Úrslit í lagakeppni Hannesarholts Leynist lag í þér?
Á afmælisdegi Hannesar Hafstein, 4.desember 2020 voru hátíðahöld dagsin með nokkuð öðrum hætti en áætlað va. Í stað þess að úrslit yrðu tilkynnt á tónleikum í Hannesarholti, voru þau tilkynnt í beinni útsendingu á fésbók Hannesarholts. Fjögur lög urðu hlutskörpust, og má hlýða á athöfnina hér: https://www.facebook.com/
Fyrstu verðlaun hlaut Valgerður Jónsdóttir fyrir lag við ljóðið Áraskiptin 1901-2, önnur verðlaun hlaut ЯÚN Guðrún Ólafsdóttir með lag við ljóðið Vísur á sjó og þriðju verðlaun hlaut Fransisco Javier Jáuregui með lag við ljóðið Blessuð sólin elskar allt. Loks hlutu sérstök húsverðlaun Silkikettirnir, þær Guðrún Hulda og Bergþóra Einarsdóttir með lag sem þær nefna Andans dóttir við ljóðið Strikum yfir stóru orðin. Við óskum verðlaunahöfum til hamingju og hlakkar til að heyra meira.
Okkur grunar að afmælisbarnið fagni gróskunni sem "vex í lundi nýrra skóga" - í Hannesarholti. Það gerum við sannarlega og erum stolt og þakklát fyrir þátttökuna í lagakeppnina og uppörvandi skilaboð lagahöfunda, sem margir hverjir þakka innblásturinn sem það hefur veitt þeim að gefa ljóðasafni Hannesar Hafstein frekari gaum.