Kristín Helga les á risloftinu

  • 27.10.2019, 14:00 - 14:30, Risloft

Fíasól kemur í opinbera heimsókn í Hannesarholt kl. 14:00 á sunnudaginn. Höfundurinn, Kristín Helga Gunnarsdóttir, kemur með Fíusólarsögur og ferðast með gestum um Veröld Fíusólar. 

Kristín Helga skyggnist inn í sögur á bak við sögur og segir frá nýjum afrekum Fíusólar, en nú er hún gengin til liðs við Umboðsmann Barna og berst fyrir réttindum barna. Allir vinir Fíusólar eru hjartanlega velkomnir! Áfram allir krakkar en ekki bara sumir! Fíasól gefst aldrei upp! Á risloftinu í Hannesarholti á sunnudag.