Fegurð og fögnuður / serenity and celebration - Vignir Jóhannsson

  • 14.3.2020 - 26.5.2020, 15:00 - 17:00, Hljóðberg

Vignir Jóhannsson listmálari opnar sýningu sína Fegurð og fögnuður  / beauty and serenity í veitingastofum Hannesarholts laugardaginn 14.mars kl.15. Á sýningunni eru landslagsmálverk og fíguratíf, "sjáðu mig" verk, sem Vignir hefur unnið að undanförnu í Danmörku, þar sem hann býr og starfar.

Vignir hefur starfað að myndlist og sýnt verk sín allt frá árinu 1978, bæði á Íslandi og víða erlendis. Hann hefur yfir ferilinn unnið grafíkverk, skúlptúra, leikmyndir og málverk. Sýningin er sölusýning og stendur fram að páskum, að minnsta kosti. 

Fegurð og fögnuður

Það getur gerst við listsköpun að fegurð mæti fordómum ef listamaðurinn heldur henni frá verki sínu. Í staðinn fyrir fegurðina býr hann til listaverk sem hverfist til dæmis um andstæða krafta sem takast á um tilfinningar og veita verkinu afl og styrk. Allt annað gerist ef fegurðin er sett í framsætið. Listamaðurinn þarf að finna þá þörf hjá sér að einfalda viðfangsefnið og koma fegurðinni, eins og hann sér hana, fyrir í túlkun sinni í verkinu. Oft þarf að treysta á skynjun fegurðarinnar til að geta túlkað hana einfaldlega og án tilgerðar. Þetta er ekki alltaf auðvelt þar sem fegurðin er svo margbrotin. Reynsla listamannsins ræður vali hans á myndefni, litum og formum. Þessi verk eru mín túlkun á fegurð og fögnuði sem lífið hefur fært mér gegnum tíðina. 

Fegurðin

Náttúran er meira undraverk en listin getur nokkru sinni náð að fullkomna. Í ljósi og litbrigðum á mótum lands og sjávar birtist fegurð sem fangar hug áhorfandans. Myndefnið er ekki nýtt í sögulegu samhengi en myndirnar freista ferskrar nálgunar að fegurðinni sem er túlkuð hér á látlausan hátt gegnum þekkta fjallasýn og sjávarsýn og mjúk litabrigði sem ögra ekki tilfinningum. Fegurðarinnar má njóta án fyrirhafnar og í látlausu jafnvægi. 

Fögnuðurinn

Nútíminn leyfir okkur fyrir sitt leyti að halda upp á eigin árangur, bæði í leik og starfi. Þegar við náum settu marki – komumst yfir marklínuna í maraþonhlaupi, skorum mark eða náum upp á fjallstindinn – teygjum við hendurnar upp til himins í líkamlegri tjáningu á fögnuði okkar yfir eigin árangri. Sjáðu mig! Nú mega aðrir taka eftir. Þetta er hluti af fögnuðinum yfir fegurð lífsins. Þetta myndefni er mér hugstætt og táknrænt fyrir atvik sem flestir geta lent í að upplifa. Sem barn úti í náttúrinni setti maður sér oft það markmið að klífa stóran stein sem varð á vegi manns. Þegar það tókst að ná settu marki vildi maður deila með öðrum unnum sigri á steininum og gleði sigurvegarans. Unnum sigrum í eigin lífi getum við leyft okkur að fagna án hiks og svo aðrir sjái. Það vekur góðar tilfinningar, uppörvun og innri sátt. 

Sjá nánar á Atelier Vignir á fésbók.

Hannesarholt er lokað tímabundið vegna heimsfaraldursins, en það má hafa samband og sjá sýningu Vignis eftir samkomulagi. Hér getur að líta nokkur myndbönd frá sýningunni. 

Frá sýningu Vignis Jóhannssonar

 


Eldri sýningar

´Hýsill´ - Mellí 11.12.2020 - 10.1.2021 14:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Um landið - Ingibjörg Dalberg 20.11.2020 - 10.12.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Erlingur Páll Ingvarsson - Gula sólin mamma 1.11.2020 - 19.11.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

List án landamæra - Björn Traustason 21.10.2020 - 1.11.2020 16:00 - 17:00

 

Birting - Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir 19.9.2020 - 20.10.2020 15:00 - 17:00 Hljóðberg

 

Birtingarmyndir - Stefán Boulter 29.8.2020 - 17.9.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Farvegur - Ólöf Svava Guðmundsdóttir 8.8.2020 - 26.8.2020 15:00 - 17:00

