AFLÝST Romain Collin og gestir - Bergur Þórisson

  • 10.10.2020, 20:00 - 21:30, 3900

Romain Collin og Bergur Þórisson kanna landslag tækifæranna í að blanda akústískri tónlist og elektrónískri í frjálsum spuna á fjórðu tónleikum Romains í Hljóðbergi Hannesarholts laugardagskvöldið 10.október kl.20. Tvíeykið er á leið í stúdíó á næstunni að taka upp tónlist á meðan Collin dvelur á Íslandi.

Romain Collin er framsýnt tónskáld, stórkostlegur jazzpíanisti og rísandi stjarna sem skín sannarlega skært í jazzheiminum“ skrifaði Jon Weber hjá National Public Radio í Bandaríkjunum. Collin fæddist í Frakklandi og býr nú New York en hann fluttist upphaflega til Bandaríkjanna til að sækja sér menntun við Berklee College of Music í Boston undir handleiðslu Dave Liebman og Joe Lovano meðal annarra.

Árið 2007 útskrifaðist Romain Collin frá hinum virta skóla „Thelonious Monk Institute of Jazz“ þar sem hann hlaut fullan námsstyrk sem píanóleikari í hljómsveit sem var sérstaklega sett saman af Herbie Hancock, Wayne Shorter og Terence Blanchard. Á þessum árum fór Collin í tónleikaferðalög með Hancock og Shorter víða um heim auk þess sem hann spilaði með mönnum eins og Marcus Miller, Jimmy Heath og Terence Blanchard. Síðan þá hefur hann numið undir handleiðslu Larry Goldings, Russell Ferrante, Ron Carter, Charlie Haden, Mulgrew Miller og Wynton Marsalis.

Romain Collin hefur gefið út fjórar plötur sem allar hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda. Samhliða því að þróa sinn eigin sólóferil leiðir hann tríó ásamt munnhörpusnillingnum Gregoire Maret og gítarleikaranum Bill Frisell en plata þeirra Americana kom út árið 2019. Auk þess er hann iðinn við kolann sem meðspilari á tónleikum og upptökum með fólki á borð við Mike Stern, John McLaughlin, Christian McBride, Lauryn Hill og Kurt Rosenwinkel.

Nokkrar umsagnir um Romain Collin:

[A] winning new album… There's no doubting Mr. Collin's pianism which is lucid and flowing…. His own compositions…(are) distinguished by dark grandeur, dynamic swells and a chamberesque layering of texture…distinctive.
– Nate Chinen, The New York Times

An extraordinary album…Collin's style is unique and engaging without obvious influences. 4.5 stars
– Karl Akermann, All About Jazz

An absolute masterpiece…one of those rare albums that just grabs and holds your attention from start to finish- brilliant. 5 stars
– John Adcock, Jazz Journal (UK)

A visionary composer, an extraordinary jazz pianist and a very bright young rising star in the jazz world.
– Jon Weber, NPR

Bergur Þórisson er fjölhæfur tónlistamaður og er ferill hann ævintýri líkastur. Hann starfar m.a. sem framleiðandi, tónskáld og hljóðmaður, auk þess að gera útsetningar fyrir aðra. Hann hefur aðsetur í Reykjavík og New York. Bergur hóf feril sinn í tónlist fyrir mörgum árum sem básúnuleikari á Íslandi. Hann hóf síðar að vinna að fjölbreyttari verkefnum innan tónlistar og hefur t.d. hannað og smíðað hágæða hljóðnema. Undanfarin ár hefur Bergur unnið sig upp í tónlistarbransanum. Verkefni hans hafa falið í sér að gera tónlistina við sjónvarpsþáttaröðina Broadchurch með Ólafi Arnalds sem þeir hlutu BAFTA verðlaun fyrir og vinna að tónlist með Sigur Rós, GusGus, Jóhanni Jóhannssyni og fleirum. Hann er um þessar mundir tónlistarstjóri Bjarkar og vinnur við að taka upp næstu sólóplötu hennar.

Takmarkaður sætafjöldi. Miðar aðeins seldir á tix.is

Borðapantanir í kvöldverð á undan tónleikunum í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is

English:

Romain Collin and Bergur Thorisson explore the possibilities of blending acoustic and electronic music in a set of free improvisations. The duo is set to make a recording while Collin is in Iceland.   Romain Collin is described by NPR as “a visionary composer, an extraordinary jazz pianist and a very bright young rising star in the jazz world”, and touted by the Boston Globe as being “among the leading lights of a new breed of jazz players”, Romain Collin continues to develop “a highly personal and contemporary vision” (A Blog Supreme, NPR), blurring the lines between virtuosic improvisation, sound designing, indie rock and classical music. Originally born in France and now based in New York City, Collin came to the US to attend Berklee College of Music on a scholarship, where he majored in Music Synthesis and studied performance with the likes of Dave Liebman and Joe Lovano. In 2007, Romain graduated from the prestigious Thelonious Monk Institute of Jazz where he held a Full Scholarship. During this time, Collin had the opportunity to tour internationally with Hancock and Shorter and studied with the likes of Larry Goldings, Ron Carter, Charlie Haden and Wynton Marsalis. While furthering his career as a leader, Collin continues to explore various musical genres as a sideman, performing and/or recording alongside artists such as Bill Frisell, Mike Stern, John McLaughlin, Christian McBride and Lauryn Hill.  

Bergur Thorisson is a producer, recording engineer and mixing engineer based in Reykjavik, Iceland and New York. In addition to that he also writes his own music as well as doing arrangements for others.

Bergur started his career in music years ago as a trombone player playing professionally in Iceland. He then gradually started working more and more on studio stuff, at first doing brass arrangements for people and recording them himself and working as an assistant engineer at a professional recording studio.

During the last few years, Bergur has worked is way up in the music business. His projects include making the music to the TV series Broadchurch with Ólafur Arnalds which they received a BAFTA award for and working on music with Sigur Rós, GusGus, Jóhann Jóhannsson and more. He is currently Björk's musical director as well as working full time on recording her next solo album.

Tickets only online. Dinner before the concert - for table reservations call 511-1904 og email to hannesarholt@hannesarholt.is