FELLUR NIÐUR VEGNA VEIKINDA Blómstrandi garðar / Gardens in Bloom

  • 28.5.2019, 20:00 - 21:30, Hljóðberg, 4.000

- English below

CANCELLED ON ACCOUNT OF HEALTH REASONS / AFLÝST VEGNA VEIKINDA Söngkonurnar Hlín Pétursdóttir Behrens og Magnea Tómasdóttir flytja sönglög eftir Johannes Brahms, Ölmu Mahler, Peter Cornelius og Richard Strauss og Gerrit Schuil er við slaghörpuna. Rúmu ári eftir að þau héldu tónleika með franskri tónlist í Hannesarholti verður lagt upp í ferðalag á vit þýskra tónbókmennta og farið frá nítjandu öldinni yfir á þá tuttugustu. Á dagskrá eru Brautlieder eftir Peter Cornelius, Fünf Lieder eftir Ölmu Mahler og Op. 10 eftir Richard Strauss, auk valinna laga eftir Strauss og Brahms.


Hlín Pétursdóttir Behrens stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarháskólann í Hamborg. Hún var fastráðin við Pfalztheater Kaiserslautern og Staatstheater am Gärtnerplatz í München og söng í óperusýningum og á tónleikum í Þýskalandi, Sviss, Austurríki, Frakklandi og Svíþjóð um 12 ára skeið, en flutti heim árið 2004. Hér heima hefur hún haldið ljóðatónleika, komið fram kammertónleikum og kirkjutónleikum og sungið á Sumartónleikum í Skálholti. Á Myrkum músíkdögum 2018 frumflutti hún verk eftir Unu Sveinbjarnardóttur og Elínu Gunnlaugsdóttur og á Hljóðön 2015 flutti hún dagskrá með verkum eftir Kaiju Saariaho. Hjá Íslensku óperunni hefur Hlín sungið hlutverk Musettu í La Bohème og Chlorindu í Öskubusku og Ännchen í Galdraskyttunnu á vegum Sumaróperunnar og Listahátíðar í Reykjavík.

Magnea Tómasdóttir sópran hóf söngnám hjá Unni Jensdóttur í Tónlistarskóla Kópavogs og lauk 8. stigsprófi hjá henni við Tónlistarskóla Seltjarnarness. Á árunum 1993-1996 stundaði Magnea framhaldsnám hjá Hazel Wood í Trinity College of Music í Lundúnum. Söngkennarar hennar í dag eru Jón Þorsteinsson og Hlín Pétursdóttir Behrens. Á árunum 1997-1999 var Magnea við Óperustúdíóið í Köln og leikárið 1999-2000 var hún fastráðin söngkona við sama hús og söng hin ýmsu óperuhlutverk m.a. Fyrstu dömu í Töfraflautunni og Gerhilde í Valkyrjunum eftir Wagner. Magnea fór með hlutverk Sentu í Hollendingnum fljúgandi í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð í Reykjavík vorið 2002. Einnig hefur hún kom fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri á Íslandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Hollandi, Ítalíu og Englandi.

Árið 2003 gaf Smekkleysa út geisadiskinn ´Allt svo verði til dýrðar þér‘ en þar fluttu Magnea og Guðmundur Sigurðsson organisti þjóðlög við sálmavers m.a. Passíusálma Hallgríms Péturssonar.

Gerrit Schuil fæddist í Vlaardingen í Hollandi. Aðeins níu ára gamall vann hann til fyrstu verðlauna í keppni 200 ungra tónlistarmanna, og lék hann í hollenska ríkisútvarpinu tveimur árum síðar. Gerrit hóf nám við Tónlistarháskólann í Rotterdam árið 1968. Ári síðar kom hann fram sem einleikari með Fílharmóníuhljómsveit Rotterdams í d-moll konserti Brahms. Gerrit Schuil hefur komið fram á tónleikum víða um Evrópu, í Bandaríkjunum og Asíu. Í nokkur ár stjórnaði Gerrit hljómsveitum hollenska útvarpsins sem á þeim tíma voru einnig hljómsveitir hollensku ríkisóperunnar. Hann hefur einnig stjórnað fjölda annarra evrópskra og amerískra hljómsveita bæði á tónleikum og í óperuuppfærslum. Eftir tónleikaför til Íslands árið 1992 settist Gerrit hér að og býr nú í Reykjavík. Síðan þá hefur hann verið leiðandi í tónlistarlífi landsins þar sem hann hefur haldið fjölda tónleika, stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Kammersveit Reykjavíkur og uppfærslum Íslensku óperunnar. Hann hefur stýrt tónlistarhátíðum og tekið upp geislaplötur með mörgum af bestu söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins. Gerrit hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í flokknum flytjandi ársins 2011.

