List án landamæra - Björn Traustason

  • 21.10.2020 - 1.11.2020, 16:00 - 17:00

Björn Traustason er listamaður sem notar teikninguna sem sinn helsta miðil. Hann teiknar einkum vélar, en hann hefur haft sérstakan áhuga á hverskyns vélum frá barnæsku, landbúnaðartækjum, gröfum og dráttarvélum og flugvélum. Áhugann á flugvélum hefur Björn fengið frá föður sínum og afa, sem báðir hafa átt og flogið litlum flugvélum og er Björn því vel kunnugur slíkum vélakosti. Á ferðum sínum um Ísland tekur Björn ætíð ljósmyndir af vélum, sem hann nýtir þegar heim er komið til þess að teikna eftir, ekki síst til þess að halda til haga mörgum af þeim nákvæmu þáttum, s.s. heiti, númerum og litasamsetningum, sem sjá má á myndum hans. Hann safnar einnig litlum eftirmyndum af vélum úr plasti eða málmi, sem hann notar til að teikna eftir. 

Björn teiknar með blýanti og litblýanti en þannig nær hann að koma mikilvægum smáatriðum til skila, auk þess sem hann getur haft litina og pappír með sér hvert sem er. Hann er afar iðinn við teikninguna og skipta teikningar hans líklega hundruðum. Í Hannesarholti má sjá tuttugu nýlegar teikningar hans.

Það er við hæfi að einkasýning Björns eigi sér stað í Hannesarholti, fyrrum heimili Hannesar Hafstein, sem var stórbrotinn stjórnmálamaður og framsýnn athafnamaður er beitti sér fyrir mörgum framfaramálum í landinu og var maður framkvæmda. Hannes var sem kunnugt er fyrsti ráðherra Íslands og sinnti því embætti á árunum 1904-1917. Hannes lést skömmu áður en framfarafólk á Íslandi hóf að nota þann vélakost er Björn Traustason sýnir okkur í listaverkum sínum. Ætla má að Hannes hefði orðið hrifinn af þessum vélum og þeim framförum í landbúnaði og á öðrum sviðum samfélagsins, sem þær höfðu í för með sér.

Sýningin er á vegum listahátíðarinnar List án landamæra, listahátíðar fatlaðra.

www.listin.is
info@listin.is

Hannesarholt - Grundarstíg 10 - 101 Reykjavík

Vegna samkomutakmarkana er veitingahús Hannesarholts ekki opið þessa dagana, en velkomið er að hafa samband og koma til að sjá sýninguna. Hringið í síma 511-1904 eða sendið tölvupóst í síma 511-1904.

Sýning Björns Traustasonar verður opin til og með sunnudegi 30. október 2020.

Sýningarýmið er því miður óaðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun. Fimm tröppur.

List án landamæra 2020 er stutt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg og Öryrkjabandalaginu-ÖBÍ.


Eldri sýningar

Erlingur Páll Ingvarsson - Gula sólin mamma 1.11.2020 - 19.11.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

List án landamæra - Björn Traustason 21.10.2020 - 1.11.2020 16:00 - 17:00

 

Birting - Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir 19.9.2020 - 20.10.2020 15:00 - 17:00 Hljóðberg

 

Birtingarmyndir - Stefán Boulter 29.8.2020 - 17.9.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Farvegur - Ólöf Svava Guðmundsdóttir 8.8.2020 - 26.8.2020 15:00 - 17:00

 

Í HRING - Myndlistarsýning Hörpu Másdóttur 29.5.2020 - 29.6.2020 16:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Samsýning Linda Björk, Rakel og Johann Wimmer 27.2.2020 - 12.3.2020 17:00 Veitingastofur

 

Veisla - Hanna Hlíf Bjarnadóttir 1.2.2020 - 26.2.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Hirsla Pandóru - Kristinn Örn Guðmundsson 8.1.2020 - 30.1.2020 16:00 Veitingastofur

