Fréttir

Vikan stútfull af viðburðum 22.-26.febrúar

Næstu fimm daga verða sex menningarviðburðir í Hannesarholti. Tónleikar 22.febrúar, Kvöldstund með Helenu Eyjólfs 23., Sálartónlist og saga með Harold Burr 24., Vatnslitamyndir Mörtu Ólafsdóttur 25. Fegurð jarðar og sunnudagurinn 26.bæði með Syngjum saman með Jóhanni Vilhjálms og Gunnari Kr.Sigurjónssyni og bókakaffi með Ásdísi Thoroddsen. Léttur kvöldverður á undan kvöldviðburðum. Verið velkomin.

meira

Fréttabréf febrúar 2017

Ágætu vinir Hannesarholts. Vordagskrá Hannesarholts er komin í hús og getur fólk nálgast hana hér á Grundarstíg 10. Febrúar er mættur og þá er ekki verra að orna sér í hlýjunni í Hannesarholti og fá sér rjúkandi kaffitár eða súkkulaðibolla með góðgætinu úr eldhúsinu og njóta vatnslitamynda Maríu Lofsdóttur sem prýða veggi veitingahússins til 24.febrúar. […]

meira

Allir lesa í Hannesarholti

Í Hannesarholti eru margar vistarverur á fjórum hæðum hússins, margar hverjar henta vel til að hreiðra um sig með bók og lesa í félagsskap við aðra gesti hússins. Í tilefni af landsleiknum ALLIR LESA á vegum Bókmenntaborgar Unesco, vill Hannesarholt bjóða gestum í hús með lesefni sitt, eða fá lánað af bókakosti hússins. Þeir sem […]

meira

Japanskur andblær – myndlistarsýning

María Loftsdóttir hefur numið myndlist og sótt sér innblástur víða um heim. Hún hefur fjölskyldutengsl í Japan og hefur ferðast þar víða, alltaf með vatnslitablokkina í farteskinu. María hafði lengið gengið með þá hugmynd í maganum að gaman væri að sýna Japönum íslenskt landslag í vatnslitamyndum. Þegar jarðskjálftinn mikli reið yfir Japan aríð 2011 ákvað María […]

meira

Matur og menning alla helgina

Bóndadagsveisla á föstudag og sýningarlok myndlistarsýningar Oliviers Manoury. Tónleikar Kristjönu og Kvartetts Sigga Flosa á laugardag og opnun myndlistarsýningar Maríu Loftsdóttur. Syngjum saman á laugardag og þjóðbúningakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins. Verið velkomin.  

meira

Gleðilegt nýtt ár 2017

Hannesarholt óskar öllum velunnurum gleðilegs nýs árs. Um leið og við horfum með eftirvæntingu fram eftir árinu 2017 þökkum við fyrir samleið og viðtökur á þessum næstum fjórum árum sem Hannesarholt hefur starfað.

meira

Farfuglatónleikar 28.29.og 30.desember

Tónlistarnemar í jólaleyfi á Íslandi halda tónleika í Hannesarholti með stuðningi Reykjavíkurborgar. Rannveig Marta Sarc fiðluleikari, Magnús Hallur Jónsson óperusöngvari, Björg Brjánsdóttir þverflautuleikari og Bryndís Þórsdóttir fagottleikari, Rakel Björt Helgadóttir hornleikari og Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari, ásamt meðleikurum. Miðasala á midi.is

meira

Síðustu sýningardagar – Litir vatns og jarðar – vatnslitamyndir eftir Olivier Manoury

Sýningin stendur yfir til 20. janúar. „Ég er þeirrar skoðunar að efnistök og stíll eigi rætur sínar að rekja til eilífðartogstreitu hæfileika og takmarkana. Mín eigin myndverk eru einfaldlega tilraun til að reyna að fanga síbeytilegt ljós og andrými náttúrunnar sem og manngerðs umhverfis.“ – Olivier Manoury Olivier Manoury (f. 1953 í Tulle í Frakklandi) […]

meira

Jólaplatti í hádeginu, hefðbundinn og vegan

Fram að jólum geta gestir Hannesarholts gætt sér á dýrindis jólaplatta í hádeginu alla daga vikunnar. Tvenns konar jólaplattar verða á boðstólnum, annars vegar Jólaplatti með hefðbundnum jólaréttum og hins vegar Vegan-Jólaplatti. Jólaplatti með hefðbundum réttum: Hægelduð svínasíða í birkisírópi og Giljagaur jólabjór, heimalagað rauðkál, sykurbrúnuð kartafla og hátíðasósa Dönsk kæfa á rúgbrauði með berjasultu […]

meira

„Í faðmi fortíðar“ og „Andans eigin dóttir“

      „Í faðmi fortíðar“ heitir grein sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins þann 4. desember 2011, þegar 150 ár voru liðin frá fæðingu Hannesar Hafstein. Þar var gengið um Hannesarholt (Grundarstíg 10) í fylgd Ragnheiðar Jónsdóttur og sagt frá húsinu og framtíðardraumum því tengdu. Ragnheiður sagði meðal annars: „Það skiptir máli að tengjast fortíðinni, […]

meira