Styrktartónleikar Mozart Meditation Guðný Guðmundsdóttir og Gerrit Schuil

Guðný Guðmunds og Gerrit Schuil

  • 3.3.2019, 16:00 - 17:00, Hljóðberg, 5300

Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gerrit Schuil píanóleikari, hollvinir Hannesarholts, halda styrktartónleika í Hljóðbergi Hannesarholts sunnudaginn 3. mars kl.16 sem þau nefna Mozart Meditation. Efnisskráin er úrval úr sónötuþáttum Mozarts fyrir píanó og fiðlu, sem flutt voru í tónleikaröðinni Mozartmaraþon á síðastliðnu ári.

Guðný og Gerrit gefa vinnu sína og afrakstur miðasölu rennur alfarið til starfsemi Hannesarholts sjálfseignarstofnunar, sem nýverið fagnaði sex ára afmæli. Hannesarholt kann þeim alúðarþakkir fyrir stuðninginn.