Leiðsögn um sýningu - Ingibjörg Rán

  • 4.10.2020, 14:00 - 14:30, Veitingastofur

Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir veitir leiðsögn um málverkasýningu sína Birtingu, sunnudaginn 4.október kl.14.
Ingibjörg lærði myndlist í Danmörku á árunum uppúr 1990 og var aðaláhersla á að tilfinningatengt raunsæi, með aðaláherslu á litinn og áhrif hans. Hún hélt fjölda sýninga í framhaldi af því, á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð, með aðaláherslu á portrettverk.
Sýningin í Hannesarholti er sú fyrsta í 20 ár. Ingibjörg hélt áfram að mála þótt hafi verið uppteknari af lífsbaráttunni en því að sýna málverkin sín. Öll verkin á sýningunni eru til sölu. Sýningin stendur til sunnudagsins 11.október.
Opnunartímar Hannesarholts eru frá 11:30-17 alla daga nema mánudaga og helgardögurður er framreiddur til 14.30