 

Í HRING - Myndlistarsýning Hörpu Másdóttur 29.5.2020 - 29.6.2020 16:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Samsýning Linda Björk, Rakel og Johann Wimmer 27.2.2020 - 12.3.2020 17:00 Veitingastofur

 

Veisla - Hanna Hlíf Bjarnadóttir 1.2.2020 - 26.2.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Hirsla Pandóru - Kristinn Örn Guðmundsson 8.1.2020 - 30.1.2020 16:00 Veitingastofur

 

Leið mín að silkinu/ Mon chemin vers la soie 30.11.2019 - 4.1.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Verndarvættir Íslands - Sigrún Úlfarsdóttir 16.11.2019 - 28.11.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Surtsey - nýr heimur 26.10.2019 - 15.11.2019 15:00 Veitingastofur

 

Slaufur og höfuðföt / Bows and hats 11.10.2019 - 20.10.2019 14:00 - 17:00 Risloft

 

Hvíslið í djúpinu - Helga Sigríður Valdemarsdóttir 5.10.2019 - 25.10.2019 15:00 Veitingastofur

 

Litskúraleiðingar við Ægissíðu - Kristján Jessen 1.9.2019 - 1.10.2019 15:00 Veitingastofur

 

Úr undrakistu alheimsins - Jón Vilhjálmur Stefánsson 17.8.2019 - 1.9.2019 15:00 - 17:00 Hljóðberg

 

Verður og fer sem fer? / Que sera sera? 10.5.2019 - 14.6.2019 16:00 - 18:00 Veitingastofur

 

Boðar og brim - Guðrún B. Ingibjartsdóttir 9.4.2019 - 8.5.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Nikulás Sigfússon afmælissýning 30.3.2019 - 7.4.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Vatnslitamyndir Margrétar Kolka Haraldsdóttur 2.2.2019 - 26.2.2019 16:00 Veitingastofur

 

Sögumálverk - samferðamenn - Soffía Sæmundsdóttir 4.11.2018 - 28.11.2018 16:00 - 22:00 Veitingastofur

 

Þrándur Þórarinsson Borgarmyndir 6.10.2018 - 1.11.2018 16:00 - 8:00

 

"Jöklasýn" 8.9.2018 - 3.10.2018 16:00 - 17:00 Veitingastofur

Guðrún Benedikta Elíasdóttir opnar myndlistarsýningu sína "Jöklasýn" í Hannesarholti laugardaginn 8.september kl.16.

Lesa meira
 

"Hún" frá Afríku til Íslands 27.7.2018 - 4.9.2018 16:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Katrín Jónsdóttir 30.6.2018 - 26.7.2018 Veitingastofur

Katrín Jónsdóttir, grafískur hönnuður sýnir myndskreytinga á sýningu sem hún nefnir Samtal og stendur fram eftir júlímánuði. Í verkum sínum tekst Katrín á við spurningar um öryggi og mannúð, um ógnanir og frelsi, um pláss í samfélaginu fyrir alla plássleysi. Þakklæti til samfélags og samferðamanna sem hafa veitt öryggi og stuðning, en jafnframt meðvitund um hina mörgu sem ekki njóta þess sama.

Lesa meira
 

Ingibjörg Hallgrímsdóttir Dalberg 31.5.2018 - 28.6.2018 Veitingastofur

 

Marilyn Herdís Mellk 3.5.2018 - 30.5.2018 Veitingastofur

Marilyn Herdís Mellk opnar sýningu á verkum sínum þann 3.maí í Hannesarholti og mun hún standa í fjórar vikur.

Lesa meira
 

Hilmar Hafstein Svavarsson 5.4.2018 - 2.5.2018 Veitingastofur

 

Gjúgg í blóm (Peekaboo) eftir Georg Douglas 1.3.2018 - 28.4.2018 Veitingastofur

Georg Douglas opnar málverkasýningu í Hannesarholti fimmtudaginn 1. mars sem nefnist ,,Gjúgg í blóm" - ,,Peekaboo".

Lesa meira
 

Fjarskinn er blár 16.9.2017 - 14.10.2017 15:00 - 17:00 Veitingastofur

Þóra Jónsdóttir, myndlistakona og ljóðskáld, heldur sýningu á vatnslitaverkum sínum og hefst sýningin á opnun laugardaginn 16. september kl. 15:00.

Lesa meira
 
Síða 1 af 5