Opnunartími og þjónusta

Opið virka daga frá kl. 8 til 17. Veitingastofur eru opnar og í boði er morgunverður, hádegisverður og kökur. Hægt er að leigja fundarherbergi fyrir stóra sem smáa fundi, fyrirlestra, tónleika, móttökur og veislur. Um helgar opið frá kl. 11 til 17.  Fyrir menningarviðburði er í boði léttur kvöldverður en bóka þarf borð fyrirfram.