Leið mín að silkinu/ Mon chemin vers la soie

  • 30.11.2019 - 4.1.2020, 15:00 - 17:00, Veitingastofur

Louisa St. Djermoun opnar sýningu sína í Hannesarholti 

„Leið mín að Silkinu – Mon chemin vers la Soie“  laugardaginn 30. nóvember kl. 15-17.

 

Louisa er 47 ára íslensk /frönsk-alsírsk myndlistarkona, fædd og uppalin í Reykjavík, sem verið hefur búsett í Frakklandi síðastliðin 18 ár.

Þetta er önnur myndlistarsýning Louisu á Íslandi á þessu ári en hún hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum sýningum víðsvegar í Frakklandi og var verk hennar t.a.m. valið besta verk sýningar evrópuhússinns í Montpellier á viku listarinnar í október á þessu ári.

 

Sýningin í Hannesarholti markar hennar fyrstu skref inn í textíl heiminn þar sem hún mun við þetta tækifæri, auk málverka, kynna nýja línu af silkislæðum undir vörumerkinu Louisa St. Djermoun / LSD.
Opnunin verður haldin við undirleik Afro/Cuban kvartetts Einars Scheving, sem auk Einars er skipaður Ara Braga Kárasyni á trompet, Eyþóri Gunnarssyni á píanó og slagverk og Róberti Þórhallssyni á bassa.

Louisa er fædd og uppalin í Skerjafirðinum í Reykjavík en hefur búið í Frakklandi meira og minna sl. 18 ár. Hún er með B.A gráðu í Sjónlistum eða Les Arts Plastiques frá Panthéon-Sorbonne Paris 1 Háskóla og kennararéttindi frá LHI. Frá námslokum hef hún, samhliða því að sinna kalli listargyðjunnar, starfað sem kennari og leiðsögumaður, auk þess að ala upp þrjá yndislega drengi.

„Ég hef lengi litið á ljósmyndalinsuna sem mitt þriðja auga og undanfarin 15 ár hef ég verið að þróa tækni, sem ég kalla „Louisu list“ þar sem ég vinn með eigin náttúruljósmyndir sem forgrunn ásamt málningu á striga og öðrum „viðskiptarleyndarmálum“ til að ná fram þeirri áferð eða loka-mynd af náttúruforminu sem ég vil hafa á striganum“.

„Ég skilgreini mig sem afstæðu-náttúrumyndlistarmann, náttúra og litir hafa alltaf verið aðal viðfangsefnið mitt þegar að myndlistinni kemur. Ég leitast í verkum mínum við að ná fram þrívíðri áferð til að ná fram minni sýn á náttúrunni í návígi. Allt frá því að ég var lítil stelpa í Skerjafirðinum þá átti efnisáferð náttúrunnar, fjaran, sjórinn og grófu stráinn hug minn allan og hafa enn.“

Ég hef lengi gengið með þá hugmynd í maganum að koma verkunum mínum í textíl og valdi fyrir frumraunina hágæða 100% Mulberry Silk Twill í slæður sem tel að nái vel að endurspegla verkin mín.

Sýningin verður opinn á opnunartíma Hannesarholts (www.hannesarholt.is) frá 30.11.2019 - 13.1 2020.


Eldri sýningar

´Hýsill´ - Mellí 11.12.2020 - 10.1.2021 14:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Um landið - Ingibjörg Dalberg 20.11.2020 - 10.12.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Erlingur Páll Ingvarsson - Gula sólin mamma 1.11.2020 - 19.11.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

List án landamæra - Björn Traustason 21.10.2020 - 1.11.2020 16:00 - 17:00

 

Birting - Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir 19.9.2020 - 20.10.2020 15:00 - 17:00 Hljóðberg

 

Birtingarmyndir - Stefán Boulter 29.8.2020 - 17.9.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Farvegur - Ólöf Svava Guðmundsdóttir 8.8.2020 - 26.8.2020 15:00 - 17:00

 

Í HRING - Myndlistarsýning Hörpu Másdóttur 29.5.2020 - 29.6.2020 16:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Samsýning Linda Björk, Rakel og Johann Wimmer 27.2.2020 - 12.3.2020 17:00 Veitingastofur

