Month: nóvember 2017

Jólaplatti Hannesarholts

Jólaplatti Hannesarholts er tilbúinn fyrir gesti og bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin í heimsókn á Grundarstíg 10 í veislu fyrir öll skynfæri. Þetta árið er fiskurinn í öndvegi á jólaplattanum, en á disknum m.a. finna skötusel í krydd-deigi, reyktan silung á heimagerðum blinis ásamt ýmsum öðrum kræsingum. Einnig er í boði veganplatti á sama verði, 3900 kr. […]

meira

Blómalíf – Myndlistarsýning Jórunnar Kristinsdóttur

Jórunn Kristinsdóttir sýnir ólíuverk máluð á stiga á sölusýningu sem stendur í fjórar vikur í veitingastofum Hannesarholts, frá 21.nóvember – 13.desember.  Jórunn er listmeðferðarfræðingur, myndmenntakennari og sérkennari, fædd í Reykjavík 1944. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga á síðustu 12 árum og tekið þátt í tveimur samsýningum.    

meira

Serbneskir menningardagar í Reykjavík

Serbneskir menningardagar verða haldnir í Reykjavík dagana 17. – 19. nóvember næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Serbnesk hátíð er haldin hér á landi og er hún skipulögð af Serbnesku menningarmiðstöðinni á Íslandi í samstarfi við utanríkisráðuneyti Serbíu og menningarsetrið Hannesarholt.

meira