Lagakeppni HannesarholtsHannesarholt skorar á lagahöfunda til þátttöku í lagakeppni við ljóð Hannesar Hafstein, fyrsta ráðherra Íslendinga. Ljóð Hannesar skipta hundruðum og eru fjölbreytt að formi, sem getur hentað fjölbreyttum tónlistarstefnum.

Sigurlagið verður frumflutt á tónleikum 7. nóvember 2020 í Hannesarholti ásamt völdum innsendum lögum.


Formkröfur

Skylt er að innsent lag samanstandi af ljóði eftir Hannes Hafstein með áður óbirtu lagi fyrir rödd, með eða án undirleiks, að eigin vali. Ekki þarf að nota öll erindi ljóðsins, en þau má að öðru leiti ekki breyta eða stílfæra.

Upptöku skal skila á rafrænu formi (.mp3 eða .wav, með eða án nótna) fyrir 20. október á netfangið lagakeppni@hannesarholt.is merkt: Það leynist lag í mér.

Koma skal fram höfundarnafn eða nafn á hóp.

Í dómnefnd sitja Þórður Magnússon, Kristjana Stefánsdóttir, Tryggvi M. Baldvinsson og fulltrúar frá útvarpsstöðvum Sýnar.

Leynist lag í þér er styrkt af KPMG