Kvöldstund með Jóhönnu Fjólu og Þorsteini Eggerts

  • 14.11.2019, 20:00 - 21:00, Hljóðberg, 3000

Kvöldgestir Hannesarholts fimmtudaginn 14. nóvember eru hjónin Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir og Þorsteinn Eggertsson. Þau munu segja frá fyrstu kynnum sínum, þegar þau byrjuðu að semja saman lög og texta. Einnig munu þau frumflytja opinberlega lög þeirra og texta sem þau eru nýbúin að hljóðrita og segja frá tilkomu þeirra. Vissulega bjóða þau einnig upp á samsöng á lögum við þekkta texta Þorsteins sem flestir kunna. Það verður vonandi bara, stuð, stuð stuð.

Kvöldverður er framreiddur í veitingastofum Hannesarholts á undan kvöldstundinni fyrir þá sem það vilja. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is