------------

Sopranos Hlín Pétursdóttir Behrens and Magnea Tómasdóttir with pianist Gerrit Schuil, perform a program which celebrates German song in the nineteenth and twentieth century. Brautlieder by Peter Cornelius, Fünf Lieder by Alma Mahler and Op. 10 by Richard Strauss are on the program, as well as selected songs by Strauss and Johannes Brahms.

Hlín Pétursdóttir Behrens studied in Reykjavik and Hamburg and proceded to sing in concerts and opera performances in Germany, Austria, Switzerland, France and Sweden. She was under contract at the Pfalztheater Kaiserlautern and Staathstheater the Gärtnerplatz in Munich and in Iceland she sang the roles of Musetta in La Bohème, Clorinda in Cenerentola and Ännchen in Freischütz. In 2004 she moved to Iceland and continues to give Lied recitals and perform in chamber concert and church concerts both in Iceland and Germany. She has performed in the Summer concerts in Skálholt and the contemporary music festival Dark Music Days in Reykjavík, where she premiered works by Una Sveinbjarnardóttir and Elín Gunnlaugsdóttir and in the series Hljóðön she sang a program with works by Kaija Sariaho.

Magnea Tómasdóttir, soprano, studied singing with Unnur Jensdóttir at Tónlistarskóli Kópavogs and under her tutelage graduated from Tónlistarskóli Seltjarnarness. From 1993 she studied with Hazel Wood at Trinity Collage of Music in London, UK and graduated from there in 1996. Her voice teachers today are Jón Þorsteinsson and Hlín Pétursdóttir Behrens. From 1997 to 1999 was Magnea a member of the Operastudio at Colegne and 1999-2000 as a member at the Opera in Colonge, where she sang various roles, such as: First Lady at The Magic Flute by Mozart and Gerhilde in the Valkyrie by Wagner. Magnea performed Senta in The Flying Dutchman in Nation Theater of Iceland in Listahátið 2002. She has also and may solo performances at various occations in Iceland, Germany, Sweden, Holland, Italy and U.K.

In 2003 Magnea and the organist Guðmundur Sigurðsson published a CD ´Allt svo verði til dýrðar þér‘ by Smekkleysa. It contained folk versions of psalms, including Passions psalms of Hallgrímur Pétursson.

The Icelandic soprano Magnea Tómasdóttir studied singing in the Music School of Seltjarnanes and at Trinity College of Music in London. After graduation she was a member of the Opera Studio in Cologne in Germany from 1997 – 1999.
Amongst her roles are First Lady in The Magic Flute by Mozart, Gerhilde in Die Wallküre by Richard Wagner and Senta in Wagner´s The Flying Dutchman, which she sang both in Iceland and in Germany. Magnea has performed in church concerts, chamber music and Lied recitals in Germany, Holland, Italy, France and England. She has taken part in research of the hymns of poet and priest Hallgrímur Pétursson and published a CD with his Hymns.

Born in The Netherlands, Gerrit Schuil graduated from the Rotterdam Conservatory and studied with John Lill and Gerald Moore in London and Vlado Perlemuter in Paris. He has played concerts throughout Europe, the USA and Asia, appeared at several international festivals, and performed with numerous singers and instrumentalists.
In 1978 Schuil took part in the International Conductor's Course held by the Dutch Radio Corporation and became one of eight finalists out of 150 to study with the Russian conductor Kirill Kondrashin. Besides having a very active conducting career for Dutch Radio and at the National Opera, he has conducted orchestras in numerous other countries in Europe and the USA.
Mr. Schuil moved to Reykjavík in the early 1990s and quickly became a leading figure in Iceland's music life, playing numerous concerts as a pianist and conducting the Icelandic Symphony Orchestra and the Icelandic Opera. He has organised several festivals with national and international musicians and recorded a number of CDs with the country's best singers and instrumentalists. He was awarded the Icelandic music award in 2011.

Reservations for dinner before the concert at telephone number 511-1904 or at hannesarholt@hannesarholt.is