Boðar og brim - Guðrún B. Ingibjartsdóttir

  • 9.4.2019 - 8.5.2019, 15:00 - 17:00, Veitingastofur

Guðrún B. Ingibjartsdóttir heldur einkasýningu á vatnslitamyndum í Hannesarholti 13. apríl til 8. maí. 2019

Guðrún er fædd og uppalin á bænum Hesti við Ísafjarðardjúp. Guðrún er sjúkraliði og hefur unnið á Landsspítala/Háskólasjúkrahúsi lengst af en starfar nú á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík.

Guðrún hefur málað með vatnslitum í rúm 20 ár alveg síðan hún fór fyrst á námskeið hjá Erlu Sigurðardóttur í Myndlistaskóla Kópavogs. Síðan hefur Guðrún sótt mörg námskeið í vatnslitamálun hér og einnig í Englandi og Frakklandi. Guðrún hefur haldið nokkrar einkasýningar og eina samsýningu.

Opnun 15:00 til 17:00 þann 13. apríl 2019


Eldri sýningar

Þrándur Þórarinsson Borgarmyndir 6.10.2018 - 1.11.2018 16:00 - 8:00

 

"Jöklasýn" 8.9.2018 - 3.10.2018 16:00 - 17:00 Veitingastofur

Guðrún Benedikta Elíasdóttir opnar myndlistarsýningu sína "Jöklasýn" í Hannesarholti laugardaginn 8.september kl.16.

Lesa meira
 

"Hún" frá Afríku til Íslands 27.7.2018 - 4.9.2018 16:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Katrín Jónsdóttir 30.6.2018 - 26.7.2018 Veitingastofur

Katrín Jónsdóttir, grafískur hönnuður sýnir myndskreytinga á sýningu sem hún nefnir Samtal og stendur fram eftir júlímánuði. Í verkum sínum tekst Katrín á við spurningar um öryggi og mannúð, um ógnanir og frelsi, um pláss í samfélaginu fyrir alla plássleysi. Þakklæti til samfélags og samferðamanna sem hafa veitt öryggi og stuðning, en jafnframt meðvitund um hina mörgu sem ekki njóta þess sama.

Lesa meira
 

Ingibjörg Hallgrímsdóttir Dalberg 31.5.2018 - 28.6.2018 Veitingastofur

 

Marilyn Herdís Mellk 3.5.2018 - 30.5.2018 Veitingastofur

Marilyn Herdís Mellk opnar sýningu á verkum sínum þann 3.maí í Hannesarholti og mun hún standa í fjórar vikur.

Lesa meira
 

Hilmar Hafstein Svavarsson 5.4.2018 - 2.5.2018 Veitingastofur

 

Gjúgg í blóm (Peekaboo) eftir Georg Douglas 1.3.2018 - 28.4.2018 Veitingastofur

Georg Douglas opnar málverkasýningu í Hannesarholti fimmtudaginn 1. mars sem nefnist ,,Gjúgg í blóm" - ,,Peekaboo".

Lesa meira
 

Fjarskinn er blár 16.9.2017 - 14.10.2017 15:00 - 17:00 Veitingastofur

Þóra Jónsdóttir, myndlistakona og ljóðskáld, heldur sýningu á vatnslitaverkum sínum og hefst sýningin á opnun laugardaginn 16. september kl. 15:00.

Lesa meira
 
Síða 2 af 3