Raddir í loftinu

  • 25.9.2019, 20:00 - 21:00, Hljóðberg, 3.200

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó-sópran og Edda Erlendsdóttir píanóleikari flytja dagskrá sem ber yfirskirftina Raddir í Loftinu. Söngflokkurinn Raddir í Loftinu verður frumfluttur á tónleikunum. Flokkurinn er eftir John Speight við ljóð Sigurðar Pálssonar en flokkurinn var saminn fyrir Sigríði Ósk. Dagskráin er spunnin í kringum þennan söngflokk og úr varð frönsk-íslensk dagskrá sem inniheldur ásamt þessum flokki m.a. sönglög eftir Reynaldo Hahn og Maurice Ravel. Raddir frá ýmsum áttum og ýmsum tímum tala til okkar í gegnum sönglög tónleikanna en þau eru m.a. frá Íslandi, Spáni, Feneyjum og Frakklandi ásamt hebreskum seiðandi söngvum.