Fréttir

Fjarskinn er blár – myndlistarsýning Þóru Jónsdóttur

Þóra Jónsdóttir, ljóðskáld og myndlistakona opnaði sýningu á olíumálverkum 16. september, og stendur sýningin í fjórar vikur. Sýningin ber nafnið – Fjarskinn er blár og er sölusýning. Þóra Jónsdóttir Þóra Jónsdóttir er fædd 17. janúar 1925 á Bessastöðum á Álftanesi en ólst upp að Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og lauk […]

meira

Snorri Ásmundsson málverkasýningin Mulieres Praesantes

SNORRI ÁSMUNDSSON málverkasýningin Mulieres Praestantes Sýning Snorra er til heiðurs konum, en myndefnin eru konur sem skarað hafa fram úr í menningarsögunni til dagsins í dag. Titill sýningarinnar þýðir Yfirburðakonur. Snorra Ásmundsson þarf vart að kynna, en hann hefur verið framsækinn á íslensku myndlistarsenunni til fjölda ára. Hann hefur fengist jöfnum höndum við gjörningalist, vídeólist […]

meira

Menningarnótt í Hannesarholti frá 11-23

Matur og menning í Hannesarholti á Menningarnótt. Listsýningar, tónlist, matur og samvera. Opið í veitingastofum frá 11-23. Blönduð tónlistardagskrá í Hljóðbergi undir nafninu POPP&KLASSÍK. Þar kemur fram einvalalið tónlistarfólks frá kl.15-22: 15:00: ‘L’AMOUR, L’AMOUR’ Hafdís Vigfúsdóttir, flautuleikari, og Kristján Karl Bragason píanóleikari leika ástarlög úr ýmsum áttum. 16:00: Þorsteinn Eyfjörð, raftónlistarmaður, leikur nýjustu verk sín. […]

meira

Farfuglatónleikar

TÓNVISSUM FARFUGLUM BOÐIÐ AÐ HALDA TÓNLEIKA Tónlistarnemum í útlöndum er boðið að halda tónleika í Hannesarholti í jólaleyfinu. Hannesarholt stóð fyrir Farfuglatónleikum í jólaleyfinu á síðastliðnu ári, vakti mikla ánægju jafnt hjá flytjendum og njótendum. Eins og reynslan í fyrra sýndi þá er það kærkomið fyrir ungt tónlistarfólk að halda tónleika á heimaslóðum er og […]

meira

Málverkasýning – Linda Steinþórsdóttir

Málverkasýning Lindu Steinþórsdóttur stendur yfir í veitingastofum og á 2. hæð Hannesarholts til 18.ágúst. Málverkin eru í ýmsum stærðum og eru þau unnin í akrýl og strúktúrgel á striga. Linda hefur verið búsett í Austurríki undanfarin 29 ár, og starfað þar sem myndlistakona undir nafninu L.Stein, við góðan orðstýr. Leiðarminni í verkum Lindu er leikur […]

meira

Gyðjan innra með þér – ljósmyndasýning

Gyðjan innra með þér – er verkefni myndlistakonunnar Fríðu Kristínar Gísladóttur. Bókin fjallar um það hvernig við getum tengt okkur inn á við í gegnum hina ýmsu eiginleika eins og til dæmis gleði, þakklæti, örlæti og svo framvegis. Sú viska  sem flæðir fram í bókinni er viska alheimsins sem við höfum öll aðgang að og […]

meira

Síðustu sýningardagar Bryddingar – Dóra Emilsdóttir í Hannesarholti

Dóra Emilsdóttir, myndlistarkona, sýnir ný verk í Hannesarholti 8.6. – 6.7. 2017. Sýningin ber nafnið Bryddingar. Dóra lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987, en hélt hún þaðan áfram til framhaldsnáms í Hollandi, þar er hún nam við Gerrit Rietvelt Academie í Amsterdam. Þaðan lauk Dóra MA prófi í sjónlistum. Sýningin sýnir nýjustu […]

meira

Litur: grænn – Myndlistarsýning

Samsýning Hörpu Másdóttur og Hrafnhildar Gunnarsdóttur á ljósmyndum teknum 2016 á Íslandi og í Arizona. Sjónrænt samtal gefur þessum ólíku aðstæðum eigið tungumál þar sem litir, áferð og andstæður renna saman og segja sína eigin sögu. Samhliða ljósmyndunum sýnir Harpa verk sem hún vinnur með blandaðri tækni. Verkin eru unnin á viðarplötur og eru spunnin […]

meira

Síðustu dagar Myndlistarsýningar Hlyns Helgasonar – 12 rendur

Nú stendur yfir í veitingastofunum myndlistarsýning Hlyns Helgasonar myndlistarmanns og listfræðings. Hlynur er fæddur 1961. Hann lauk prófi frá málaradeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands ári 1986, hlaut kennsluréttindi frá Háskóla Íslands árið 1991, lauk MA gráðu í myndlist frá Goldsmith’s College í London árið 1994 og doktorsprófi í heimspeki listmiðlunar frá European Graduate School í Sviss […]

meira

Barnamenningarhátíð í Hannesarholti helgina 29.-30.apríl

Sköpun er í algleymingi í húsi skáldsins á barnamenningarhátíð nú um helgina 29.-30. apríl. Hannesarholt býður uppá tvenna viðburði á barnamenningarhátíð, kennslu í rappi á laugardag kl.14, þar sem Kolbeinn Sveinsson og Daníel Óskar Jóhannesson smita áhorfendur af takti, rými og skapandi meðförum á texta. Á sunnudag kl.14 leiðir Þórdís Lilja Samsonardóttir spunaferð sem byggir […]

meira