Ljúfir jazztónar í Hannesarholti

  • 21.1.2021, 20:00 - 21:00, Hljóðberg, 2500

Söngvarinn Hólmar Guðmunds ásamt píanistanum Jóni Ingimundar hafa valið sína uppáhalds jazzstandarda og efna til notalegrar kvöldstundar í Hannesarholti fimmtudagskvöldið 5.nóvember kl.20, þar sem Ella Fitzgerald, Chet Baker og fleiri hafa veitt þeim innblástur í lagavalið.

Hólmar nam jazzsöng við tónlistarskóla FíH / MÍT og lauk þaðan framhaldsprófi. Hann þenur upp raust sína við fallegan undirleik Jóns Ingimundar píanista og fá ljúfar ballöður að njóta sín.

Tryggið ykkur miða og eigið notalega kvöldstund með okkur.

Borðapantanir fyrir kvöldmat á undan tónleikunum í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is