Úr undrakistu alheimsins - Jón Vilhjálmur Stefánsson

  • 17.8.2019 - 1.9.2019, 15:00 - 17:00, Hljóðberg

Jón Vilhjálmur Stefánsson / John William Stepenson opnar myndlistarsýningu sína í Hannesarholti þann 17. ágúst kl 15. Þetta er önnur sýning listamannsins á Íslandi.

Þegar Jón Vilhjálmur Stefánsson hóf nám við UC Berkeley Listakademíuna var hann rétt 18 ára að aldri. Allar götur síðan hefur hann helgað sig myndlistinni sem ber keim keim af ólgu 68 kynslóðarinnar.

En það var fleira sem mótaði heimsýn hans, því í uppvextinum hafði JV greiðan aðgang að vísindamönnum og prófessorum við Berkeley háskólann. Móðir hans Katrín vann þar á efsta gólfi sem framkvæmdastjóri rektorsskrifstofunnar. Katrín varð ekkja þegar Jón var fjögurra og því skottaðist hann oft í kringum hana á skrifstofunni í lok langra vinnudaga hennar. Á þessum tíma voru straumhvörf á sviði vísinda ekki síst hvað öreindir og kjarnorku varðaði. Þau fræði voru mjög tíðkuð af vísindamönnum Berkeley háskóla og ýmislegt vakti bæði undrun og áhuga ungs listamanns.

Verk Jón Vilhjálms eru litrík akrílverk á striga og innblásturinn stærstu og smæstu einingar efnisheimsins, á grunni líf- og eðslisfræði. Tónlistargen hans er jafnframt mikilvægur drifkraftur sem endurspeglast í kraftmiklum litum og formum.

Jón Vilhjálmur er borinn og barnfæddur í Bandaríkjunum, en móðir hans Katrín Árnadóttir varð viðskila við fjölskyldu sína ung að árum á átakanlegan hátt. Móðir Jóns Vilhjálms, Katrín náði ekki sambandi við fjölskyldu sína á ný fyrr en hún var orðin 17 ára gömul. Eftir að hún varð ekkja með ungan son sinn dvaldi hún með Jón Vilhjálm í eitt ár heima á Íslandi, en þess utan ól hún hann upp í Berkley í Kalíforníu, fjarri íslenskum skyldmennum.

Móðir Katrínar, Kristrún Tómasdóttir Benediktsson var merk tónlistarkona, píanisti og myndlistarkona, sem þar að auki hafði ótæmandi áhuga á vísindum og þá aðallega stjörnu- og eðlisfræði.

Tónlist frá síðari hluta 19. aldar sem var veruleiki ömmu Jóns var vissulega afar ólík þeirri sem réð ríkjum hjá ungu fólki á hippárunum og mótaði Jón Vilhjálm. Það voru ekki norðurljós og stjörnur himinvolfanna eins og dregið höfðu ömmu hans að eðlifræðinni, heldur kjarnorkan og byltingin sem fylgdi þekkingunni við að kljúfa atómin. Af eðlisfræðinni stafaði nú fremur ógn en rómantískar hugleiðingar frá tíð ömmunnar. Engu að síður er samhljómurinn við eiginleika og viðfangsefni móðurömmunar og Jóns Vilhjálms sláandi.

Umsjón með sýningunni hefur Ásta Kristrún Ragnarsdóttir í Bakkastofu á Eyrarbakka en hún og Jón Vilhjálmur eru systkinabörn.


Eldri sýningar

Erlingur Páll Ingvarsson - Gula sólin mamma 1.11.2020 - 19.11.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

List án landamæra - Björn Traustason 21.10.2020 - 1.11.2020 16:00 - 17:00

 

Birting - Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir 19.9.2020 - 20.10.2020 15:00 - 17:00 Hljóðberg

 

Birtingarmyndir - Stefán Boulter 29.8.2020 - 17.9.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Farvegur - Ólöf Svava Guðmundsdóttir 8.8.2020 - 26.8.2020 15:00 - 17:00

 

Í HRING - Myndlistarsýning Hörpu Másdóttur 29.5.2020 - 29.6.2020 16:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Samsýning Linda Björk, Rakel og Johann Wimmer 27.2.2020 - 12.3.2020 17:00 Veitingastofur

