Frestað - Duo Fjara - Útgáfutónleikar

  • 28.3.2020, 20:00 - 21:00, Hljóðberg, 4000, 3000

Duo Fjara eru Hlín Pétursdóttir Behrens söngkona og Ögmundur Þór Jóhannsson gítarleikari. Nýji diskurinn þeirra heitir “Náttsöngur” og þau kynna hann með ljóðrænni kvöldstund í Hannesarholti laugardagskvöldið 28.mars. Á efnisskránni er íslensk tónlist í nýjum útsetningum, þjóðlög, þekkt sönglög og nýjar perlur, með tónlist eftir Ólöfu Arnalds, Þuríði Jónsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jórunni Viðar, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigvalda Kaldalóns, Pál Ísólfsson, Atla Heimi Sveinsson, Jóhann G. Jóhannsson, Tryggva M. Baldvinsson, Stefán Þorleifsson og Þorstein Gunnar Sigurðsson auk þjóðlagaúsetninga eftir John Speight og Ögmund Þór Jóhannesson.

Boðið verður uppá kvöldverð í veitingastofum Hannesarholts á undan tónleikunum. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is