Leynist lag í þér ? Lagakeppni Hannesarholts

7. okt. 2020

Hannesarholt hefur stofnað til lagakeppni við ljóð Hannesar Hafstein í samvinnu við Sýn og KPMG, sem hefur lagt til fé uppí peningaverðlaun fyrir þau þrjú lög sem reynast hlutskörpust. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hefur skilafrestur verið framlengdur til 20.október.