Fréttir

Jólaplatti Hannesarholts

Jólaplatti Hannesarholts er tilbúinn fyrir gesti og bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin í heimsókn á Grundarstíg 10 í veislu fyrir öll skynfæri. Þetta árið er fiskurinn í öndvegi á jólaplattanum, en á disknum m.a. finna skötusel í krydd-deigi, reyktan silung á heimagerðum blinis ásamt ýmsum öðrum kræsingum. Einnig er í boði veganplatti á sama verði, 3900 kr. […]

meira

Blómalíf – Myndlistarsýning Jórunnar Kristinsdóttur

Jórunn Kristinsdóttir sýnir ólíuverk máluð á stiga á sölusýningu sem stendur í fjórar vikur í veitingastofum Hannesarholts, frá 21.nóvember – 13.desember.  Jórunn er listmeðferðarfræðingur, myndmenntakennari og sérkennari, fædd í Reykjavík 1944. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga á síðustu 12 árum og tekið þátt í tveimur samsýningum.    

meira

Hollvinir Hannesarholts – framhaldsstofnfundur 16.nóvember kl.17

Hollvinir Hannesarholts hafa auglýst stofnfund í Hannesarholti að Grundarstíg 10, miðvikudaginn 25.október kl.17. Hollvinafélagið er öllum opið og verður boðið uppá léttar veitingar og tónlistaratriði á fundinum, auk leiðsagnar um húsið fyrir þá sem það kjósa. Í samþykktum sjálfseignarstofnunarinnar Hannesarholts er kveðið á um þrjár stoðir við starfsemina: stjórn, menningarráð og hollvinafélag, og eiga hin […]

meira

Vangaveltur – Málverkasýning Erlu Axels

Málverkasýning Erlu Axels í Hannesarholti nefnist „Vangaveltur.“ Um sýninguna segir hún: „í fjarlægð sé ég ofursmá hús í birtu borgarmarkanna og þegar ég lít mér nær sé ég mosann, grágrýtissprungur og breytileg jarðlög í klettum.“ Verkin eru unnin í blandaða tækni. Sýningin er sölusýning og stendur í fjórar vikur, fram til 14. nóvember.

meira

Hádegisseðill dagsins

Hádegisseðill / lunch menu Borinn fram milli kl. 11:30 og 14:00 alla virka daga Served between 11:30 and 14:00 Monday to Friday Ofnbakaður lax með rjómaosti, kartöflustöppu og fersku salati Oven baked salmon, with creme cheese, mashed potatoes and fresh salad 2.450,- * (Vegan) Rauðrófubuff, með kartöflustöppu, fersku salati og hvítlauks vegan-mæjónesi (Vegan) Beetroot vegan […]

meira

Fjarskinn er blár – myndlistarsýning Þóru Jónsdóttur

Þóra Jónsdóttir, ljóðskáld og myndlistakona opnaði sýningu á olíumálverkum 16. september, og stendur sýningin til mánudagsins 9.október. Sýningin ber nafnið – Fjarskinn er blár og er sölusýning. Þóra Jónsdóttir Þóra Jónsdóttir er fædd 17. janúar 1925 á Bessastöðum á Álftanesi en ólst upp að Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og lauk […]

meira

Snorri Ásmundsson málverkasýningin Mulieres Praesantes

SNORRI ÁSMUNDSSON málverkasýningin Mulieres Praestantes Sýning Snorra er til heiðurs konum, en myndefnin eru konur sem skarað hafa fram úr í menningarsögunni til dagsins í dag. Titill sýningarinnar þýðir Yfirburðakonur. Snorra Ásmundsson þarf vart að kynna, en hann hefur verið framsækinn á íslensku myndlistarsenunni til fjölda ára. Hann hefur fengist jöfnum höndum við gjörningalist, vídeólist […]

meira

Menningarnótt í Hannesarholti frá 11-23

Matur og menning í Hannesarholti á Menningarnótt. Listsýningar, tónlist, matur og samvera. Opið í veitingastofum frá 11-23. Blönduð tónlistardagskrá í Hljóðbergi undir nafninu POPP&KLASSÍK. Þar kemur fram einvalalið tónlistarfólks frá kl.15-22: 15:00: ‘L’AMOUR, L’AMOUR’ Hafdís Vigfúsdóttir, flautuleikari, og Kristján Karl Bragason píanóleikari leika ástarlög úr ýmsum áttum. 16:00: Þorsteinn Eyfjörð, raftónlistarmaður, leikur nýjustu verk sín. […]

meira

Farfuglatónleikar

TÓNVISSUM FARFUGLUM BOÐIÐ AÐ HALDA TÓNLEIKA Tónlistarnemum í útlöndum er boðið að halda tónleika í Hannesarholti í jólaleyfinu. Hannesarholt stóð fyrir Farfuglatónleikum í jólaleyfinu á síðastliðnu ári, vakti mikla ánægju jafnt hjá flytjendum og njótendum. Eins og reynslan í fyrra sýndi þá er það kærkomið fyrir ungt tónlistarfólk að halda tónleika á heimaslóðum er og […]

meira

Málverkasýning – Linda Steinþórsdóttir

Málverkasýning Lindu Steinþórsdóttur stendur yfir í veitingastofum og á 2. hæð Hannesarholts til 18.ágúst. Málverkin eru í ýmsum stærðum og eru þau unnin í akrýl og strúktúrgel á striga. Linda hefur verið búsett í Austurríki undanfarin 29 ár, og starfað þar sem myndlistakona undir nafninu L.Stein, við góðan orðstýr. Leiðarminni í verkum Lindu er leikur […]

meira