Tilkynningar

Alltaf hægt að líta inn

Hannesarholt er opið sjö daga vikunnar frá 11-17. Réttur dagsins og súpa með heimabökuðu brauði í hádegi og fram til 14.30, bröns um helgar. Kaffi og dýrindis heimagert bakkelsi, bæði sætt og ósætt, í boði þess utan. Gestum stendur til boða að horfa á 12 mínútna heimildamynd um Hannes Hafstein og uppvaxtarár borgarinnar þegar því […]

meira

Fréttir

Glerlíffæri Siggu Heimis og teikningar Ella Egilssonar.

29.janúar hefur verið nefndur sem dagur líffæragjafa. Þann 31.janúar verður opnuð sýning í Hannesarholti þar sem líffæragjafir eru yrkisefni listamannanna Siggu Heimis, sem yrkir í gler og sýnir á baðstofuloftinu og Ella Egilsson sem sýnir teikningar í veitingastofunum á 1.hæðinni. Sýningin stendur út febrúar og 7. og 14. febrúar verða málstofur um líffæragjöf þar sem […]

meira

Syngjum saman – tölum saman

Framundan í Hannesarholti er samsöngur á sunnudag, sem leiddur er að þessu sinni af Björgvini Þ.Valdimarssyni. Á mánudagskvöld er heimspekispjall á vegum Vilhjálms Árnasonar og Henrys Alexanders og hægt að fá súpu og veitingar á undan á 1.hæðinni. Borðapantanir.

meira

Kökuborðið geislar

kransakökur Andra

Fagmannlegt handbragð leynir sér ekki á girnilegu bakkelsi sem óðum fyllir hillurnar í kökuborðinu okkar í Hannesarholti. Andri konditor er mættur á svæðið og við brosum út að eyrum.

meira

Kökur, bökur og kaffi

IMG_1036

Nú höfum við fyllt kaffiborðið okkar af gegnheilum gæðum, og bjóðum gesti Hannesarholts velkomna á nýju ári. Matarmikil súpa og bökur, auk bakkelsis af öllum gerðum: marengs, ostakökur, sörur, kransabitar, eplakaka og svo auðvitað randalína.

meira

Rokkperlur á klassískum strengjum sunnudaginn 4. janúar

Hannesarholt tekur forskot á nýjársopnum laugardaginn 4.janúar kl.17 með því að bjóða velkominn í hús öndvegis Strengjakvartett undir stjórn Stefáns Arnar Arnarsonar sellóleikara, sem flytur gestum valdar perlur rokksögunnar í áhugaverðum útsetningum Stefáns og annarra. Nánar um tónleikana hér til hliðar.

meira
glass organs

LÍFRÆNT – Glerlíffæri Siggu Heimis á baðstofuloftinu

Sýning og málþing Á laugardaginn 31. Janúar opnar sýningin LÍFRÆNT í Hannesarholti. Sýningin opnar kl.14:00 en mun standa út febrúarmánuð og vera opin á opnunartíma Hannesarholts kl. 11-17. Á sýningunni verða glerverk eftir Siggu Heimis sem unnin eru með CMOG (Corning Museum of Glass) sem er stærsta glerlistasafn í heimi. Sigga hefur gert stór glerverk […]

glass organs3

Málþing um líffæragjafir

glassorgans5-1

Málþing um líffæragjafir – hjarta

Guðfinnur og Kristín Sveinsbörn 131628_465083916133_2890662_o

Systkinatónleikar í Hannesarholti

1.500 kr.

Systkinin Kristín og Guðfinnur Sveinsbörn blása til sinna fyrstu systkinatónleika. Þau ætla að flytja sönglög sem og óperuaríur úr ýmsum áttum, innlend sem erlend og að sjálfsögðu verða til viðbótar á dagskránni íslenskar dægurlagaperlur sem allir ættu að kannast við. Á tónleikunum verður frumfluttur dúett sem Halldór Smárason semur við ljóð Steinunnar Finnbogadóttur, sérstaklega fyrir […]

ranni

Ljóðasöngur í Hannesarholti

2500

Rannveig Fríða Bragadóttir og Gerrit Schuil flytja ljóðadagskrá eftir Franz Schubert. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð sem Hannesarholt heldur í samvinnu við Gerrit Schuil og ná yfir allan veturinn. Alls eru tónleikarnir sex í vetur í þessarri seríu. Þeir eru klukkustundarlangir og kynna söngvararnir dagskrána sjálfir.

10943217_10153574184259778_927875525_n

Súpa dagsins:
Creme ninion, grænertusúpa.
kr. 1.490

Fiskur dagsins:
Þorskur, kartöflustappa með kryddjurtum, gulrætur og balsamic/rauðvíns steiktir sveppir.
kr. 2.490

Heitt á könnunni og allskyns heimagerðar freistingar í kökuborðinu.

Hannesarholt er opið frá 11-17 alla daga, jafnt helgar sem virka daga.

Borðapantanir í síma 511-1904 frá kl.11-17.

Verið velkomin.