AFLÝST - Litla söngleikjabúðin í Hannesarholti

  • 19.10.2019, 20:00 - 21:30, Hljóðberg, 2500, 3500

Söngleikjalagaveisla, stórt orð en frábærir og hugljúfir tónleikar í Hljóðbergi í Hannesarholti laugardaginn 19. Október Kl. 20. Úrval söngvara: Ragna Björg Ársælsdóttir, Þórunn Erna Clausen og Jón Haukdal Þorgeirsson. Undirleikari verður enginn annar en Birgir Þórisson. Hljóðmaður er Luis Diogo.

Þú þarft ekki að vera fulllesin í söngleikjum til að njóta stundarinnar því hverju lagi fylgir lítil saga og jafnvel verður skyggnst á bakvið tjöldin með litlum og skemmtilegum sögum við hvert lag. Góð skemmtun fyrir unga sem aldna.

Veitingastofurnar framreiða kvöldverð fyrir þá sem vilja á undan tónleikunum. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is