Month: október 2013

Gítartónleikar og söngvastund

Nú getum við farið að hlakka til næstu tónlistarviðburða. Björn Thoroddssen leikur af list 31.október, eins og nánar má lesa um hér til hliðar. Sunnudaginn 3.nóvember tökum við öll undir með Þórunni Björnsdóttur, Jóni Rafnssyni og Karli Olgeirssyni og syngjum saman af hjartans lyst okkar hjartkærustu sönglög með texta á tjaldi, ef vera kynni að […]

meira

Kvöldstund með Guðrúnu Kristjánsdóttur og Guðna Tómassyni 23.október

Maður er aldrei búinn með listaverk Vísir Menning 22. október 2013 11:00 „Ég er alltaf meira og minna að vinna við einhverja snjóskafla og umhleypinga,“ segir Guðrún.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Friðrika Benónýsdóttir skrifar: Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður verður gestur Guðna Tómassonar listsagnfræðings í Hannesarholti annað kvöld. Þau munu ræða verk Guðrúnar, hugmyndirnar að baki þeim og aðferðirnar við vinnslu þeirra. „Ég sit […]

meira

Prjónaskapur og list næst á dagskrá

Miðvikudaginn 23.október mun prjónaskapur á vegum Göngum saman ráða ríkjum  í Hannesarholti í eftirmiðdaginn, en listin tekur yfir eftir að rökkva tekur. Forsmekkurinn sem útsendari Hannesarholts fékk af verkum Guðrúnar Kristjansdóttur í Hallgrímskirkju fyrir skemmstu lofaði góðu, og eftirvænting eftir meiru slíku hefur yfirtekið hugann.  Guðni Tómasson er vís til að leiða gesti inní ævintýralendur […]

meira

Gagnrýnin hugsun og lýðræði?

Hvert er hlutverk gagnrýninnar hugsunar í þjóðfélagi sem vill kenna sig við lýðræði? Þannig spyr Björn Þorsteinsson sérfræðingur í Heimspekistofnun HÍ og Sólveig Alda Halldórsdóttir myndlistarmaður sem situr í stjórn Öldu – félagi um sjálfbærni og lýðræði, í öðru heimspekispjalli vetrarins, í Hljóðbergi mánudaginn 21.október kl.20.    

meira

„Hvernig heilsast þjóðinni?“ Verkir – til þrauta eða þroska

Arnór Víkingsson sagði frá fyrirlestraröðinni „Hvernig heilsast þjóðinni?“ á Bylgjunni kl.07.35 15.október og í síðdegisútvarpinu á Rás 2 hjá Guðrúnu Gunnars, kl.16.19 þann 15.október 2013. Í þessum fyrsta fyrirlestri verður var grein fyrir einni undursamlegustu sköpun lífsins:  Verkjakerfi líkamans.  Rætt var um hvernig verkir hjálpa okkur til að lifa af, þrífast og þroskast.   En einnig var fjallað […]

meira

Mini forleikur að Carmen með Elsu Waage og gestum

Á góðri stund með Bizet og vinum: Í tilefni af því að nú líður senn að frumsýningu á óperunni Carmen eftir Bizet fékk Elsa Waage söngkona að fá til sín góða gesti í Hljóðberg. Þau ræddu um Bizet og tíðarandann sem óperan Carmen spratt upp úr. Meðal gesta var  leikstjórinn Jamie Hayes, sem stjórnar uppfærslu […]

meira

Samsöngur, óperuspjall, bókmenntir og heilsa

Næstu dagar verða viðburðaríkir í Hannesarholti. Sunnudaginn 13.október ræður söngurinn ríkjum, fyrst samsöngur kl.16 fyrir alla áhugasama, og um kvöldið óperuspjall yfir kaffibolla með reyndum og upprennandi söngvurum og leikstjóra. Mánudagurinn er helgaður bókmenntaspjalli, og verður Nonni – Pater Jón Sveinsson í brennidepli. Á þriðjudagskvöldið hefst fyrirlestraröð sem nefnist „Hvernig heilsast þjóðinni?“ og verður verkjakerfi […]

meira

Hannesarholt tekur þátt í fyrstu Lestrarhátíð Bókmenntaborgarinnar, með tónleikum tileinkuðum „Borgarskáldinu Tómasi,“ þar sem ævi hans og höfundarverki verður gerð nokkur skil. Á tónleikunum sem nefnast: „Borgarskáldið Tómas,“ munu þrír ungir tónlistarmenn gera efninu skil í tali og tónum, en það eru sópranarnir Margrét Hannesdóttir og Una Dóra Þorbjörnsdóttir og píanistinn Sigurður Helgi Oddsson. Tónleikarnir […]

meira

Fyrsti hádegisverður Sveins Kjartanssonar í Borðstofunni

Fyrsti starfsdagur Borðstofunnar er nú liðinn og býður Hannesarholt Svein Kjartansson og hans fólk velkomið á heimilið. Þessi mynd náðist af Sveini og Jóhönnu aðstoðarkonu hans við að matbúa fyrsta hádegisverðinn. Gleðin leynir sér ekki hjá listamanninum og né heldur hjá þeim sem nutu matarins.  

meira