Sígild sönglög með Svavari Knúti

  • 16.3.2019, 16:00 - 17:00, Hljóðberg, 2000

Svavar Knútur heimsækir Hannesarholt aftur með dagskrá smekkfulla af sígildum íslenskum sönglögum, pipraða með frumsömdum lögum úr ranni Söngvaskáldsins.Lög helstu tónskálda íslands við ljóð eftir Davíð Stefánsson, Halldór Laxness, Tómas Guðmundsson og Guðmund Magnússon ásamt öðrum fræknum skáldum. Dagskráin er fyrir fólk á öllum aldri og eru ömmur og afar sérstaklega velkomin í fylgd með ömmu- og afabörnum.

Svavar var tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötu sína Ahoy! Side A og sem söngvari ársins.