Gott yfirlit yfir veitingastofur

UM VEITINGASTOFUR

Veitingastofurnar hýsa matar-og kaffihúsagesti frá degi til dags. Bjartar, stílhreinar en hlýjar taka þær á móti gestum á fyrstu hæð Hannesarholts. Þær eru jafnframt til útleigu.

Í veitingastofunum má hýsa allt að 45 manns til borðs en einnig er hægt að rýma stofurnar fyrir standandi veislur.

Píanó og hljóðkerfi eru til staðar og myndlistarsýningar eru jafnan haldnar í veitingastofunum á 1.hæð.

UM BAÐSTOFUNA

Baðstofan er fjölnota rými sem hentar fyrir óformlega viðburði, námskeið, ráðstefnur, sýningar eða móttökur. Þess á milli er risloftið ævintýralegt leikherbergi fyrir börn og fullorðna.

Athugið að takmörkuð lofthæð er í rýminu.

Mynd af baðstofunni, það er drasl út um allt
*POV* þú ert í arinstofunni

UM ARINSTOFU

Arinstofan hentar fyrir smærri fundi í einstaklega hlýlegu og heimilislegu umhverfi. Hægt er að panta kaffi og heimabakaðar kræsingar á fundinn frá eldhúsinu.

UM HVÍTA HERBERGIÐ

Hvíta herbergið er bjart og stílhreint og má raða upp eftir þörfum. Herbergið tekur 10 manns við borð og hentar vel fyrir ýmis konar fundi eða smærri samkomur.

Hægt er að leigja með eða án veitinga í formi kaffisopa og heimabakaðra kræsinga eða vandaðs hádegis- eða kvöldverðar.

Í herberginu er þráðlaust net, flatskjár. Í boði eru einnig tússtafla, flettitafla eða PC tölva sé þess óskað.

einhver gleymdi að setja alt texta :/
Yfirlit yfir Rauða Herbergið (það er mjög rautt)

UM RAUÐA HERBERGIÐ

Rauða herbergið er einstaklega friðsæll og notalegur staður til að halda fund eða lítið boð í góðu næði.

Herbergið tekur 8 manns við borð og hentar vel fyrir ýmist morgunfundi, hádegisfundi eða smærri samkomur.

Í herberginu er þráðlaust net en boðið er uppá PC tölvu, flettitöflu, tússtöflu og skjávarpa sé þess óskað.

Hægt er að bóka einkakvöldverð í næði í rauða herberginu á völdum stundum.

UM HLJÓÐBERG

Í viðbyggingu (gengið inn frá Skálholtsstíg) er nýr og vandaður fjölnota salur.

Hljóðberg er tónleikasalur Hannesarholts og jafnframt stærsta útleigurými hússins. Sérstaklega var hugað að hljóðhönnun og hljóðvist salarins með flutning klassískrar tónlistar í huga. Í salnum er rómaður 211 Steinway flygill, sem var sérstaklega valinn fyrir Hannesarholt.

Hljóðberg hentar einnig til funda-, námskeiða og ráðstefnuhalds fyrir 15-80 manns og er bæði skjávarpi og hátalarakerfi til staðar.

Mynd af flyglinum okkar stórfenglega