Leikhúslistakonur 50+ Oddur Björnsson leiklestur

  • 15.2.2019, 20:00 - 21:30, Hljóðberg, 2500

Leikhúslistakonur 50+ leiklesa þrjá einþáttunga eftir Odd Björnsson, föstudaginn 15.febrúar kl.20 og aftur sunnudaginn 17.febrúar kl.16. Einþáttungarnir eru:

Kóngulóin,

Við lestur framhaldssögu,

Amalía.

Leikstjórn: Þórunn Magnea Magnúsdóttir. 

Hljóðmynd: Tora Victoria

Leikarar:
Köngulóin: Sigurður Skúlason, Kjartan Darri Kristjánsson, Orri Huginn og Kristín Pétursdóttir
Við lestur framhaldssögunnar: Jakob S. Jónsson og Ólafur Ásgeirsson
Amalía: Sigurður Skúlason, Jóhanna Norðfjörð og Kristín Pétursdóttir

Oddur Björnsson (25. október 1932 – 21. nóvember 2011) var einn helsti módernistinn í íslenskri leikritun. Hann lærði leik­hús­fræði við Há­skól­ann í Vín­ar­borg 1954-1956 og samdi í kjölfarið fjölmörg leikrit sem hafa verið sett upp á sviði, flutt í útvarpi eða sjónvarpi og nokkur gefin út á prenti. Jafnframt leikritun starfaði Oddur sem rithöfundur og sem leikstjóri við Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyrar og RÚV. Oddur hlaut menningarverðlaun DV árið 1981 fyrir leikstjórn á Beðið eftir Godot og heiðursverðlaun Grímunnar í júní 2011 fyrir framúrsk­ar­andi ævi­starf í þágu leik­list­ar.

Veitingahúsið í Hannesarholti er opið fram eftir kvöldi á fimmtudeginum, föstudögum og laugardögum og er kvöldmatseðill í boði. Borðapantanir í síma 511-1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is