 

Veisla - Hanna Hlíf Bjarnadóttir 1.2.2020 - 26.2.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Hirsla Pandóru - Kristinn Örn Guðmundsson 8.1.2020 - 30.1.2020 16:00 Veitingastofur

 

Leið mín að silkinu/ Mon chemin vers la soie 30.11.2019 - 4.1.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Verndarvættir Íslands - Sigrún Úlfarsdóttir 16.11.2019 - 28.11.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Surtsey - nýr heimur 26.10.2019 - 15.11.2019 15:00 Veitingastofur

 

Slaufur og höfuðföt / Bows and hats 11.10.2019 - 20.10.2019 14:00 - 17:00 Risloft

 

Hvíslið í djúpinu - Helga Sigríður Valdemarsdóttir 5.10.2019 - 25.10.2019 15:00 Veitingastofur

 

Litskúraleiðingar við Ægissíðu - Kristján Jessen 1.9.2019 - 1.10.2019 15:00 Veitingastofur

 

Úr undrakistu alheimsins - Jón Vilhjálmur Stefánsson 17.8.2019 - 1.9.2019 15:00 - 17:00 Hljóðberg

 

Verður og fer sem fer? / Que sera sera? 10.5.2019 - 14.6.2019 16:00 - 18:00 Veitingastofur

 

Boðar og brim - Guðrún B. Ingibjartsdóttir 9.4.2019 - 8.5.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Nikulás Sigfússon afmælissýning 30.3.2019 - 7.4.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Vatnslitamyndir Margrétar Kolka Haraldsdóttur 2.2.2019 - 26.2.2019 16:00 Veitingastofur

 

Sögumálverk - samferðamenn - Soffía Sæmundsdóttir 4.11.2018 - 28.11.2018 16:00 - 22:00 Veitingastofur

 

Þrándur Þórarinsson Borgarmyndir 6.10.2018 - 1.11.2018 16:00 - 8:00

 

"Jöklasýn" 8.9.2018 - 3.10.2018 16:00 - 17:00 Veitingastofur

Guðrún Benedikta Elíasdóttir opnar myndlistarsýningu sína "Jöklasýn" í Hannesarholti laugardaginn 8.september kl.16.

Lesa meira
 

"Hún" frá Afríku til Íslands 27.7.2018 - 4.9.2018 16:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Katrín Jónsdóttir 30.6.2018 - 26.7.2018 Veitingastofur

Katrín Jónsdóttir, grafískur hönnuður sýnir myndskreytinga á sýningu sem hún nefnir Samtal og stendur fram eftir júlímánuði. Í verkum sínum tekst Katrín á við spurningar um öryggi og mannúð, um ógnanir og frelsi, um pláss í samfélaginu fyrir alla plássleysi. Þakklæti til samfélags og samferðamanna sem hafa veitt öryggi og stuðning, en jafnframt meðvitund um hina mörgu sem ekki njóta þess sama.

Lesa meira
 

Ingibjörg Hallgrímsdóttir Dalberg 31.5.2018 - 28.6.2018 Veitingastofur

 

Marilyn Herdís Mellk 3.5.2018 - 30.5.2018 Veitingastofur

Marilyn Herdís Mellk opnar sýningu á verkum sínum þann 3.maí í Hannesarholti og mun hún standa í fjórar vikur.

Lesa meira
 

Hilmar Hafstein Svavarsson 5.4.2018 - 2.5.2018 Veitingastofur

 

Gjúgg í blóm (Peekaboo) eftir Georg Douglas 1.3.2018 - 28.4.2018 Veitingastofur

Georg Douglas opnar málverkasýningu í Hannesarholti fimmtudaginn 1. mars sem nefnist ,,Gjúgg í blóm" - ,,Peekaboo".

Lesa meira
 

Fjarskinn er blár 16.9.2017 - 14.10.2017 15:00 - 17:00 Veitingastofur

Þóra Jónsdóttir, myndlistakona og ljóðskáld, heldur sýningu á vatnslitaverkum sínum og hefst sýningin á opnun laugardaginn 16. september kl. 15:00.

Lesa meira
 
Síða 1 af 5