Hannesarholt tekur nú í fyrsta sinn þátt í Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Þema hátíðarinnar í ár er „Magnað myrkur“.

Úlfhildur Dagsdóttir og finnsku tónlistarmennirnir í Vetrarbandalaginu, þeir Matti Kallio (harmonikka), Lassi Logrén (fiðla) og Matti Latinen (gítar), leiða saman myrka hesta sína í tali og tónlist í Hannesarholti laugardaginn 9. febrúar kl. 17.

Úlfhildur er aðdáendum „rökkurbókmennta“ að góðu kunn, hún mun kynna og flytja valin textabrot sem hæfa tilefninu. Matti, Lassi og Matti grípa tal hennar á lofti og svara í tónum. Þeir eru allir vel þekktir þjóðlagatónlistarmenn í Finnlandi og víðar og leika m.a. á nýrri plötu Egils Ólafssonar, Vetur.

Matti Laitinen promo_lowres ulla2lores copy Lassi Logren promoMatti Kallio promo_lowres