Pappírspési í Hannesarholti með Herdísi Egilsdóttur

  • 21.9.2019, 14:00 - 14:30, Hljóðberg

Pappírs-Pési í Hannesarholti!

Laugardaginn 21. september kemur Herdís Egilsdóttir kennari og rithöfundur til okkar í Hannesarholt kl.14.

Hún ætlar að segja okkur frá því hvernig Pappírs-Pési varð til, lesa upp úr bókunum um Pappírs-Pésa – sýna myndir af honum og spila lagið hans þannig að allir geti tekið undir sönginn um hann.

Börn og fullorðnir hafa hrifist af sögunum um Pappírs-Pésa um árabil og það verður ánægjulegt að hlusta á Herdísi lesa upp – enda er hún einstakur sögumaður. Enginn aðgangseyrir.

Hannesarholt