Erlingur Páll Ingvarsson - Gula sólin mamma

  • 1.11.2020 - 19.11.2020, 15:00 - 17:00, Veitingastofur

Þessi sýning er hugmyndalega tvískipt milli tveggja rýma í Hannesarholti en heildrænt skyld hvað efnisnotkun varðar. Sameiginlegur uppruni verkanna eru skissur sem hættu við að verða drög að einhverju og vildu standa sem fullbúin sjálfstæð verk. Myndirnar eru gerðar með ýmsum tegund­um lita og efna en öll eru þær á pappírsgrunni.

1 Hringurinn, hið fullkomnasta form, hefur fylgt mannkyninu frá upphafi og er einskonar vöggugjöf til allra og alls ekki eingöngu listafólks. Ég er þá að vísa til þess að algengast er að það fyrsta sem hvert mannsbarn sér eftir fæðingu eru augasteinar. Hringformið er allt um lykjandi frá hinu stærsta sem við sjáum í himingeimnum til hinna smæstu öreinda. Hringurinn er virkur í vísindum og tækni. Hringurinn á sér endalausar birtingarmyndir í hugmyndaheimi mannkyns og hefur táknræna merkingu í heimspeki, trúarbrögðum, dulspeki (mysticism), goðsögnum (mythology), öllum listum og þannig mætti lengi telja.

Hér á sýningunni birtist hann hverjum og einum til eigin upplifunar og túlkunar.

2 Línan, sem getur verið tákn kyrrðar og stöðugleika, getur einnig myndað og búið til öll form, bæði geometrísk og lífræn. Línan, bæði hugsuð og teiknuð, er til dæmis einhver upprunalegasta leið okkar til þess að skýra fyrir okkur heimsmyndina og skrásetja, teikna upp og skipuleggja umhverfi okkar.

Hér á sýningunni birtast línur hverjum og einum til eigin upplifunar og túlkunar.

Erlingur Páll Ingvarsson (1952) er starfandi listamaður í Reykjavík. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1974-1978. Eftir það fór hann í framhaldsnám til Hollands í De Vrije Academie Den Haag með búsetu í Amsterdam og síðan til Þýskalands í Den Stadtliche Kunstacademie, Düsseldorf. Erlingur Páll hefur að baki 8 einkasýningar og nokkrar samsýningar. Listformið hefur spannað vítt svið: meðal annars skúlptúr, innsetningar, gjörninga, ljósmyndir og texta, en hann hefur nú um langt skeið notað málverk sem sinn helsta miðil. Sýningin er tileinkuð hljómsveitinni Gula sólin mamma.


Eldri sýningar

Erlingur Páll Ingvarsson - Gula sólin mamma 1.11.2020 - 19.11.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

List án landamæra - Björn Traustason 21.10.2020 - 1.11.2020 16:00 - 17:00

 

Birting - Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir 19.9.2020 - 20.10.2020 15:00 - 17:00 Hljóðberg

 

Birtingarmyndir - Stefán Boulter 29.8.2020 - 17.9.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Farvegur - Ólöf Svava Guðmundsdóttir 8.8.2020 - 26.8.2020 15:00 - 17:00

 

Í HRING - Myndlistarsýning Hörpu Másdóttur 29.5.2020 - 29.6.2020 16:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Samsýning Linda Björk, Rakel og Johann Wimmer 27.2.2020 - 12.3.2020 17:00 Veitingastofur

 

Veisla - Hanna Hlíf Bjarnadóttir 1.2.2020 - 26.2.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Hirsla Pandóru - Kristinn Örn Guðmundsson 8.1.2020 - 30.1.2020 16:00 Veitingastofur

 

Leið mín að silkinu/ Mon chemin vers la soie 30.11.2019 - 4.1.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Verndarvættir Íslands - Sigrún Úlfarsdóttir 16.11.2019 - 28.11.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Surtsey - nýr heimur 26.10.2019 - 15.11.2019 15:00 Veitingastofur

 

Slaufur og höfuðföt / Bows and hats 11.10.2019 - 20.10.2019 14:00 - 17:00 Risloft

 

Hvíslið í djúpinu - Helga Sigríður Valdemarsdóttir 5.10.2019 - 25.10.2019 15:00 Veitingastofur

 

Litskúraleiðingar við Ægissíðu - Kristján Jessen 1.9.2019 - 1.10.2019 15:00 Veitingastofur

 

Úr undrakistu alheimsins - Jón Vilhjálmur Stefánsson 17.8.2019 - 1.9.2019 15:00 - 17:00 Hljóðberg

 

Verður og fer sem fer? / Que sera sera? 10.5.2019 - 14.6.2019 16:00 - 18:00 Veitingastofur

 

Boðar og brim - Guðrún B. Ingibjartsdóttir 9.4.2019 - 8.5.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Nikulás Sigfússon afmælissýning 30.3.2019 - 7.4.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Vatnslitamyndir Margrétar Kolka Haraldsdóttur 2.2.2019 - 26.2.2019 16:00 Veitingastofur

 

Sögumálverk - samferðamenn - Soffía Sæmundsdóttir 4.11.2018 - 28.11.2018 16:00 - 22:00 Veitingastofur

 

Þrándur Þórarinsson Borgarmyndir 6.10.2018 - 1.11.2018 16:00 - 8:00

 

"Jöklasýn" 8.9.2018 - 3.10.2018 16:00 - 17:00 Veitingastofur

Guðrún Benedikta Elíasdóttir opnar myndlistarsýningu sína "Jöklasýn" í Hannesarholti laugardaginn 8.september kl.16.

Lesa meira
 

"Hún" frá Afríku til Íslands 27.7.2018 - 4.9.2018 16:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Katrín Jónsdóttir 30.6.2018 - 26.7.2018 Veitingastofur

Katrín Jónsdóttir, grafískur hönnuður sýnir myndskreytinga á sýningu sem hún nefnir Samtal og stendur fram eftir júlímánuði. Í verkum sínum tekst Katrín á við spurningar um öryggi og mannúð, um ógnanir og frelsi, um pláss í samfélaginu fyrir alla plássleysi. Þakklæti til samfélags og samferðamanna sem hafa veitt öryggi og stuðning, en jafnframt meðvitund um hina mörgu sem ekki njóta þess sama.

Lesa meira
 

Ingibjörg Hallgrímsdóttir Dalberg 31.5.2018 - 28.6.2018 Veitingastofur

 

Marilyn Herdís Mellk 3.5.2018 - 30.5.2018 Veitingastofur

Marilyn Herdís Mellk opnar sýningu á verkum sínum þann 3.maí í Hannesarholti og mun hún standa í fjórar vikur.

Lesa meira
 

Hilmar Hafstein Svavarsson 5.4.2018 - 2.5.2018 Veitingastofur

 

Gjúgg í blóm (Peekaboo) eftir Georg Douglas 1.3.2018 - 28.4.2018 Veitingastofur

Georg Douglas opnar málverkasýningu í Hannesarholti fimmtudaginn 1. mars sem nefnist ,,Gjúgg í blóm" - ,,Peekaboo".

Lesa meira
 

Fjarskinn er blár 16.9.2017 - 14.10.2017 15:00 - 17:00 Veitingastofur

Þóra Jónsdóttir, myndlistakona og ljóðskáld, heldur sýningu á vatnslitaverkum sínum og hefst sýningin á opnun laugardaginn 16. september kl. 15:00.

Lesa meira
 
Síða 1 af 5