Hádegistónleikar - Freysteinn og Ingi Bjarni

  • 9.2.2020, 12:15 - 13:15, Hljóðberg, 2500

Freysteinn Gíslason og Ingi Bjarni Skúlason leika jasstónlist eftir Freystein á hádegistónleikum í Hannesarholti sunnudaginn 9.febrúar kl.12.15.

Áhugi Freysteins á bassa kviknaði á Ísafirði þar sem hann ólst upp, en þar lagði hann stund á rafbassanám í Tónlistarskólanum á Ísafirði. Árið 2012 útskrifaðist hann úr rafbassanámi úr Tónlistarskólanum F.Í.H. og sama ár hóf Freysteinn nám í Kontrabassaleik við Koninklijk Conservatorium í Den Haag í Hollandi og útskrifaðist þaðan árið 2016.  Eftir eitt ár í einkakennslu við sama skóla hóf hann meistaranám í Kontrabassaleik við Escola superior dé Música de Lisboa (ESML).

Freysteinn hefur spilað á jazzhátiðum víða, þar á meðal á Jazzhátið Reykjavíkur, í Vilnius í Litháen, Lillehammer í Noregi, á  Spáni, í Þýskalandi og í Portúgal.

Ingi Bjarni lagði stund á jazz-píanó nám í Tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan árið 2011. Því næst lauk hann bachelor prófi frá Koninklijk Conservatorium í Den Haag vorið 2016. Tveimur árum síðar lauk hann sérhæfðu mastersnámi í tónlist sem kallast Nordic Master: The Composing Musician. Námið fór fram í Gautaborg, Kaupmannahöfn og Osló – ein önn á hverjum stað. Þar lærði hann meðal annars hjá Misha Alperin, Anders Jormin og Helge Lien.

Sem tónlistarflytjandi hefur Ingi Bjarni þó nokkrum sinnum komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur. Einnig hefur hann spilað á alþjóðlegum jazzhátíðum líkt og ELBJazz í Hamborg, Jazzahead í Bremen og Copenhagen Jazz Festival. Í stuttu máli mætti segja að Ingi Bjarni hefur leikið eigin tónsmíðar með fjölda fólks á Íslandi og í Evrópu.

Hann hefur gefið út tvær tríó plötur, Skarkali (2015) og Fundur (2018). Nýverið kom út platan Tenging (2019) sem er þriðja plata hans og er tekin upp með kvintett skipuðum tónlistarfólki frá Skandinavíu

Á efnisskránni er tónlist eftir  Freystein sem hann hefur samið frá 2011 til dagsins í dag, sem gefur einnig rými fyrir spuna.

Veitingastofur Hannesarholts eru opnar frá kl.11:30 - 17 á sunnudögum.