 

Veisla - Hanna Hlíf Bjarnadóttir 1.2.2020 - 26.2.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Hirsla Pandóru - Kristinn Örn Guðmundsson 8.1.2020 - 30.1.2020 16:00 Veitingastofur

 

Leið mín að silkinu/ Mon chemin vers la soie 30.11.2019 - 4.1.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Verndarvættir Íslands - Sigrún Úlfarsdóttir 16.11.2019 - 28.11.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Surtsey - nýr heimur 26.10.2019 - 15.11.2019 15:00 Veitingastofur

 

Slaufur og höfuðföt / Bows and hats 11.10.2019 - 20.10.2019 14:00 - 17:00 Risloft

 

Hvíslið í djúpinu - Helga Sigríður Valdemarsdóttir 5.10.2019 - 25.10.2019 15:00 Veitingastofur

 

Litskúraleiðingar við Ægissíðu - Kristján Jessen 1.9.2019 - 1.10.2019 15:00 Veitingastofur

 

Úr undrakistu alheimsins - Jón Vilhjálmur Stefánsson 17.8.2019 - 1.9.2019 15:00 - 17:00 Hljóðberg

 

Verður og fer sem fer? / Que sera sera? 10.5.2019 - 14.6.2019 16:00 - 18:00 Veitingastofur

 

Boðar og brim - Guðrún B. Ingibjartsdóttir 9.4.2019 - 8.5.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Nikulás Sigfússon afmælissýning 30.3.2019 - 7.4.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Vatnslitamyndir Margrétar Kolka Haraldsdóttur 2.2.2019 - 26.2.2019 16:00 Veitingastofur

 

Sögumálverk - samferðamenn - Soffía Sæmundsdóttir 4.11.2018 - 28.11.2018 16:00 - 22:00 Veitingastofur

 

Þrándur Þórarinsson Borgarmyndir 6.10.2018 - 1.11.2018 16:00 - 8:00

 

"Jöklasýn" 8.9.2018 - 3.10.2018 16:00 - 17:00 Veitingastofur

Guðrún Benedikta Elíasdóttir opnar myndlistarsýningu sína "Jöklasýn" í Hannesarholti laugardaginn 8.september kl.16.

Lesa meira
 

"Hún" frá Afríku til Íslands 27.7.2018 - 4.9.2018 16:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Katrín Jónsdóttir 30.6.2018 - 26.7.2018 Veitingastofur

Katrín Jónsdóttir, grafískur hönnuður sýnir myndskreytinga á sýningu sem hún nefnir Samtal og stendur fram eftir júlímánuði. Í verkum sínum tekst Katrín á við spurningar um öryggi og mannúð, um ógnanir og frelsi, um pláss í samfélaginu fyrir alla plássleysi. Þakklæti til samfélags og samferðamanna sem hafa veitt öryggi og stuðning, en jafnframt meðvitund um hina mörgu sem ekki njóta þess sama.

Lesa meira
 

Ingibjörg Hallgrímsdóttir Dalberg 31.5.2018 - 28.6.2018 Veitingastofur

 

Marilyn Herdís Mellk 3.5.2018 - 30.5.2018 Veitingastofur

Marilyn Herdís Mellk opnar sýningu á verkum sínum þann 3.maí í Hannesarholti og mun hún standa í fjórar vikur.

Lesa meira
 

Hilmar Hafstein Svavarsson 5.4.2018 - 2.5.2018 Veitingastofur

 

Gjúgg í blóm (Peekaboo) eftir Georg Douglas 1.3.2018 - 28.4.2018 Veitingastofur

Georg Douglas opnar málverkasýningu í Hannesarholti fimmtudaginn 1. mars sem nefnist ,,Gjúgg í blóm" - ,,Peekaboo".

Lesa meira
 

Fjarskinn er blár 16.9.2017 - 14.10.2017 15:00 - 17:00 Veitingastofur

Þóra Jónsdóttir, myndlistakona og ljóðskáld, heldur sýningu á vatnslitaverkum sínum og hefst sýningin á opnun laugardaginn 16. september kl. 15:00.

Lesa meira
 
Síða 1 af 5