Gerið eins og tré

  • 20.8.2020, 20:00 - 21:00, Hljóðberg, 2500

Úkraínumaðurinn Sergey Onischenko heldur þann 20. maí nk. tónleika í Hljóðbergi Hannesarholts sem hann nefnir Gerið eins og tré (Make Like a Tree).

Gerið eins og tré er efni unnið úr ferðalögum, tjáð í tónlist og ljósmyndum. Onischenko lýsir sér sjálfur sem flækingi sem ferðist um heiminn og miðli sjálfstæðri tónlist undir þjóðlagaáhrifum með snerti af uppreisn og hugmyndum Beat-kynslóðarinnar. Um leið sýnir hann mínímalískar landslagsljósmyndir sem hann tekur á ferðum sínum.

Tónlist Oniscenkos er samin og hljóðrituð á mismunandi stöðum í heiminum og hver konsert er síðan fluttur með nýjum þátttakendum. Tilraunir með hljóð og samvinna við áheyrendur geta þannig breytt eins manns hljómsveit í dúó eða jafnvel í stóra spunasveit. Áheyrendur eru því beðnir um að vera viðbúnir því að taka þátt í tónlistarferli sem sæki jafnt í náttúru, skóga og fjöll sem söngva hvala í hafdjúpinu.

Efni um Sergey Onischenko:

Heimasíða: https://makelikeatreeband.tumblr.com/

youtube https://www.youtube.com/makelikeatree" target="_blank">https://www.youtube.com/makelikeatree

soundcloud https://soundcloud.com/makelikeatree

spotify https://open.spotify.com/artist/2FcYVCAttLCTrobIOwkxsk

itunes https://itunes.apple.com/au/artist/make-like-a-tree/792988350Meginmál