Starfsemi

Hannesarholt er fjölbreytt menningarhús sem opið er almenningi alla daga vikunnar.

Veitingahús

Á 1.hæð er rekið veitingahús, þar sem framreiddir eru léttir réttir í hádegi, kaffi og dýrindis bakkelsi. Einnig veitingar fyrir veislur og fundi. Opið alla virka daga frá kl.8.00-17.00 og um helgar frá kl. 11.00-17.00 , einnig gjarnan á undan menningarviðburðum að kvöldlagi.

Fundaraðstaða og tónleikasalur

Hljóðberg er sérhannaður salur fyrir tónleikahald en hentar einnig fyrir ýmsa viðburði, sýningar og minni ráðstefnur. Auk þess má leigja minni fundarherbergi á 2. og 3. hæð.

Viðburðir og fréttir

Á vefnum má finna upplýsingar um viðburði framundan, fréttir af starfseminni, myndasafn og umfjöllun fjölmiðla um stofnunina.