Fjalldrapi - Afmælisdagur Hannesar Hafstein

https://www.youtube.com/watch?v=ZVdDP7CZaT0

Fjalldrapinn grær í Hannesarholti og í tilefni þess var efnt til samfagnaðar í Hljóðbergi Hannesarholts á afmælisdegi Hannesar Hafstein, miðvikudaginn 4.desember 2019. 

Hollvinir Hannesarholts styðja við útgáfu á hefti um Fjalldrapann, ljóð Hannesar Hafstein, sem hefur lifnað í málverki Eggerts Péturssonar, í tónsmíð Þóru Marteinsdóttur og í enskri þýðingu Julians Meldon D'Arcy. 

Barnakór úr Kópavogi frumflytur lag Þóru Marteinsdóttur við ljóð Hannesar Hafstein, undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur.

Afmæli Hannesar Hafstein var fagnað, ásamt þessum gjöfum sem sprottið hafa af ljóði hans Fjalldrapanum. Heftið Fjalldrapi / Dwarf Birch á ensku, verður fáanlegt í Hannesarholti áfram, og þar má meðal annars finna nótur að lagi Þóru og orð nokkurra einstaklinga um Fjalldrapann, Vigdísar Finnbogadóttur, Ragnheiðar Jónsdóttur, Hallgríms Helga Helgasonar, Arnórs Víkingssonar og Eggerts Péturssonar.  

Hér að neðan getur að líta upptökur af stundinni, frumflutningi lagsins af kórbörnum úr Kársnesskóla undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur og flutning Guðrúnar Ásmundsdóttur hollvinar Hannesarholts á ljóðinu, auk ávarpa Ragnheiðar Jónsdóttur stjórnarformanns Hannesarholts, Sigríðar Ólafsdóttur formanns Hollvina Hannesarholts og Amber Nystrom hollvinar Hannesarholts.

 

Opnun Hannesarholts

Opnun Hannesarholts og vígsla Hljóðbergs. 8. febrúar 2013.

Syngjum saman

Syngjum saman í Hannesarholti