni verður gengið um Laufásveg sunnan Hellusunds. Að göngunni lokinni býðst […]

Kristjana og Kjartan_1150

Jazzspuni – Kristjana Stefánsdóttir og Kjartan Valdemarsson

2.500

Kristjana Stefánsdóttir söngkona og Kjartan Valdemarsson píanóleikari standa fyrir fernum spunatónleikum í Hannesarholti í vetur – tvennum fyrir jól og tvennum eftir jól.  Þau fá til sín góða gesti sem munu leika með þeim á tónleikunum.  Meðal viðfangsefna verða íslensk sönglög, amerískir standardar, Bítlarnir og svo þekkt rokk- og popp lög. Tónleikarnir verða á fimmtudögum […]

img-5075-10x15

Syngjum saman

1.000 kr.

Íslendingar hafa löngum ræktað sönghefðina á mannamótum og í rútubílum. Hannesarholt vill leggja sitt af mörkum til að hlúa að sönghefðinni og bjóða uppá samsöng fyrir alla, unga sem aldna, Íslendinga sem aðflutta, undir stjórn kunnáttufólks.  Gunnar Ben kórstjóri og meðlimur Skálmaldar leiðir söngstundina sunnudaginn 19. október kl.16. Eins og venja er til munu textar […]

Fjalldrapi Will

Listaspjall – Eggert Pétursson og Guðni Tómasson

1.000

Síðastliðinn vetur bauð Hannesarholt uppá kvöldstundir þar sem skyggnst var á bak við tjöldin í lífi og list starfandi listamanna. Guðni Tómasson fær Eggert Pétursson listmálara í spjall yfir kaffibolla í tilefni af því að nú hangir uppi í Hljóðbergi nýtt verk eftir Eggert, sem hann vann sérstaklega fyrir Hannesarholt. Verkið er innblásið af ljóðinu Fjalldrapi […]

kokkarnir1

Nýtt veitingahús opnar í Hannesarholti þriðjudaginn 23.september. Listakokkarnir Ómar Stefánsson og Jónas Oddur Björnsson munu reiða fram lostæti af bestu gerð. Líkt og Hannes Hafstein leita þeir báðir í íslenska náttúru og innblástur að utan. Báðir hafa starfað við matargerð á nokkrum af bestu veitingahúsum í Kaupmannahöfn og víðar. Þeir eru í nánu samstarfi við íslenska bændur og framleiðendur og vinna eftir hugmyndafræði slow food samtakanna.

Nánari upplýsingar munu birtast hér næstu daga og má einnig finna á facebókarsíðu Hannesarholts Restaurant.
Opnunartímar frá kl.11-18 alla daga, heitur matur framreiddur frá kl.11:30-14:30. Kaffi og kruðerí til kl.18.
Borðapantanir í síma 511-1904 frá kl.11-16.