Síðdegi með Dómhildi - Hálshreppur hinn forni

  • 8.4.2021, 20:00 - 21:00, Hljóðberg, 2500

Kvöldstund með Dómhildi Sigurðardóttur færist fram til 8. apríl 2021. Í Hljóðbergi Hannesarholts segir hún sögur úr Hálshreppi hinum forna, í Suður-Þingeyjarsýslu. 

Dómhildur er fædd á Draflastöðum í Fnjóskadal árið 1937 og ólst upp við sveitastörf á gjöfulli jörð. Hún segir frá atburðum, fólki og staðháttum, sem kalla fram svipmyndir og varpa ljósi á lífið í sveitinni á 19.öld. 

Ævistarf Dómhildar var við kennslu og einnig leiðsögn fyrir ferðamenn á sumrum. Einar Clausen tekur nokkur lög við við undirleik Arnhildur Valgarðsdóttur, dóttur Dómhildar. Sonur hennar, Axel Axelsson, stjórnar myndasýningu sem tengjast textanum.