Um Hollvinafélag Hannesarholts
Samvinna um samfélagsuppbyggingu
Hollvinafélag Hannesarholts var stofnað á haustmánuðum 2017. Það er samfélag fólks sem vill taka þátt í starfi sjálfseignarstofnunarinnar og styðja hana með ráðum og dáð. Það má leggjast á árar með því að safna fleiri hollvinum, viðskiptavinum og þátttakendum sem og styrktaraðilum. Einnig má bjóða fram krafta sína í ýmis verk í sjálfboðavinnu. Netfang ritara Hollvina er hollvinir@hannesarholt.is