FRESTAÐ Lesið á loftinu - Einar Örn Thorlacius

  • 11.10.2020, 13:00 - 13:30, Hljóðberg

Sögustund á loftinu er endurvakin nú í haust, með sjálfboðaliðum úr sveitum Hollvina Hannesarholts. Einar Örn Thorlacius er 62 ára lögfræðingur sem býr í nágrenni Hannesarholts og er í stjórn hollvinasamtaka Hannesarholts.

Hann hefur mikinn áhuga á upplestri og framsögn og hefur í sjálfboðavinnu lesið bækur upphátt fyrir fólk bæði á hjúkrunarheimilum og í leikskólum.Hann les úr tveimur bókum:

Sóla og sólin  Höfundur: Ólöf Sverrisdóttir

Sóla er dóttir Grýlu og einu sinni var hún lítið barn. Þá bjó hún í Grýluhelli ásamt jólasveinunum, Grýlu og Leppalúða. Þessi saga fjallar um það þegar sólin týndist og Sóla hélt af stað til að finna hana. Hún hittir ýmsar verur og dýr sem eru mishrifin af því að fá aftur sólina og vorið.

Eplasneplar  Höfundur: Þórey Friðbjörnsdóttir

Breka Bollasyni níu ára finnst gaman í skólanum. Kennarinn verður að vísu gufubrjálaður þegar strákarnir láta eins og fífl og mamma er ekki alltaf hrifin af uppátækjum sonarins. Breki lofar bót og betrun en það er ekki fræðilega mögulegt að vera endalaust englabarn.