KÍTÓN tónleikar - Grúska Babúska

  • 23.8.2018, 20:00 - 22:00, Hljóðberg, 3.000

Hljómsveitin Grúska Babúska var stofnuð árið 2012 og hefur lengi vel verið fjölmennur listhópur. Nýlega hafa þó fjórar konur tekið við kjarnanum en þær eru: Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir, Íris Hrund Þórarinsdóttir og Erla Stefánsdóttir. Hljóðfæri Grúsku Babúsku samanstanda af röddum, syntha, gítar, bassa, píanó, melodicu, fiðlu,flautu, spiladós, trommu, töktum og slagverkum auk annara takt og hljóðtækja. Tónlistin færir áhorfandann og hlustandann inn í draumheim, oft gáskafullan og barnslegan, en á sama tíma dimman og þrunginn alvarleika. Nýjasta plata sveitarinnar er væntanleg á vegum Möller Records haustið 2018.

Lögin verða útsett í akústík sérstaklega fyrir tónleikana. 

Boðið er uppá kvöldverð í Hannesarholti í sumar alla fimmtudaga, föstudaga og laugardaga við lifandi píanótónlist. Borðapantanir í síma 511-1905 og á hannesarholt@hannesarholt.is