Prelúdía á páskum - Ólöf Sigursveins leikur Bach í beinni

  • 13.4.2020, 12:15 - 12:30, Hljóðberg, 0

Minna er meira þessa dagana og mun Ólöf leika aftur í þágu menningar í Hannesarholti á tímum Covid-19 á annan í páskum. Að þessu sinni eina C-dúr prelúdíu úr einleikssvítu fyrir selló eftir Jóhann Sebastian Bach.

Streymt verður beint frá Hljóðbergi á fésbókarsíðu Hannesarholts.