"Jöklasýn"

Myndlistarsýning Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur

  • 8.9.2018 - 3.10.2018, 16:00 - 17:00, Veitingastofur

Guðrún Benedikta Elíasdóttir útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og hefur búið og starfað við myndlist og myndlistarkennslu á Íslandi, í Frakklandi og Lúxemborg. Í dag vinnur hún vinnur að list sinni auk þess að kenna myndlist og leirmótun í Menntaskólanum við Sund.

Guðrún hefur tekið þátt í fjölmörgum einka-og samsýningum í sýningarsölum bæði hérlendis og víðs vegar um Evrópu og í Bandaríkjunum.  Má þar helst nefna CAL, Cercle Artistique de Luxembourg, artmetz í Metz í Frakklandi, EVBK í Prüm í Þýskalandi og einkasýningar í Konchthaus Beim Engel í Lúxemborg, Svavarssafni, Slunkaríki, Populus Tremula og Menningarmiðstöð í Spönginni (Artótek). Hún hefur dvalið á gestavinnustofum í Frakklandi og á Akureyri. Guðrún var ein af stofnendum Gallerí Skruggusteins og rak það þar til hún flutti til Suður-Frakklands og var í tengslum við það kjörin bæjarlistamaður Kópavogs 1996.

“Ég vinn með náttúruna í víðri merkingu. Ég bý til mína eigin liti eða temperu sem kallast "patine au vin". Innihaldið er í m.a. hvítvín, egg og sitthvað fleira. Uppskriftin er ævagömul og ég fann hana í litaduftsverksmiðju í Roussillon í Frakklandi þar sem unninn er litur úr fjöllunum. Hef verið að þróa hana áfram síðan árið 2006 þegar ég var á gestavinnustofu í suður Frakklandi.

En til að auka sjálfbærni og virðingu við náttúruna þá hef ég minnkað notkun á innfluttu litadufti og sæki mína liti sjálf í Íslenska náttúru. Myl grjót sem ég finn víðs vegar um landið á ferðum mínum og nota í málverkið. Auk þess að nýta eldfjallaösku þar sem það á við. Ég er mest að vinna með jöklana núna m.a. áhrif hlýnunnar á þá, en jöklar eru einlægt áhugamál þar sem ég ólst upp á Hornafirði í nálægð við Vatnajökul og tókst meira að segja að detta í jökulsprungu á unglings aldri, svo að ég hef skoðað þá í meira návígi en margur.

Þar sem bráðnun jöklanna eykst hraðar en nokkru sinni finnst mér ástæða til að halda áfram að minna á þessa stórfenglegu risa sem hafa svo mikil áhrif á umhverfi sitt og ekki síður áhrifin sem umhverfið hefur á þá.  Mér finnst líka mjög viðeigandi að koma þessu til skila á strigann með efnum úr íslenskri náttúru. Einnig átökum elds og íss, öskufallið sem myndar fíngerðar línuteikningar á fannhvítar breiðurnar.”

Frekari upplýsingar um nám og sýningarferil má finna á heimasíðunni www.rbenedikta.com


Eldri sýningar

Erlingur Páll Ingvarsson - Gula sólin mamma 1.11.2020 - 19.11.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

List án landamæra - Björn Traustason 21.10.2020 - 1.11.2020 16:00 - 17:00

 

Birting - Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir 19.9.2020 - 20.10.2020 15:00 - 17:00 Hljóðberg

 

Birtingarmyndir - Stefán Boulter 29.8.2020 - 17.9.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Farvegur - Ólöf Svava Guðmundsdóttir 8.8.2020 - 26.8.2020 15:00 - 17:00

 

Í HRING - Myndlistarsýning Hörpu Másdóttur 29.5.2020 - 29.6.2020 16:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Samsýning Linda Björk, Rakel og Johann Wimmer 27.2.2020 - 12.3.2020 17:00 Veitingastofur

 

