Tilkynningar

Opnunartímar

Hannesarholt er nú opið alla daga vikunnar frá kl. 11-17. Frekari opnunartímar auglýstir sérstaklega.

meira

Fréttir

Eitthvað fyrir alla í Hannesarholti um helgina.

IMG_0880_©Karólína_Thorarensen

Það er enginn skortur á viðburðum hér frekar en fyrri daginn og fjölbreytnin í fyrirrúmi. Á laugardaginn kl. 14:00 munu meðlimir Göngum saman fagna bleikum október með rífandi stemningu í Hannesarholti. Hin annálaða hlutavelta verður á sínum stað, bleik buff, bleik snyrtiveski, bleik gönguvesti, bleik gjafakort og fleira og fleira. Við hvetjum ykkur til að […]

meira

Fiskisúpa og listaspjall

Í tengslum við listaspjall Eggerts Péturssonar og Guðna Tómassonar þriðjudagskvöldið 21.október verður boðið uppá kvöldverð frá kl.18.30. Matarmikil fiskisúpa með heimabökuðu brauði á kr.1490. Kaffi og sætmeti einnig í boði. Innangengt milli hæða, kvöldverður í veitingastofunum á 1.hæð en listaspjallið í Hljóðbergi í viðbyggingu inn af neðstu hæðinni. Borðapantanir í síma 511-1904.

meira

Hér syngur hver með sínu nefi.

img-5075-10x15-150x150

Á sunnudag er enn komið að samsöng hér í Hannesarholti. Hingað kemur fólk úr öllum áttum og af öllum stéttum samfélagsins og fær útrás í klukkutíma söng. Að þessu sinni er það enginn annar en Skálmaldarvíkingurinn og kórstjórinn Gunnar Benediktsson sem mun leiða hópinn eins og honum einum er lagið. Leikið verður undir á flygilinn […]

meira

Fallegur vasi í óskilum

Óskilavasi

Þessi fallegi vasi hefur orðið eftir hér í Hannesarholti einhverntíma á síðasta ári, væntanlega eftir veislu eða aðra uppákomu. Enginn hefur spurt um hann og þess vegna auglýsum við hann hér. Ef eihver áttar sig a að hann sakni hans, þá má hafa samband í Hannesarholt á opnunartíma, 11-18.

meira

Sally Magnusson – fyrsti erlendi gestur Hannesarholts

sally 2

Í janúar síðastliðnum kom út á ensku bókin WHERE MEMORIES GO – WHY DEMENTIA CHANGES EVERYTHING eftir Sally Magnusson. Þar lýsir höfundur þrautagöngu fjölskyldu sinnar í glímunni við Alzheimer, en móðir hennar veiktist af þeim illræmda sjúkdómi. Hannesarholt bauð Sally til Íslands til að segja frá tilurð bókarinnar. Sally Magnusson hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir […]

meira
Guðjón með fullfermi

Gönguferð með Guðjóni

2.000 kr.

Gönguferðir með Guðjóni Friðrikssyni hafa náð mikilli hylli og fjölmargir hafa slegist í för með honum á sunnudagsmorgnum. Það er komið að síðustu göngu þessa haust og nú verður farið um Bergstaðastrætið. Takmarkaður fjöldi kemst að svo endilega drífið ykkur að tryggja ykkur pláss með því að kaupa miða á www.midi.is  Að göngunni lokinni býðst fólki […]

216498_1014886045472_5028_n

Ljóðasöngur í Hannesarholti

2500

Ágúst Ólafsson syngur Jóhannes Brahms í röð ljóðasöngstónleika sem Hannesarholt heldur í samvinnu við Gerrit Schuil. Á efnisskránni verða 9 Lieder opus 32 og 4 ernste Gesänge opus 121. Alls verða haldnir sex tónleikar í vetur í þessarri seríu. Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir og munu söngvararnir kynna dagskrána sjálfir. Miða má kaupa hér  

Duo Stemma 4

„Heyrðu villuhrafninn mig“ – barnatónleikar Dúó Stemmu

1.500

Dúó Stemma eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari. Saman hafa þau leikið í rúmlega 10 ár og frumflutt mörg verk sem skrifuð hafa verið fyrir þau og haldið fjölmarga tónleika. Auk þess hefur Dúó Stemma sett saman efnisskrá fyrir börn sem þau kalla “Töfraveröld tóna og hljóða” og spilað fyrir börn […]

IMG_4321

Tónleikar Dúó Stemmu – sérstakur gestur Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona.

2.000

Dúó Stemma leikur m.a  “ fimm lög frá Gautlöndum”  verk sem Snorri Sigfús Birgisson skrifaði fyrir þau.  Frumflutningur á  verkinu „Árstíðirnar í húsinu”  eftir Tryggva Baldvinsson  við Hækur eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur og þá bætist Ingibjörg Guðjónsdóttir  sópransöngkona í hópinn. Einnig verða leikin þjóðlög í útsetningu Dúó Stemmu. Dúó Stemmu skipa þau Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari […]

IMG_1489

Óperukaffi – Ástin blómstrar í Hannesarholti.

4.300 kr.

Birtingarmyndir ástarinnar eru margvíslegar eins og við munum kynnast á þessum funheitu tónleikum þriggja hæfileikaríkra tónlistarkvenna, þeirra Önnu Jónsdóttur sópran, Þóru Passauer kontraalt og Nínu Margrétar Grímsdóttur píanóleikara. Þær túlka blóðheitar og ástríkar konur sem ýmist bíða raunamæddar eftir svikulum elskhuga eða sitja sjálfar á svikráðum. Sögusviðið eru fornfrægar borgir Evrópu svo sem Vínarborg og […]

Fyrstu vikur í hannesarholti_25

Matseðillinn í dag

Fiskisúpan okkar með heimabökuðu brauði og smjöri 1.490 kr.-

Grafinn lax, skonsa, egg 69.3°C, sýrður rjómi 36%, agúrka 1.890 kr.-

Egg 63°C benedict að hætti Hannesarholts 1.890 kr.-

Blálanga, bygg, fjólubláar gulrætur, steinseljuolía úr
Flatsteinselju frá Bjarna og Helga úr Reykjadal
2.890 kr.-

58% Súkkulaði krem, hunangskryddað skyr og
möndlu pralín 1.490 kr.-

Auka meðlæti:
#1 nýbakað brauð og smjör
350 kr.-
#2 sultað hvítkál
550 kr.-
#3 grænt salat úr Reykjadal og valhnetudressing
550 kr.-

Nýbakað kruðerí og heitt kaffi á könnunni í allan dag.

Opnunartímar frá kl.11-17 alla daga,
heitur matur framreiddur frá kl.11:30-14:30.
Kaffi og kruðerí til kl.17.

Borðapantanir í síma 511-1904 frá kl.11-17.

Verið velkomin.