Lesið á loftinu - Sólstafir - Ásdís Þula Þorláksdóttir

  • 25.10.2020, 13:00 - 13:30, Risloft

Lesið á loftinu er endurvakinn viðburður í Hannesarholti, sem sjálfboðaliðar úr röðum Hollvina Hannesarholts hafa hrundið af stað á ný. Ásdís Þula Þorláksdóttir les fyrir börn á loftinu sunnudaginn 25.október kl.13.

Ásdís gaf nýverið út sýna fyrstu bók, Sólstafi, ljóðabók fyrir börn. Hún hafði dálæti á Vísnabókinni okkar og var hún henni mikill innblástur við skrifin. Í ljóðunum kynnumst við nýjum orðum og nýjum vinum, heyrum sögur og bregðum á leik. Ljóðin fjalla meðal annars um skessur sem dansa við skugga, álfa inni í hól, draumfarir og hetjudáðir, og skínandi vetrarsól.

Bókin er myndskreytt með gullfallegum vatnslitamyndum eftir Hlíf Unu Bárudóttur sem bætir við þann heim er ljóðin skapa með sinni einstöku næmni og litagleði.

- Bókinni er ætlað að auka áhuga barna á ljóðum sem og auka orðaforðann. Einnig eru þau með þessu hvött til þess að skapa sín eigin ljóð og ævintýraheima.