Fréttir

Viðburðarík vika: jass, bókmenntir, leikhús, heimspeki, myndlist, Mozart og fjöldasöngur

Viðburðaríkir dagar framundan í Hannesarholti. Jasstónleikar á miðvikudag, ævi og verk Virginíu Woolf á baðstofuloftinu á fimmtudag kl.17, Leiklestur á fyrsta verki Svövu Jakobs „Hvað er í blýhólknum?“ fimmtudag kl.20, Heimspekispjall um virði peninga á laugardag kl.13, leiðsögn um myndlistarsýninguna Gjúgg-í-blóm eða Peekaboo laugardag, Mozartsónötur sunnudag kl.12, fjöldasöngur sunnudag kl.14 og leiklestur endurtekinn kl.16 á […]

meira

Stútfullur sunnudagur tónlist, matur og menning

Sunnudagurinn 25.febrúar er stútfullur af af skemmtilegheitum viðburðum í Hannesarholti. Aðrir tónleikar í Mozartmaraþonröð Guðnýjar Guðmundsdóttur, sem leikur ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur kl.12.15. Fríða Kristín Gísladóttir verður með leiðsögn um málverkasýningu sína Niðurhal ljóssins frá 11.30-14. Pálmar Ólason og Magnea Tómasdóttir stjórna skátasöngstund kl.14 og leikritið Kvennaráð eftir Sellu Páls verður leiklesið kl.16 af leikkonum […]

meira

Ástarsögur í kjölfar Valentínusar og Skór á konudaginn

Hvað er betra en að orna sér í samveru við sögur og söngva í skammdeginu þegar myrkur og snjór umlykja dagana? Ekki sakar að láta uppí sig heimagert ljúfmeti úr eldhúsi Hannesarholts. Þessa vikuna ferðumst við með Jóni Thoroddsen á vegum ástarinnar, með Pilti og stúlku nokkurri og Manni og konu, í flutningi Katrínar Jakobsdóttur […]

meira

5 ára afmæli Hannesarholts – uppskeruhátíð

Dagskrá: Ragnheiður Jónsdóttir lítur yfir farinn veg – Arnór Víkingsson les ljóðið Fjalldrapi eftir Hannes Hafstein – Eggert Pétursson ræðir um verk sitt Fjalldrapi – Sigríður Eyrún og Karl Olgeirsson flytja tvö lög – Guðmundur Hálfdánarson fulltrúi Hollvina Hannesarholts horfir til framtíðar – Pálmar Ólason stjórnar fjöldasöng    

meira

Víkingur Heiðar Ólafsson styrkir Hannesarholt

Víkingur Heiðar Ólafsson heldur styrktartónleika fyrir Hannesarholt í Hljóðbergi miðvikudaginn 10.janúar kl.20. Á efnisskránni verða verk eftir Bach og Glass, sem hljóðrituð verða fyrir Deutsche Grammophon síðar í janúar. Víkingur gefur Hannesarholti vinnu sína og vill með því stuðla að því að Hannesarholt lifi áfram. Sjálfseignastofnunin hefur starfað í tæp fimm ár með dyggum stuðningi […]

meira

Fyrsta fimmtudagsopnun ársins 11. janúar

Frá síðasta sumri höfum við haft opið öll fimmtudagskvöld til kl.22. Happy hour frá 17-19, lifandi tónlist frá 18.30-20 með Pálmar Ólason á píanóninu í veitingastofunum þar sem fram er borinn einfaldur kvöldverður. Við tökum okkur frí fyrsta fimmtudag ársins, þann 4.janúar. Fyrsta fimmtudagskvöldið sem við höfum opið til kl.22 er 11.janúar. Það kvöld verður […]

meira

Jólaplatti Hannesarholts

Jólaplatti Hannesarholts er tilbúinn fyrir gesti og bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin í heimsókn á Grundarstíg 10 í veislu fyrir öll skynfæri. Þetta árið er fiskurinn í öndvegi á jólaplattanum, en á disknum m.a. finna skötusel í krydd-deigi, reyktan silung á heimagerðum blinis ásamt ýmsum öðrum kræsingum. Einnig er í boði veganplatti á sama verði, 3900 kr. […]

meira

Blómalíf – Myndlistarsýning Jórunnar Kristinsdóttur

Jórunn Kristinsdóttir sýnir ólíuverk máluð á stiga á sölusýningu sem stendur í fjórar vikur í veitingastofum Hannesarholts, frá 21.nóvember – 13.desember.  Jórunn er listmeðferðarfræðingur, myndmenntakennari og sérkennari, fædd í Reykjavík 1944. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga á síðustu 12 árum og tekið þátt í tveimur samsýningum.    

meira