Syngjum saman í Hannesarholti með Erlen Isabellu

  • 17.5.2020, 14:00 - 15:00, Hljóðberg, 1000

Syngjum saman í Hannesarholti með Erlen Isabellu Evudóttur. Aðeins 25 miðar í boði til að hægt sé að virða fjarlægðartakmörk. Endilega hringið til að panta miða í síma 511-1904.

Hannesarholt hefur hlúð að söngarfi landsmanna síðustu sjö árin með því að bjóða uppá samsöng undir stjórn kunnáttufólks, þar sem textar eru á tjaldi og allir taka undir. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri.

Bæði er hægt að bjóða fólki að taka þátt á staðnum, auk þess sem streymt verður frá söngstundinni svo að fólk geti tekið þátt að heiman. Að þessu sinni leiðir sönginn Erlen Isabella Evudóttir, fjórtán ára ævintýrastelpa, sem hefur verið öflug í listalífi landsmanna undanfarin misseri, bæði á sviði og í sjónvarpi. 

Hannesarholt er opið frá 11.30-17 þennan dag eins og aðra helgadaga á næstunni.