 

Leið mín að silkinu/ Mon chemin vers la soie 30.11.2019 - 4.1.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Verndarvættir Íslands - Sigrún Úlfarsdóttir 16.11.2019 - 28.11.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Surtsey - nýr heimur 26.10.2019 - 15.11.2019 15:00 Veitingastofur

 

Slaufur og höfuðföt / Bows and hats 11.10.2019 - 20.10.2019 14:00 - 17:00 Risloft

 

Hvíslið í djúpinu - Helga Sigríður Valdemarsdóttir 5.10.2019 - 25.10.2019 15:00 Veitingastofur

 

Litskúraleiðingar við Ægissíðu - Kristján Jessen 1.9.2019 - 1.10.2019 15:00 Veitingastofur

 

Úr undrakistu alheimsins - Jón Vilhjálmur Stefánsson 17.8.2019 - 1.9.2019 15:00 - 17:00 Hljóðberg

 

Verður og fer sem fer? / Que sera sera? 10.5.2019 - 14.6.2019 16:00 - 18:00 Veitingastofur

 

Boðar og brim - Guðrún B. Ingibjartsdóttir 9.4.2019 - 8.5.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Nikulás Sigfússon afmælissýning 30.3.2019 - 7.4.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Vatnslitamyndir Margrétar Kolka Haraldsdóttur 2.2.2019 - 26.2.2019 16:00 Veitingastofur

 

Sögumálverk - samferðamenn - Soffía Sæmundsdóttir 4.11.2018 - 28.11.2018 16:00 - 22:00 Veitingastofur

 

Þrándur Þórarinsson Borgarmyndir 6.10.2018 - 1.11.2018 16:00 - 8:00

 

"Jöklasýn" 8.9.2018 - 3.10.2018 16:00 - 17:00 Veitingastofur

Guðrún Benedikta Elíasdóttir opnar myndlistarsýningu sína "Jöklasýn" í Hannesarholti laugardaginn 8.september kl.16.

Lesa meira
 

"Hún" frá Afríku til Íslands 27.7.2018 - 4.9.2018 16:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Katrín Jónsdóttir 30.6.2018 - 26.7.2018 Veitingastofur

Katrín Jónsdóttir, grafískur hönnuður sýnir myndskreytinga á sýningu sem hún nefnir Samtal og stendur fram eftir júlímánuði. Í verkum sínum tekst Katrín á við spurningar um öryggi og mannúð, um ógnanir og frelsi, um pláss í samfélaginu fyrir alla plássleysi. Þakklæti til samfélags og samferðamanna sem hafa veitt öryggi og stuðning, en jafnframt meðvitund um hina mörgu sem ekki njóta þess sama.

Lesa meira
 

Ingibjörg Hallgrímsdóttir Dalberg 31.5.2018 - 28.6.2018 Veitingastofur

 

Marilyn Herdís Mellk 3.5.2018 - 30.5.2018 Veitingastofur

Marilyn Herdís Mellk opnar sýningu á verkum sínum þann 3.maí í Hannesarholti og mun hún standa í fjórar vikur.

Lesa meira
 

Hilmar Hafstein Svavarsson 5.4.2018 - 2.5.2018 Veitingastofur

 

Gjúgg í blóm (Peekaboo) eftir Georg Douglas 1.3.2018 - 28.4.2018 Veitingastofur

Georg Douglas opnar málverkasýningu í Hannesarholti fimmtudaginn 1. mars sem nefnist ,,Gjúgg í blóm" - ,,Peekaboo".

Lesa meira
 

Fjarskinn er blár 16.9.2017 - 14.10.2017 15:00 - 17:00 Veitingastofur

Þóra Jónsdóttir, myndlistakona og ljóðskáld, heldur sýningu á vatnslitaverkum sínum og hefst sýningin á opnun laugardaginn 16. september kl. 15:00.

Lesa meira
 
Síða 1 af 5