Sigrún Eldjárn les á risloftinu

  • 13.10.2019, 14:00 - 14:30, Risloft

SIGRÚN ELDJÁRN, myndlistarmaður og rithöfundur, les fyrir krakkana um Sigurfljóð og fleiri hetjur. Nú í haust koma út tvær bækur eftir Sigrúnu. Það er annars vegar SIGURFLJÓÐ Í GRÆNUM HVELLI! sem er þriðja bókin um Sigurfljóð og hins vegar KOPAREGGIÐ. Sú bók er framhald af SILFURLYKLINUM sem kom út í fyrra og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin. Sifurlykillinn er auk þess tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Enginn aðgangseyrir.