Verndarvættir Íslands - Sigrún Úlfarsdóttir

  • 16.11.2019 - 28.11.2019, 15:00 - 17:00, Veitingastofur

Sigrún Úlfarsdóttir opnar sýningu sína Verdarvættir Íslands laugardaginn 16.nóvember kl.15. Sýningin er sprottin upp úr vinnu þar sem Sigrún stúderaði indverska heimspeki og orkustöðvar ayurveda-fræðanna í tengslum við hönnun skartgripa. Hún vildi gera myndverk í kringum viðfangsefnið, þar sem skartgripalína virkaði eins og eitt atriði í risastóru myndrænu konsepti, þar sem myndist og hönnun kölluðust á eins og tveir andstæðir pólar. Samtímis vildi hún tengja Ísland við þessa skartgripi og mátaði hugmyndina með því að setja hana beint út í náttúruna. Samruni íslensks landslags og indverskrar goðafræði gæti virkað nokkuð óvænt við fyrstu sýn. Þessi tvö myndefni eru ósamstæð en hafa samt það sameiginlegt að vera svolítið yfir-náttúruleg.

Á Íslandi erum við alin upp við að það séu alls kyns ósýnilegar verur á ferli um landið. Það eru álfar og huldfólk og margt fleira. Sumar verur þekkjum við en aðrar ekki. Þetta er hluti af heimsmynd íslendinga og menningu. Þannig geta þessar undraverur allt eins fyrirfundist á Íslandi, við höfum kannski ekki séð allt sem í ósýnilegu víddinni. Sigrún sér þessar verur fyrir sér ósýnilegar eins og huldufólk, en vinveittar og verndandi fyrir Ísland.

Sigrún setur kristalla inn í landslagið. Það passar vel þar sem íslensk náttúra er eins og kristall, tær og af henni stafar sérstakri birtu. Kristallarnir tjá þessa birtu og hreinleika náttúrunnar. Nokkrar myndir eru teknar á Vestfjörðum. Hver veit nema þessir guðir og verur séu mikið þar um þessar mundir? Náttúruvættir Íslands hljóta að hafa efasemdir um virkjanir og allt annað náttúrurask sem á sér stað á landinu.

Sigrún Úlfarsdóttir lærði myndlist í  MHí og fór síðan til Parísar og lærði þar fatahönnun. Í framhaldi vann hún við ýmsa hönnun í París og fyrir nokkur tískufyrirtæki þar, m.a. Karl Lagerfeld, Hervé  Léger, Balmain og Swarovski. Hún hefur unnið við fata-, leður- og skartgripahönnun, bæði fyrir þessi fyrirtæki og fyrir eigið fyrirtæki DL. Sigrún hefur einnig búið í Moskvu í nokkur ár og unnið þar sem búningahönnuður í leikhúsum þeirrar borgar. Í raun hefur Sigrún verið mikið á Íslandi samtímis því að hún hefur búið í París og þannig lifað á mörkum franskra og íslenskra áhrifa. Hún hefur verið með nokkrar hönnunarlínur til sölu á Íslandi og í Frakklandi undanfarin ár.

Sýningin stendur aðeins í tvær vikur og lýkur fimmtudaginn 27.nóvember.

 

 


Eldri sýningar

´Hýsill´ - Mellí 11.12.2020 - 10.1.2021 14:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Um landið - Ingibjörg Dalberg 20.11.2020 - 10.12.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Erlingur Páll Ingvarsson - Gula sólin mamma 1.11.2020 - 19.11.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

List án landamæra - Björn Traustason 21.10.2020 - 1.11.2020 16:00 - 17:00

 

Birting - Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir 19.9.2020 - 20.10.2020 15:00 - 17:00 Hljóðberg

 

Birtingarmyndir - Stefán Boulter 29.8.2020 - 17.9.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Farvegur - Ólöf Svava Guðmundsdóttir 8.8.2020 - 26.8.2020 15:00 - 17:00

 

Í HRING - Myndlistarsýning Hörpu Másdóttur 29.5.2020 - 29.6.2020 16:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Samsýning Linda Björk, Rakel og Johann Wimmer 27.2.2020 - 12.3.2020 17:00 Veitingastofur

