Tilkynningar

Alltaf velkomin

Hannesarholt er opið sjö daga vikunnar frá 11-17. Réttir dagsins og súpa með heimabökuðu brauði í hádegi og fram til 14.30, ómótstæðilegur brunch um helgar. Kaffi og dýrindis heimagert bakkelsi, bæði sætt og ósætt, í boði þess utan. Gestum stendur til boða að horfa á 12 mínútna heimildamynd um Hannes Hafstein og uppvaxtarár borgarinnar þegar […]

meira

Fréttir

Kvennakór, dauðans alvara og ljóðasöngur

Dagskráin í Hannesarholti er þétt vikuna 23.-29.mars. „Í syngjandi faðmi“ nefnist söngdagskrá á vegum Margrétar Pálmadóttur og félaga, Vilborg Davíðsdóttir segir frá tilurð nýjustu bókar sinnar og  Mahler verður í brennidepli á ljóðatónleikum Hönnu Dóru Sturludóttur og Gerrits Schuil.

meira

Arkitektúr, lýðheilsa, strengir og jazz

Vikan 16.-22. mars er fjölbreytt í Hannesarholti. Mánudaginn 16.mars er fyrirlestur Richards Murphy arkitekts, sem lesa ná í fréttum hér fyrir neðan. Þriðjudagskvöldið 17.mars er fyrirlestur Arnórs Víkingssonar um langvinna verki í fyrirlestraröðinni „Hvernig heilsast þjóðinni?“ Á miðvikudagskvöldið 18.mars eru klassískir tónleikar Gunnars Kvaran og Elísabetar Waage. Miðar á báða viðburði eru seldir á midi.is. […]

meira

Spennandi helgi

Helgin framundan er spennandi í Hannesarholti. Samsöngurinn á sunndaginn kl.15 verður í höndum Kristínar Valsdóttur og Ragnheiðar Haraldsdóttur, sem gestir Hannesarholts þekkja af góðu einu. Nú stendur yfir Hönnunarmars, og eru efstu tvær hæðirnar í Hannesarholti undirlagðar af spennandi hönnun eftir fimm hönnuði, Hönnu Dís Whitehead, Pétur Örn Eyjólfsson, Sören Oscar Duvald, Dögg Guðmundsdóttur og […]

meira

Fyrirlestur Richards Murphy arkitekts

Richard Murphy arkitekt heldur fyrirlestur um eigin verk á vegum UTI INNI ARKITEKTA í Hljóðbergi mánudaginn 16.mars kl.17

Breski arkitektinn Richard Murphy mun halda tvo fyrirlestra hér á landi, þann fyrri í Hannesarholti mánudaginn 16. mars kl.17, þar sem hann fjallar um eigin verk í Hljóðbergi. Richard er fæddur 1955 og lærði arkitektúr í hásjkólanum í Newcastle og Edinborg, þar sem hann kenndi einnig um 4 ára skeið. Hann býr og starfar í […]

meira

Merkir íslendingar

Félagið U3A – Reykjavík hefur FRESTAÐ síðdegisferð laugardaginn 14.mars, sem átti að hefjast við Menntaskólann í Reykjavík kl.13.30 og enda í Hannesarholti. Nánari upplýsingar hjá Ásdísi Skúladóttur í síma 666-7810.

meira
hanna dora..

Ljóðasöngur í Hannesarholti

2500

Hanna Dóra Sturludóttir syngur Mahler og Gerrit Schuil leikur á flygilinn. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð sem Hannesarholt heldur í samvinnu við Gerrit Schuil og eru þetta þeir fimmtu í röðinni af sex tónleikum. Síðustu tónleikarnir í röðinni verða sunnudaginn 3.maí, en þá syngur Þóra Einarsdóttir verk eftir Richard Strauss.

IMG_0897_©Karólína_Thorarensen

Páskaleyfi

Hannesarholt óskar velunnurum gleðilegra páska. Hannesarholt sends Easter greetings. We open again on April 7th at 11 o’clock.

Kvöldstund með Helgu Þórarins

IMG_0865_©Karólína_Thorarensen

Samsöngur á föstudagskvöldi

1000

með Júlíönu Indriðadóttur og Sigurkarli Stefánssyni. Hannesarholt hefur lagt rækt við sönghefð okkar íslendinga með því að bjóða uppá klukkustundar langa söngstund þar sem almenningur syngur saman við undirleik og stjórn tónlistarfólks, þar sem textar birtast á tjaldi. Hingað til hafa söngstundirnar verið haldnar um miðjan dag á sunnudögum, en að þessu sinni verður stundin […]

AS-SV-mynd

Tónleikar – ljóða- og óperutónlist

2.000 kr.

Frænkurnar Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir sópransöngkona og Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari leiða saman hesta sína í fyrsta sinn á tónleikum þann 11. apríl kl. 16 í Hannesarholti. Á efnisskránni verða ljóð og aríur eftir Schubert, Sibelius, Puccini, R. Strauss og fleiri. Ferilskrár: Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir hóf söngnám við Tónlistarskóla FÍH árið 2003, þá 15 ára gömul. Eftir […]

Helgarbrunch

Helgarbrunch

*Eggjahræra
*Grænmetisbaka með rauðlauksmarmelaði
*Ofnbakaðir kirsuberjatómatar
*Beikon
*Steiktar pylsur
*Hráskinka
*Heitreyktur lax með piparrótar/epla sósu
*Gullostur með heimalöguðu marmelaði
*Tindur með heimalöguðu marmelaði
*Hrámaríneraðir ávextir
*Heimahrært skyr með mulningi
*Smoothie
*French toast
*Frönsk súkkulaðikaka.

Brauð og smjör fylgir

5 stk kr. 2450, 7stk kr. 3150

Heitt á könnunni og allskyns heimagerðar freistingar í kökuborðinu.

Hannesarholt er opið frá 11-17 alla daga, jafnt helgar sem virka daga.

Borðapantanir í síma 511-1904 frá kl.11-17.

Verið velkomin.