Vellíðan á vetrarkvöldi með Ellý Ármanns og Hlyni Sölva

  • 25.1.2019, 19:00 - 22:00, Veitingastofur, 8900

Viltu byrja betra líf á Bóndadaginn með Ellý Ármanns og Hlyni Sölva? Skipta út þungum þorramat fyrir léttan og heilnæman vegan kvöldverð? Ellý og Hlynur munu fylla veitingasali Hannesarholts af ljúfum hugleiðslutónum og möntrum föstudagskvöldið 25. janúar. Innifalið í verði er matur, tveggja rétta vegan matseðill og örspá með Ellý. Hlynur leikur hugsleiðslutónlist og Ellý gengur á milli borða og spáir fyrir hverjum og einum í einrúmi. 

Mantra: Betra Líf

Lestur: Ellý 

Tónlist: Hlynur 

Mantra/texti: Mantra táknar verkfæri hugans: man = að hugsa tra = verkfæri.

Ellý Ármannsdóttir hefur spáð í tarotspil frá unga aldri. Hún er öflug spákona, með sjötta skilningarvitið opið og sér gjarnan lengra en flestir þegar hún les í tarotspilin sín. Hún spáir fyrir matargestum og kannar hvað árið 2019 færir þeim.

Hlynur Sölvi hefur undanfarin ár samið hugleiðslutóna og gefið út þrjár plötur. Tónlist Hlyns innheldur meðal annars hljóð úr íslenskri náttúru, dagdraumum og hversdagsleika hvers manns.

Hlynur mun flytja lög af plötum sínum sem finna má á Spotify.

spotify:artist:4R4zHVdrksnytJDfsVdgf0