 

Veisla - Hanna Hlíf Bjarnadóttir 1.2.2020 - 26.2.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Hirsla Pandóru - Kristinn Örn Guðmundsson 8.1.2020 - 30.1.2020 16:00 Veitingastofur

 

Leið mín að silkinu/ Mon chemin vers la soie 30.11.2019 - 4.1.2020 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Verndarvættir Íslands - Sigrún Úlfarsdóttir 16.11.2019 - 28.11.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Surtsey - nýr heimur 26.10.2019 - 15.11.2019 15:00 Veitingastofur

 

Slaufur og höfuðföt / Bows and hats 11.10.2019 - 20.10.2019 14:00 - 17:00 Risloft

 

Hvíslið í djúpinu - Helga Sigríður Valdemarsdóttir 5.10.2019 - 25.10.2019 15:00 Veitingastofur

 

Litskúraleiðingar við Ægissíðu - Kristján Jessen 1.9.2019 - 1.10.2019 15:00 Veitingastofur

 

Úr undrakistu alheimsins - Jón Vilhjálmur Stefánsson 17.8.2019 - 1.9.2019 15:00 - 17:00 Hljóðberg

 

Verður og fer sem fer? / Que sera sera? 10.5.2019 - 14.6.2019 16:00 - 18:00 Veitingastofur

 

Boðar og brim - Guðrún B. Ingibjartsdóttir 9.4.2019 - 8.5.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Nikulás Sigfússon afmælissýning 30.3.2019 - 7.4.2019 15:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Vatnslitamyndir Margrétar Kolka Haraldsdóttur 2.2.2019 - 26.2.2019 16:00 Veitingastofur

 

Sögumálverk - samferðamenn - Soffía Sæmundsdóttir 4.11.2018 - 28.11.2018 16:00 - 22:00 Veitingastofur

 

Þrándur Þórarinsson Borgarmyndir 6.10.2018 - 1.11.2018 16:00 - 8:00

 

"Jöklasýn" 8.9.2018 - 3.10.2018 16:00 - 17:00 Veitingastofur

Guðrún Benedikta Elíasdóttir opnar myndlistarsýningu sína "Jöklasýn" í Hannesarholti laugardaginn 8.september kl.16.

Lesa meira
 

"Hún" frá Afríku til Íslands 27.7.2018 - 4.9.2018 16:00 - 17:00 Veitingastofur

 

Katrín Jónsdóttir 30.6.2018 - 26.7.2018 Veitingastofur

Katrín Jónsdóttir, grafískur hönnuður sýnir myndskreytinga á sýningu sem hún nefnir Samtal og stendur fram eftir júlímánuði. Í verkum sínum tekst Katrín á við spurningar um öryggi og mannúð, um ógnanir og frelsi, um pláss í samfélaginu fyrir alla plássleysi. Þakklæti til samfélags og samferðamanna sem hafa veitt öryggi og stuðning, en jafnframt meðvitund um hina mörgu sem ekki njóta þess sama.

Lesa meira
 

Ingibjörg Hallgrímsdóttir Dalberg 31.5.2018 - 28.6.2018 Veitingastofur

 

Marilyn Herdís Mellk 3.5.2018 - 30.5.2018 Veitingastofur

Marilyn Herdís Mellk opnar sýningu á verkum sínum þann 3.maí í Hannesarholti og mun hún standa í fjórar vikur.

Lesa meira
 

Hilmar Hafstein Svavarsson 5.4.2018 - 2.5.2018 Veitingastofur

 

Gjúgg í blóm (Peekaboo) eftir Georg Douglas 1.3.2018 - 28.4.2018 Veitingastofur

Georg Douglas opnar málverkasýningu í Hannesarholti fimmtudaginn 1. mars sem nefnist ,,Gjúgg í blóm" - ,,Peekaboo".

Lesa meira
 

Fjarskinn er blár 16.9.2017 - 14.10.2017 15:00 - 17:00 Veitingastofur

Þóra Jónsdóttir, myndlistakona og ljóðskáld, heldur sýningu á vatnslitaverkum sínum og hefst sýningin á opnun laugardaginn 16. september kl. 15:00.

Lesa meira
 
Síða 1 af 5