Fréttir

Gyðjan innra með þér – ljósmyndasýning

Gyðjan innra með þér – er verkefni myndlistakonunnar Fríðu Kristínar Gísladóttur. Bókin fjallar um það hvernig við getum tengt okkur inn á við í gegnum hina ýmsu eiginleika eins og til dæmis gleði, þakklæti, örlæti og svo framvegis. Sú viska  sem flæðir fram í bókinni er viska alheimsins sem við höfum öll aðgang að og […]

meira

Síðustu sýningardagar Bryddingar – Dóra Emilsdóttir í Hannesarholti

Dóra Emilsdóttir, myndlistarkona, sýnir ný verk í Hannesarholti 8.6. – 6.7. 2017. Sýningin ber nafnið Bryddingar. Dóra lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987, en hélt hún þaðan áfram til framhaldsnáms í Hollandi, þar er hún nam við Gerrit Rietvelt Academie í Amsterdam. Þaðan lauk Dóra MA prófi í sjónlistum. Sýningin sýnir nýjustu […]

meira

Litur: grænn – Myndlistarsýning

Samsýning Hörpu Másdóttur og Hrafnhildar Gunnarsdóttur á ljósmyndum teknum 2016 á Íslandi og í Arizona. Sjónrænt samtal gefur þessum ólíku aðstæðum eigið tungumál þar sem litir, áferð og andstæður renna saman og segja sína eigin sögu. Samhliða ljósmyndunum sýnir Harpa verk sem hún vinnur með blandaðri tækni. Verkin eru unnin á viðarplötur og eru spunnin […]

meira

Síðustu dagar Myndlistarsýningar Hlyns Helgasonar – 12 rendur

Nú stendur yfir í veitingastofunum myndlistarsýning Hlyns Helgasonar myndlistarmanns og listfræðings. Hlynur er fæddur 1961. Hann lauk prófi frá málaradeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands ári 1986, hlaut kennsluréttindi frá Háskóla Íslands árið 1991, lauk MA gráðu í myndlist frá Goldsmith’s College í London árið 1994 og doktorsprófi í heimspeki listmiðlunar frá European Graduate School í Sviss […]

meira

Barnamenningarhátíð í Hannesarholti helgina 29.-30.apríl

Sköpun er í algleymingi í húsi skáldsins á barnamenningarhátíð nú um helgina 29.-30. apríl. Hannesarholt býður uppá tvenna viðburði á barnamenningarhátíð, kennslu í rappi á laugardag kl.14, þar sem Kolbeinn Sveinsson og Daníel Óskar Jóhannesson smita áhorfendur af takti, rými og skapandi meðförum á texta. Á sunnudag kl.14 leiðir Þórdís Lilja Samsonardóttir spunaferð sem byggir […]

meira

12 rendur – myndlistarsýning Hlyns Helgasonar

Nú stendur yfir í veitingastofunum myndlistarsýning Hlyns Helgasonar myndlistarmanns og listfræðings. Hlynur er fæddur 1961. Hann lauk prófi frá málaradeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands ári 1986, hlaut kennsluréttindi frá Háskóla Íslands árið 1991, lauk MA gráðu í myndlist frá Goldsmith’s College í London árið 1994 og doktorsprófi í heimspeki listmiðlunar frá European Graduate School í Sviss […]

meira

Postulín og silfur

Tvær sýninganna á Hönnunarmars munu standa áfram næstu daga, á fyrstu hæð og baðstofulofti Hannesarholts. Hansína Jensdóttir með silfursmíði á 1.hæð http://honnunarmars.is/work/hrafntinna-brot-ur-natturu/, sem stendur fram að páskum og People from the Porcelain Factory, undir forystu Ewu Klowanski frá Póllandi með postulíns matar-og kaffistell: http://honnunarmars.is/work/folkid-fra-postulinsverksmidjunni/ á baðstofuloftinu framyfir helgi. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

meira

Hönnunarmars í Hannesarholti 23.-26.mars

Eins og undanfarin ár hýsir Hannesarholt vel valda listamenn og hönnuði á Hönnunarmars og verður sameiginleg opnun á sýningar þeirra fimmtudaginn 23.mars kl.18. Sjón er sögu ríkari! Meðal sýnenda í Hannesarholti þetta árið eru: Unnur Sæmundsdóttir með keramik http://honnunarmars.is/work/kertavasinn/, Ninna Þórarinsdóttir með tónlistarleikföng fyrir börn http://honnunarmars.is/work/bubbarnir/, Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir með keramik http://honnunarmars.is/work/um/, Hansína Jensdóttir með […]

meira

Töfrar náttúrunnar – myndlistarsýning

Marta Ólafsdóttir myndlistakona verður í Hannesarholti sunnudaginn 12 mars mill kl. 14 og 15. Marta fór úr líffræðinni og kennslustofunni yfir í listina. Síbreytilega náttúruna fangar hún nú með vatnslitum; litir, birta og ímyndunarafl einkenna fallegar myndir hennar sem prýðir veggi Hannesarholts frá 25. febrúar til 21. mars.

meira

Menningarhelgi í Hannesarholti

Helgin 25.-26.febrúar er þéttskipuð menningarviðburðum. Opnun myndlistarsýningar Mörtu Ólafsdóttur sem nefnist Fegurð náttúrunnar á laugardag kl.15. Á sunnudaginn er fyrst Sungið saman kl.15 í Hljóðbergi með frændunum Jóhanni Vilhjálmssyni og Gunnari Kr.Sigurjónssyni, þá Bókakaffi með Ásdísi Thoroddsen kl.16 í veitingastofunum á 1.hæð og loks endurtekin Kvöldstund með Helenu Eyjólfs kl.17 í Hljóðbergi. Miðar á midi.is […]

meira