Snærið í beinni frá Hannesarholti

  • 31.3.2020, 20:00 - 21:00, Hljóðberg, 0

Kæru landsmenn !
Hljómsveitin Snærið mun koma sér vel fyrir með svokallað jazz flow í samstarfi við Hannesarholt. Viðburðinum verður streymt í beinni frá Hannessarholti 31. mars kl 20:00 og mikið jazz flæði mun eiga sér stað.

Með þessum viðburði viljum við senda út í kosmósið hlýja og fallega strauma til fólks sem búið er að glíma við veikindi og til þeirra sem þurfa að vera heima frá vinnu í sóttkví. Sérstakar kveðjur til heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir vinnu sinni í þágu samfélagsins. Bara stilla inn á Facebook síðu Hannesarholts kl 20:00 þá sjáiði þetta og svo bara muna að njóta og muna að þvo sér um hendurnar!! Hlökkum til að sjá ykkur vera með í watchpartýi !

Hljómsveitina skipa:

Þórður högnason: Bassi

Jónas Orri Matthíasson: Gítar

Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir: Söngur

Björn Kristinsson: Saxófónn

Kveðja, Snærið Jazzgengið