Myndlistarsýning Ingibjargar Hallgrímsdóttur Dalberg - leiðsögn

Flækingar og fastagestir, takk fyrir komuna

12. jún. 2018

Ingibjörg H. Dalberg veitir leiðsögn um sýningu sína Flækingar og fastagestir, takk fyrir komuna fimmtudaginn 21.júní kl.17 og fimmtudaginn 28.júní kl.17. 

Megin viðfangsefni sýningarinnar eru portret af flækingsfuglum, einkum bjarthegrum og hnúðsvönum, en fleiri eftirlætisfuglar svo sem kríur, maríuerlur og hrafnar fá að fylgja með. 

Portret af börnum koma einnig við sögu á sýningunni.

Málverkin eru unnin með olíu á striga og mörg unnin með rými hins sögufræga húss, Hannesarholts í huga og eru til sölu.

English:

The artist Inga H.Dalberg will be in Hannesarholt to share inspiration and ideas of her exhibition "Vagrants and migrants, thanks for coming". The main focus being portraits of birds and children. The paintings are now available for purchase.