Fréttir

Postulín, silfur og arkitektur út vikuna

Þrjár sýninganna á Hönnunarmars munu standa áfram út vikuna, á fyrstu hæð og baðstofulofti Hannesarholts. Hansína Jensdóttir með silfursmíði http://honnunarmars.is/work/hrafntinna-brot-ur-natturu/, Hulda Guðjónsdóttir  og Kyle Branchesi með arkitektainnsetningu http://honnunarmars.is/work/endurkast-i/ í veitingastofunum á 1.hæðinni, og People from the Porcelain Factory, undir forystu Ewu Klowanski frá Póllandi með postulíns matar-og kaffistell: http://honnunarmars.is/work/folkid-fra-postulinsverksmidjunni/ á baðstofuloftinu. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

meira

Hönnunarmars í Hannesarholti 23.-26.mars

Eins og undanfarin ár hýsir Hannesarholt vel valda listamenn og hönnuði á Hönnunarmars og verður sameiginleg opnun á sýningar þeirra fimmtudaginn 23.mars kl.18. Sjón er sögu ríkari! Meðal sýnenda í Hannesarholti þetta árið eru: Unnur Sæmundsdóttir með keramik http://honnunarmars.is/work/kertavasinn/, Ninna Þórarinsdóttir með tónlistarleikföng fyrir börn http://honnunarmars.is/work/bubbarnir/, Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir með keramik http://honnunarmars.is/work/um/, Hansína Jensdóttir með […]

meira

Töfrar náttúrunnar – myndlistarsýning

Marta Ólafsdóttir myndlistakona verður í Hannesarholti sunnudaginn 12 mars mill kl. 14 og 15. Marta fór úr líffræðinni og kennslustofunni yfir í listina. Síbreytilega náttúruna fangar hún nú með vatnslitum; litir, birta og ímyndunarafl einkenna fallegar myndir hennar sem prýðir veggi Hannesarholts frá 25. febrúar til 21. mars.

meira

Menningarhelgi í Hannesarholti

Helgin 25.-26.febrúar er þéttskipuð menningarviðburðum. Opnun myndlistarsýningar Mörtu Ólafsdóttur sem nefnist Fegurð náttúrunnar á laugardag kl.15. Á sunnudaginn er fyrst Sungið saman kl.15 í Hljóðbergi með frændunum Jóhanni Vilhjálmssyni og Gunnari Kr.Sigurjónssyni, þá Bókakaffi með Ásdísi Thoroddsen kl.16 í veitingastofunum á 1.hæð og loks endurtekin Kvöldstund með Helenu Eyjólfs kl.17 í Hljóðbergi. Miðar á midi.is […]

meira

Vikan stútfull af viðburðum 22.-26.febrúar

Næstu fimm daga verða sex menningarviðburðir í Hannesarholti. Tónleikar 22.febrúar, Kvöldstund með Helenu Eyjólfs 23., Sálartónlist og saga með Harold Burr 24., Vatnslitamyndir Mörtu Ólafsdóttur 25. Fegurð jarðar og sunnudagurinn 26.bæði með Syngjum saman með Jóhanni Vilhjálms og Gunnari Kr.Sigurjónssyni kl 15, bókakaffi með Ásdísi Thoroddsen kl.16 og endurtekin Kvöldstund með Helenu Eyjólfs kl.17. Miðasala […]

meira

Fréttabréf febrúar 2017

Ágætu vinir Hannesarholts. Vordagskrá Hannesarholts er komin í hús og getur fólk nálgast hana hér á Grundarstíg 10. Febrúar er mættur og þá er ekki verra að orna sér í hlýjunni í Hannesarholti og fá sér rjúkandi kaffitár eða súkkulaðibolla með góðgætinu úr eldhúsinu og njóta vatnslitamynda Maríu Lofsdóttur sem prýða veggi veitingahússins til 24.febrúar. […]

meira

Allir lesa í Hannesarholti

Í Hannesarholti eru margar vistarverur á fjórum hæðum hússins, margar hverjar henta vel til að hreiðra um sig með bók og lesa í félagsskap við aðra gesti hússins. Í tilefni af landsleiknum ALLIR LESA á vegum Bókmenntaborgar Unesco, vill Hannesarholt bjóða gestum í hús með lesefni sitt, eða fá lánað af bókakosti hússins. Þeir sem […]

meira

Japanskur andblær – myndlistarsýning

María Loftsdóttir hefur numið myndlist og sótt sér innblástur víða um heim. Hún hefur fjölskyldutengsl í Japan og hefur ferðast þar víða, alltaf með vatnslitablokkina í farteskinu. María hafði lengið gengið með þá hugmynd í maganum að gaman væri að sýna Japönum íslenskt landslag í vatnslitamyndum. Þegar jarðskjálftinn mikli reið yfir Japan aríð 2011 ákvað María […]

meira

Matur og menning alla helgina

Bóndadagsveisla á föstudag og sýningarlok myndlistarsýningar Oliviers Manoury. Tónleikar Kristjönu og Kvartetts Sigga Flosa á laugardag og opnun myndlistarsýningar Maríu Loftsdóttur. Syngjum saman á laugardag og þjóðbúningakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins. Verið velkomin.  

meira

Gleðilegt nýtt ár 2017

Hannesarholt óskar öllum velunnurum gleðilegs nýs árs. Um leið og við horfum með eftirvæntingu fram eftir árinu 2017 þökkum við fyrir samleið og viðtökur á þessum næstum fjórum árum sem Hannesarholt hefur starfað.

meira