Eru fuglar líka fólk ?

  • 13.6.2019, 20:00 - 21:00, Hljóðberg, 3000

Tónleikadagskrá fyrir fólk á öllum aldri með Valgeiri Guðjónssyni og Ástu Kristrúnu fimmtudagskvöldið ,13.júní kl.20. 

Lög Valgeirs við kvæði Jóhannesar úr Kötlum á efnisskránni. 

Ljóð Jóhannesar eru einstök hvað efnistök og boðskap varðar og náttúran var skáldinu afar hugleikin. Ljóðin bera sterkt vitni um innsæi hans og samkennd með fuglum og smádýrum. Jóhannes persónugerir fuglana snilldarlega og dagskráin byggir á leið hans til vekja bæði áheyrendur og okkur öll til umhugsunar um mikilvægi þess að virða og meta náttúruna eins og okkar nákomnustu vini og ættingja.

Veitingahúsið býður uppá kvöldverð á undan tónleikunum. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is