Veisla - Hanna Hlíf Bjarnadóttir 1.2.2020 - 26.2.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Hirsla Pandóru - Kristinn Örn Guðmundsson 8.1.2020 - 30.1.2020 16:00 Veitingastofur

 

Leið mín að silkinu/ Mon chemin vers la soie 30.11.2019 - 4.1.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Verndarvættir Íslands - Sigrún Úlfarsdóttir 16.11.2019 - 28.11.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Surtsey - nýr heimur 26.10.2019 - 15.11.2019 15:00 Veitingastofur

 

Slaufur og höfuðföt / Bows and hats 11.10.2019 - 20.10.2019 14:00 - 17:00 Risloft

 

Hvíslið í djúpinu - Helga Sigríður Valdemarsdóttir 5.10.2019 - 25.10.2019 15:00 Veitingastofur

 

Litskúraleiðingar við Ægissíðu - Kristján Jessen 1.9.2019 - 1.10.2019 15:00 Veitingastofur

 

Úr undrakistu alheimsins - Jón Vilhjálmur Stefánsson 17.8.2019 - 1.9.2019 15:00 - 17:00 Hljóðberg

 

Verður og fer sem fer? / Que sera sera? 10.5.2019 - 14.6.2019 16:00 - 18:00 Veitingastofur

 

Boðar og brim - Guðrún B. Ingibjartsdóttir 9.4.2019 - 8.5.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Nikulás Sigfússon afmælissýning 30.3.2019 - 7.4.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Vatnslitamyndir Margrétar Kolka Haraldsdóttur 2.2.2019 - 26.2.2019 16:00 Veitingastofur

 

Sögumálverk - samferðamenn - Soffía Sæmundsdóttir 4.11.2018 - 28.11.2018 16:00 - 22:00 Veitingastofur

 

Þrándur Þórarinsson Borgarmyndir 6.10.2018 - 1.11.2018 16:00 - 8:00

 

"Jöklasýn" 8.9.2018 - 3.10.2018 16:00 - 17:00 Veitingastofur

Guðrún Benedikta Elíasdóttir opnar myndlistarsýningu sína "Jöklasýn" í Hannesarholti laugardaginn 8.september kl.16.

Lesa meira
 

"Hún" frá Afríku til Íslands 27.7.2018 - 4.9.2018 16:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Katrín Jónsdóttir 30.6.2018 - 26.7.2018 Veitingastofur

Katrín Jónsdóttir, grafískur hönnuður sýnir myndskreytinga á sýningu sem hún nefnir Samtal og stendur fram eftir júlímánuði. Í verkum sínum tekst Katrín á við spurningar um öryggi og mannúð, um ógnanir og frelsi, um pláss í samfélaginu fyrir alla plássleysi. Þakklæti til samfélags og samferðamanna sem hafa veitt öryggi og stuðning, en jafnframt meðvitund um hina mörgu sem ekki njóta þess sama.

Lesa meira
 

Ingibjörg Hallgrímsdóttir Dalberg 31.5.2018 - 28.6.2018 Veitingastofur

 

Marilyn Herdís Mellk 3.5.2018 - 30.5.2018 Veitingastofur

Marilyn Herdís Mellk opnar sýningu á verkum sínum þann 3.maí í Hannesarholti og mun hún standa í fjórar vikur.

Lesa meira
 

Hilmar Hafstein Svavarsson 5.4.2018 - 2.5.2018 Veitingastofur

 

Gjúgg í blóm (Peekaboo) eftir Georg Douglas 1.3.2018 - 28.4.2018 Veitingastofur

Georg Douglas opnar málverkasýningu í Hannesarholti fimmtudaginn 1. mars sem nefnist ,,Gjúgg í blóm" - ,,Peekaboo".

Lesa meira
 

Fjarskinn er blár 16.9.2017 - 14.10.2017 15:00 - 17:00 Veitingastofur

Þóra Jónsdóttir, myndlistakona og ljóðskáld, heldur sýningu á vatnslitaverkum sínum og hefst sýningin á opnun laugardaginn 16. september kl. 15:00.

Lesa meira
 
Síða 1 af 5