Syngjum saman í beinni með Ragnheiði Gröndal

  • 19.4.2020, 14:00 - 15:00, Hljóðberg í beinu streymi, 0

Hannesarholt hefur hlúð að söngarfi þjóðarinnar síðastlðin sjö ár með því að bjóða uppá fjöldasöng undir stjórn kunnáttufólks. Í samkomubanni nýtum við tæknina og steymum Syngjum saman í beinni alla sunnudaga kl.14 á fésbókarsíðu Hannesarholts. Ragnheiður Gröndal leiðir söngstundina frá Hannesarholti sunnudaginn 19.apríl og textar birtast á tjaldi svo að allir geti tekið undir í stofunni heima. Ekki þarf að kynna Ragnheiði Gröndal, en hún hefur verið meðal ástsælustu söngvara þjóðarinnar frá unga aldri. Stillið inná fésbókarsíðu Hannesarholts og njótið þess að syngja með.