Day: 20/08/2013

Kjartan Valdemarsson í Hljóðbergi á miðvikudaginn

  Þriðju og síðustu tónleikarnir í Hljóðbergi á vegum djasshátíðar Reykjavíkur verða haldnir á miðvikudagskvöldið, 21. ágúst kl. 20.00. Troðfullt hefur verið á undanfarna tvenna tónleika svo það er gott að mæta tímanlega. Djasspíanóleikarinn og tónskáldið, Kjartan Valdemarsson, mun leika á Steinway-inn okkar af sinni alkunnu snilld. Við hlökkum til að sjá ykkur.  

meira