Veitingahúsið

Opið alla daga frá kl. 11:30 - 17:00

Maturinn í Hannesarholti

Heimatilbúinn og hollur matur útbúinn frá grunni.

Á matseðli okkar er alltaf að finna úrval grænmetisrétta ásamt ferskum fiskrétti dagsins. Réttirnir, sem allir eru heimatilbúnir frá grunni, eru unnir úr hráefnum sem við sækjum í nærumhverfi okkar. Á matseðli kappkostum við að hafa alltaf gott úrval Vegan-rétta, en þeir eru framleiddir án dýraafurða. 

Meðvituð innkaupa- og neyslustefna

Í Hannesarholti ríkir umhverfismeðvituð neyslu-, matar- og innkaupastefna. Við leggjum okkar af mörkum, til að lágmarka vist­sporið sem húsið og starfsemin skilur eftir sig með flokkun sorps og leggjum okkur fram um að það sem fellur af í rekstrinum, fái nýtt líf í höndum annarra. 

Réttirnir, sem allir eru heimatilbúnir frá grunni, eru unnir úr hráefnum sem við sækjum í nærumhverfi okkar.