Næstu viðburðir í Hannesarholti

Svartálfadans 20.10.2018 16:00 - 17:00 Hljóðberg 3.500 Kaupa miða

 

Litið um öxl 21.10.2018 12:15 - 13:15 Hljóðberg 3500, 2500 Kaupa miða

 

Syngjum saman með Ingólfi Steinssyni 21.10.2018 14:00 - 15:00 Hljóðberg 1000 Kaupa miða

 

Fleiri viðburðir


Gjafakort

Fyrir öll tilefni

Tilvalin gjöf fyrir hvern þann sem kann að meta góðar stundir í fallegu umhverfi.

Lesa meira

Veitingastaður

Lífræn matargerð, virðing fyrir umhverfinu, góður matur.  Í Hannesarholti ríkir umhverfismeðvituð neyslu-, matar- og innkaupastefna.

Lesa meira

Fréttir og tilkynningar

4.10.2018 : Haustdagskrá Hannesarholts 2018

Prentuð dagskrá liggur fyrir í Hannesarholti og eins er velkomið að senda hana í pósti ef óskað er. Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar og viðbætur. Miðasala á viðburði er alla jafna á tix.is Veitingastaður Hannesarholts er opinn fyrir viðburði og einnig fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld, auk þess sem hann er opinn í hádegismat alla virka daga nema mánudaga og helgardögurð laugardaga og sunnudaga. Kaffi og heimabakað meðlæti alla daga. 

4.10.2018 : Myndlistarsýningar í Hannesarholti

Þeir sem til þekkja vita að Hannesarholt stendur fyrir uppbyggilegu menningarstarfi af ýmsum toga í samvinnu við samborgara, fræðimenn og listamenn. Húsið er 103 ára gamalt og var heimili í 92 ár, þar með talið heimili Hannesar Hafstein síðustu æviárin. Undanfarin ár hefur Hannesarholt hýst sýningar fjölda myndlistarmanna, ungra sem aldinna, nýgræðinga jafnt sem meistara, en í Hannesarholti er ekki hefðbundinn sýningarsalur, hins vegar fá myndir að hanga á veggjum gamalla stofa veitingahúss og víðar, alla jafna í fjórar vikur í senn í bland við aðra menningarstarfsemi. 

Af gefnu tilefni skal bent á að lýsingin á sýningu Þrándar Þóroddssonar sem Hannesarholt fékk í hendur er eftirfarandi: “Borgarlandslagið er sem fyrr í fyrirrúmi á þessari sýningu, í bland við mannlífslýsingar, kyrralífsmyndir og portrett af vinum listamannsins. Afhjúpuð verður mynd af stórbóndanum og rokkstjörnuni Prins Póló, en þeir Þrándur unnu náið saman í áraraðir, og verður prinsinn sérlegur heiðursgestur á sýningunni.“ Þetta segir allt um efni sýningarinnar.

 

24.9.2018 : Styrktartónleikar - Gunnar Kvaran og Haukur Guðlaugsson

Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson orgelleikari, hollvinir Hannesarholts, stóðu fyrir yndislegum styrktartónleikum í Hljóðbergi Hannesarholts miðvikudaginn 3.október kl.20. Báðir eru þeir margverðlaunair meistarar í tónlistinni og hafa varið ævi sinni í þjónustu við listagyðjuna. Þeir gefa vinnu sína og afrakstur miðasölu rennur alfarið til starfsemi Hannesarholts sjálfseignarstofnunar. Gestir fóru alsælir og skllbrosandi út af tónleikum síðla kvölds.  

 

Sjá allar fréttir


Hlaðvarpið

Hér má finna safn upptaka frá ýmsum viðburðum, ljóðalestrum og öðrum uppákomum í Hannesarholti. 

Lesa meira